Jákvæð áhrif sæstrengja fyrir Noreg

Fyrrum olíu- og orkumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, flutti nýverið athyglisvert erindi á opnum fundi, sem fram fór í Hörpu í Reykjavík. Megináherslan í erindi Borten Moe var á reynslu Norðmanna af því að innleiða meiri samkeppni á raforkumarkaði og auka raforkuviðskipti milli Noregs og annarra landa. Og þar virðist svo sannarlega hægt að tala um jákvæða reynslu.

Orkufundur-VIB-Sept-2014-2

Að afloknu erindi Borten Moe fóru fram pallborðsumræður með þátttöku Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðarráðherra, Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar og þess sem þetta skrifar. Einnig voru fyrirspurnir frá áheyrendum. Umræðustjóri var Hjörtur Þór Steindórsson, forstöðumaður orkuteymis Íslandsbanka. Fundurinn var vel sóttur, auk þess sem hátt í 2.000 manns horfðu á beina útsendingu frá fundinum á vefnum. Sú upptaka er aðgengileg á vefnum.

Stutt er síðan fjallað var um erindi Borten Moe á viðskiptavef Morgunblaðsins. En það er fullt tilefni til að benda hér á sérstaka samantekt um fundinn, sem nú má sjá á vef Landsvirkjunar. Hér verða nokkur atriði úr þessari umfjöllun Landsvirkjunar rakin og þ.á m. nokkrar athyglisverðar tilvitnanirnar í erindið hjá Ola Borten Moe. Þær eru skáletraðar hér að neðan.

ViB-orkuutflutningur-sept-2014-1

Það er áhugavert hversu jákvæðum augum Borten Moe lítur á samkeppnina í norska raforkuiðnaðinum og raforkutengingarnar við útlönd. Hann er vel að merkja stjórnmálamaður og það úr stjórnmálaflokki sem hefur verið nokkuð tortrygginn á markaðsvæðingu og náið viðskiptasamstarf Noregs við Evrópu. Af erindi Borten Moe má álykta að í Noregi sé afar breið samstaða um kosti þess að tengja raforkumarkað Noregs við önnur lönd - m.a. með löngum sæstrengjum. Enda er nú verið að undirbúa fleiri slíka strengi og þ.á m. til bæði Bretlands og Þýskalands (fyrir eru sæstrengir til Danmerkur og Hollands). En nú skal vikið að ummælum Borten Moe og inngangsorðum Landsvirkjunar í áðurnefndri samantekt um fundinn (samantekt Landsvirkjunar má sjá í fullri lengd á vef fyrirtækisins):

------------------

Í framsöguerindi sínu fjallaði Ola Borten Moe um þróun norsks orkuvinnsluiðnaðar síðustu áratugi og ræddi um lagningu raforkustrengja frá Noregi, ávinning af þeim framkvæmdum og hvaða áhrif slíkar tengingar hafa haft innanlands.

Ola Borten Moe kom inn á að markaðsvæðing í norskri raforkuvinnslu sem hófst 1990 og varð síðar fyrirmynd af svipuðum breytingum í Evrópu áratug síðar. Hann taldi að markaðsvæðingin og auknar tengingar við nágrannalönd hafi verið heillaskref fyrir norskt samfélag, fjárhagslegur ávinningur þess verið mikill og nýting náttúruauðlinda hafi batnað í kjölfarið. Í þessu minnisblaði hefur Landsvirkjun tekið saman nokkra af lykilpunktum úr framsöguerindi Ola Borten Moe og reynslu Noregs með það að markmiði að upplýsa enn betur umræðu á Íslandi tengdri sæstreng til Bretlands.

Þjóðhagsleg áhrif af opnun norsks raforkumarkaðar

Í framsögu Ola Borten Moe kom fram að markaðsvæðing norsks raforkumarkaðar og frekari samtenging markaða hefur skilað norsku samfélagi miklum fjárhagslegum verðmætum, auknu afhendingaröryggi á orku og á sama tíma stuðlað að vernd náttúruauðlinda.

We experienced a huge efficiency gain in the power production industry. And not did they only turn around all the heads in all of the industry, but you also turned around the head to everyone owning the industry. Meaning that thousands of people could be liberated or do something else and more productive for society.

From the mid-1990's and outwards, the industry produced huge surpluses, and these are values that are put back into work for the Norwegian society through the fact that there are municipalities, counties, and the government owning it. So we build roads, we build schools, we build health care systems for the values created in our power industry.

So far in Norway, this has been the story that I told you. It has been more well functioned markets, increased efficiency, more values created, more security of supply and now lower electricity prices because we have introduced more production capacity into the market.

Umhverfismál

Samtenging markaða hefur dregið úr offjárfestingu í norskri raforkuvinnslu og þannig stuðlað að því að lágmarka þann fjölda svæða sem tekin hafa verið undir raforkuvinnslu. Ola Borten Moe lagði einnig áherslu á að ef á annað borð Norðmenn ætli að nýta ákveðna náttúruauðlind þá ætti í það minnsta að tryggja að þjóðhagslegur ávinningur sem hlytist af slíku raski væri hámarkaður.

And my predecessor, Eivind Reiten, who is the father of the new energy system, when he presented the new energy bill to Parliament in 1990, deregulating the whole sector as one of the first countries in the world, he said that this bill would save more Norwegian nature and water and waterfalls than any gang in chains would ever do. And he was right. So the deregulation and the market system in Norway has also been one of the biggest reforms to save Norwegian nature.

Norwegians strongly believe that access to electricity should be cheap, it should be unlimited, and it should be safe. And it should not disturb the nature, which basically means that you have a lot of wishes and demands and it's not always very easy to fulfill all those wishes at once.

Well I think it is a fact that you need to consume nature to produce electricity and power but basically I would say that if you are to do it at least you need to produce a lot of money, a lot of values for society doing it.

Samkeppnishæfni norsks iðnaðar

Markaðsvæðing og auknar tengingar ein og sér hafa haft takmörkuð áhrif á orkufrekan iðnað í Noregi sem er áfram vel samkeppnisfær og áhugi sé t.d. hjá álfyrirtækjum að fjárfesta í frekari álvinnslu. Raforkuverð sé aðeins takmarkaður þáttur í samkeppnishæfni iðnaðarins og áhrifin mun meiri af alþjóðlegu almennu markaðsumhverfi viðkomandi iðngreina og viðeigandi afurðaverðum. Einnig kom Ola Borten Moe inn á að hagsmunir norskra raforkuvinnsluaðila og orkufreks iðnaðar væru samtvinnaðir og hagur beggja aðila að hvor aðili um sig væri alþjóðlega samkeppnishæfur.

What we have seen when it comes to our industries during the last 25 years, both through the deregulation and now with the more Nordic and European electricity market, is not that they have fled the country.

The world markets are far more important for the development of our power intensive industries than the electricity prices, and the electricity prices have not gone all that much up.

We see a new interest in reinvesting in Norway, Norwegian power intensive industries. Norwegian, our Norsk Hydro, which is our huge aluminum smelter company, is probably going to build a huge new smelter up in Karmøy.

In Norway at least I am convinced that we are not going to produce aluminum because we have cheaper prices than anywhere in the world or because we have lower regulations on the environment. On the contrary I think that we should have good prices on energy, meaning also they [the aluminum smelters and other energy intensive industreies] should pay enough for the energy to make them wish every day they wake up to get a little better and a little bit more efficient and a little bit more competitive and it should be the same when it comes to environmental regulations.

Orkuöryggi og bætt nýting

Í framsögu Ola Borten Moe kom fram að aukin samtenging markaða hafi stuðlað að auknu orkuöryggi Norðmanna þar sem þeir geta nú flutt inn raforku þegar innrennsli í vatnslónin er undir væntingum. Á sama tíma geta Norðmenn unnið orku úr öllu breytilegu innrennsli í vatnslón sín og bætt þannig nýtingu og arðsemi. Á Íslandi tapast á yfirfall að meðaltali u.þ.b. 10% af því vatni sem rennur inn í íslensk lón. Þetta vatn er því ekki nýtt til raforkuvinnslu jafnvel þótt allar fjárfestingar séu þegar til staðar þar sem sveigjanleg eftirspurn er almennt vandfundin í lokuðum raforkukerfum.

In 2003, I think we had a summation, a mind gobbling situation, because the prices of electricity peaked, and the population asked serious questions about is Norway really able to secure the amount of energy that we need when we need it, and at a price that is affordable. At that time, I would say that this was a fair question. And if you look at 2003, 2002, 2003 in this form, you'd also see that production was fairly low and that it was a combination of little rain, low temperature, and lack of import capacity that brought us into this situation.

In 99% of the cases we manage to get the electricity out on the market, use more of it but as you said, if we had been an island, well then we, the electricity that we didn ́t sell Sweden, Denmark, Finland, Russia, the Netherlands would have been water going over the dams.

Raforkuverð til norskra heimila

Í framsögu Ola Borten Moe kom fram að þrátt fyrir aukna samtengingu raforkumarkaða sé verð í Noregi almennt lægra en sunnar í Evrópu. Að mati Ola Borten Moe eru áhrif samtengingar raforkumarkaða takmörkuð í samanburði við áhrif af innbyrðis stöðu framboðs og eftirspurnar innan hvors samtengds markaðar. Þannig megi búast við frekari verðlækkun í Noregi næstu ár samhliða aukinni innlendri fjárfestingu í raforkuvinnslu. Í ofanálag hafa Norðmenn nýtt tekjur af millilandatengingum til að lækka raforkureikning norskra neytenda.

It is basically the balance in the market, or the lack of balance in the market, that is the most important factor for price. If we have good security of supply, a good balance in market, and slightly more production and consumption, prices will be fairly low.

In Norway we are interconnected, but not a part of a perfect market with the European electricity markets. There are still differences in price, between our price and the European price, and it will probably continue to be so.

The surplus from these interconnectors goes to lowering the electricity bills to all Norwegian consumers, including industry. So as long as they produce a surplus, it's a direct benefit to the Norwegian household and the Norwegian industry.

Atriði sem huga þarf að

Í framsögu Ola Borten Moe kom fram að þrátt fyrir góða reynslu Norðmanna af aukinni samtengingu raforkumarkaða séu engu að síður ýmis atriði sem Íslendingar þurfa að huga að áður en hægt sé að taka ákvörðun um mögulega lagningu sæstrengs frá landinu. Þannig benti Ola Borten Moe m.a. á að Norðmenn leggja áherslu á að þeir sjálfir eigi þjóðhagslega mikilvæga innviði auk þess sem hann kom inn á mikilvægi þess að allt frekara rask á náttúrunni yrði að vera á forsendum tryggðrar arðsemi. Þá nefndi hann einnig að sæstrengir hefðu almennt þau áhrif að raforkuverð á milli markaða jafnaðist að einhverju marki en að engu að síður væri það framboð og eftirspurn innan hvors markaðar fyrir sig sem réði mestu um verðlag.

We like to have control over this kind of infrastructure, we need to know how much goes in, how much goes out. We need to keep control about how the values flow and who gets the benefits.

If you have two markets and you make an interconnector, you will basically have a price that are more of the same. That's the law of nature and the whole ratio for building such an interconnector. But it's also fair to say that it's also a question of what kind of capacity you introduce. In a perfect market, you would have the same price, but these are not perfect markets.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Þú ert að bera saman epli og appelsínu, ef þú heldur að íslenskur raforkumarkaður sé eitthvað sambærilegur við þann norska.  Í fyrsta lagi er löng hefði fyrir því að leggja raforkulínur yfir hálendið til Svíþjóðar.  Engu slíku er fyrir að fara hér á landi.  Í öðru lagi er stór hluti raforkuframleiðslunnar á höndum einkaaðila í Noregi meðan hér er nánast öll framleiðslan í höndum þriggja opinberra fyrirtækja.  Í þriðja lagi er mun meiri umhverfisvitund meðal opinberra aðila í Noregi en hér á landi.  Loks er lagður 31% viðbótartekjuskattur á orkuframleiðendur í Noregi, sem þvingar þá til þess að hugsa mun betur um arðsemi og hagkvæmni en hér á landi.

"Water over the dam" rökin eru alveg ágæt hjá honum, en er ekki bara kominn tími til að Landsvirkjun skoði möguleikann á inntaksstýringu í virkjanir.  Sumar bjóða vissulega ekki upp á þann möguleika, en aðrar gera það.  Mér var sagt 1983 að slíkt væri mögulegt með réttum tækjabúnaði og hvers vegna er því þá ekki beitt í ríkari mæli.  Slík stýring gæti aukið tekjur.

Marinó G. Njálsson, 24.9.2014 kl. 16:48

2 identicon

Athyglisvert að ekki er minnst orði á að raforkuverð til almennings hækkaði mikið í kjölfarið og aðeins vísað til þess að raforkuverð einhvers staðar annars staðar sé hærra en í Noregi. Einnig virðist höfundur gefa sér að slík tenging yrði til hagsbóta fyrir samfélagið vegna þess að hærra verð fengist fyrir orkuna. Það er alls ekki víst því þegar búið væri að einkavinavæða Landsvirkjun til útrásarfélaga í Lúx færi arðurinn þangað.

Þór Saari (IP-tala skráð) 24.9.2014 kl. 18:08

3 Smámynd: Ketill Sigurjónsson

Þór; Norðmenn virðast almennt sammála um að þjóðhagsleg áhrif af kerfisbreytingunum á norska raforkumarkaðnum og aukin tenging við erlenda raforkumarkaði hafi verið jákvæð. Um þetta er víðtæk pólitísk sátt þar í landi - og ég man að hafa séð skoðanakannanir sem líka sýna stuðning norsks almennings. Sá minnihluti sem er óánægður virðist fyrst og fremst einblína á eigin rafmagnsreikning og ekki átta sig á því að skattarnir væru ennþá hærri en nemur hækkuðu raforkuverði ef ekki hefði komið til kerfisbreytinganna. Ola Borten Moe nefndi einmitt hvernig aukinn arður af raforkuvinnslunni hefði gert kleift að reisa skóla, sjúkrahús o.s.frv. Stóra samhengið er sem sagt nokkuð skýrt. Með samskonar rökum og þú setur fram mætti sennilega segja að öll útgerð hér ætti að vera á hendi ríkisins - og við fá fisk í soðið svo til frítt. Kannski væri stóra ríkistogaraútgerðin langbezt? Ég ætla að leyfa mér að vea ósammála því - og treysta þjóðinni til að taka skynsamlegar ákvarðanir um íslensku orkuauðlindirnar.

Ketill Sigurjónsson, 24.9.2014 kl. 18:55

4 identicon

Ég efast um að innviðir í íslensku stjórnkerfi geti ráðið við að selja raforku til ESB á hagstæðu verði fyrir ÍSLENDINGA.

Í dag á Orkustofnun að hafa eftirlit með verðhækkunum á rafmagni en Landsnet hækkar reglulega sína gjaldskrá til almennings og safnar digrum sjóðum. En ekki til álvera sem eru með her lögfræðinga til að hrekja allar breytingar á sinni gjaldskrá (stórnotendur)  - sjá úrskurði á heima síðu OS um nokkur slík mál.

Grímur (IP-tala skráð) 24.9.2014 kl. 18:58

5 Smámynd: Ketill Sigurjónsson

Marinó; ef þú hefur lesið þetta innlegg mitt hér að ofan veistu að þessi texti um erindi Ola Borten Moe er einfaldlega úr skjali sem geymir samantekt Landsvirkjunar og ég ekki að bera neitt saman þarna. En vegna atriðanna sem þú nefnir vil ég taka eftirfarandi fram:

a) Þú segir „Í fyrsta lagi er löng hefði fyrir því að leggja raforkulínur yfir hálendið til Svíþjóðar. Engu slíku er fyrir að fara hér á landi.“ Ég átta mig ekki á því af hverju þú álítur að þessar raflínur milli Noregs og Svíþjóðar geri raforkumarkaðina í Noregi og á Íslandi ósamanburðarhæfa. Raforkulínurnar milli Noregs og Svíþjóðar eru hluti af því kerfi sem tryggir Noregi aðgang að stærri raforkumarkaði og það er slíkur aðgangur sem Borten Moe álítur afar jákvæðan. Sæstrengir milli Noregs og Danmerkur og Hollends skapa ennþá meiri aðgang að stærri raforkumörkuðum. Og raforkustrengur milli Íslands og Evrópu væri aðgangur okkar að stærri raforkumarkaði. Fullkomlega samanburðarhæft.

b) Þú segir „ Í öðru lagi er stór hluti raforkuframleiðslunnar á höndum einkaaðila í Noregi meðan hér er nánast öll framleiðslan í höndum þriggja opinberra fyrirtækja.“ Hið rétta er að um 90% raforkuframleiðslunnar í Noregi er í höndum fyrirtækja í opinberri eigu, þ.e. fyrirtækja í eigu sveitarfélaga, fylkja og ríkisins. Einungis um eða innan við 10% raforkuframleiðslunnar í Noregi er í höndum fyrirtækja í eigu einkaaðila. Að þessu leiti er fyrirkomulagð þarna vægast sagt mjög nálægt því sem er hér á landi. Þetta er því vel samanburðarhæft - nema hvað hér eru fyrirtækin vissulega mun færri. Og það sem kannski skiptir ennþá meira máli þessu tengt; ennþá er hér fyrir hendi ábyrgð ríkis og sveitarfélaga á skuldum stærstu raforkufyrirtækjanna - sem því miður er hvati til óarðbærari verkefna en ella væri. Ég álít að það beri að hætta að veita þesskonar ábyrgð - en það kann að vera erfitt á meðan t.d. eiginfjárhlutfall íslensku raforkufyrirtækjanna er jafn lágt og raun ber vitni. Aukinn arður vegna sæstrengs myndi einmitt bæta það hlutfall og gera okkur kleift að losna við þessa ábyrgð íslenskra skattborgara.

c) Þú segir „Í þriðja lagi er mun meiri umhverfisvitund meðal opinberra aðila í Noregi en hér á landi.“ Er það svo? Hvaða tölfræði styðst þessi fullyrðing þín við? Og er einhver meiriháttar munur t.d. á norskum og íslenskum lögum um mat á umhverfisáhrifum hvað snertir virkjunarframkvæmdir?

d) Þú segir „Loks er lagður 31% viðbótartekjuskattur á orkuframleiðendur í Noregi, sem þvingar þá til þess að hugsa mun betur um arðsemi og hagkvæmni en hér á landi.“ Þarna ertu væntanlega að vísa til norska grunnrentuskattsins (auðlindarentunnar). En ég skil ekki alveg hvað þú átt við með að þetta geri íslenskan og norskan raforkuiðnað ósamanburðarhæfan eða að þetta valdi því að norsku fyrirtækin séu betur rekin en þau íslensku. Skattlagningin sem þarna er um að ræða skiptir ekki máli nema virkjanir séu að skila afar góðum hagnaði. Það er einmitt skattlagning af þessu tagi sem væri mjög ánægjuleg fyrir íslenskan almenning. Því það væri til marks um að hér hefði þá tekist að margfalda hagnað í raforkuvinnslunni og þar með arðinn af þeim auðlindum sem við erum að nýta. Það er því miður ólíklegt að sá arður muni nokkru sinni verða mikill hér á landi nema með aðgangi að evrópskum raforkumarkaði. Skatturinn leggst einungis á það sem stundum er kallað umframhagnaður fyrirtækjanna (eða öllu heldur umframhagnað einstakra vrkjana). Slíkur aukaskattur byggir á því sjónarmiði að þjóðin öll eigi að njóta hinna geysimiklu tekna af vatnsaflsauðlindinni - enda sé forsenda þessarar auðlindar það vatn sem fellur víðsvegar um landið (og þá ekki síst frá hálendissvæðunum sem eru oft ekki háð neinum einkaeignarétti). Hafa ber í huga að grunnrentuskatturinn er ekki umtalsverður nema hagnaður virkjunar fari yfir tiltekið viðmið. Grunnrentuskatturinn byggir sem sagt á sambærilegum sjónarmiðum eins og há skattlagning í norska olíuiðnaðinum. Það er ekki þessi skattlagning sem veldur því að norsku vatnsaflsfyrirtækin þurfa að vera á tánum eða „þvingar“ norsk raforkufyrirtæki „til þess að hugsa mun betur um arðsemi og hagkvæmni“. Þau þurfa að vera á tánum vegna þess að í Noregi er raforkumarkaðurinn mjög kvikur og kúnnar tapast fljótt ef fyrirtæki getur ekki boðið raforku á samkeppnishæfu verði. Að mínu mati væri æskilegt að samskonar frjáls markaður yrði með raforku hér á landi. Það stóð reyndar til (s.k. ISBAS), en það mál hefur tafist. En grunnrentuskatturinn í Noregi er sem sagt alls ekki rök gegn því að bera saman íslenskan og norskan raforkumarkað - þvert á móti er þessi skattur ágætis röksemd fyrir því hversu mikilvægt er að vð fáum aðgang að stærri raforkumarkaði þar sem verðið er umtalsvert hærra en hér gerist.

Í dag eru raforkumarkaðirnir í þessum löndum, Íslandi og Noregi, vissulega eins og epli og appelsínur. Það er afar mikilvægt fyrir okkur að átta okkur á því af hverju svo er. Til þess þurfum við að gera samanburð á þessum mörkuðum - og fá upplýsingar eins og t.d. þær sem komu fram í erindi Ola Borten Moe.

Ketill Sigurjónsson, 24.9.2014 kl. 19:01

6 Smámynd: Ketill Sigurjónsson

Grímur; samningar álveranna eru til langs tíma og sá langi samningstími var auðvitað forsenda þess að álverin risu. Í hvert sinn sem samningar þar losna er afar mikilvægt að raforkufyrirtækin hafi valkosti. Eins og staðan er í dag (hvert álver að kaupa nálægt 25% allrar raforkunnar) eru valkostirnir vægast sagt fáir og samnngsstaða álveranna því bersýnilega ansið sterk. Sæstrengur gæti haft góð áhrif fyrir okkur þar; ýtt raforkuverðinu til alveranna upp.

Ketill Sigurjónsson, 24.9.2014 kl. 19:09

7 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Sæll Ketill og þakka þér fyrir fróðlega pistla.

Þegar álverið í Straumsvík var byggt, var því haldið fram að kjarnorkan væri að taka við af vatnsorku og því væri síðasti sjens að selja vatnsorku á Íslandi í miklu magni.

Þessi röksemd var röng, eins og við vitum.

Þegar Keneth Peterson keypti gamla álverið í Þýskalandi hafði hann tvo kosti að setja það upp í Venesuela eða á Íslandi (hann sagði mér þetta sjálfur). Þá var okkur sagt að við yrðum að bjóða gott verð því það væri góður kostur að byggja álver í Venesuela.

Þetta var líka rangt, eins og við vitum.

Álverið á Reyðarfirði og Kárahnjúkavirkjun er endapunktur á sorgarsögu sem spunnin var í samskiptum Íslenskra stjórnmálamanna, Norðmanna og áróðusmeistara úr ýmsum áttum. Verkfræðistofum, verkalýðsfélögum, bankamönnum og mörgum fleirum. Upphaflega forsendan var atvinnusköpun á austurlandi. Landsvirkjun fjárfesti 700 milljónir fyrir hvert starf í álverinu. Gjörsamlega galið.

Afraksturinn af þessum snilldar samningum er eins og þú nefnir sjálfur afar bág fjárhagsstaða orkufyrirtækja okkar íslendinga.

Ég hef hvergi séð neinar ábyggilegar tölur um arðsemi sæstrengs frá Íslandi. Þangað til þær tölur liggja fyrir er í raun tómt mál að reka áróður fyrir strengnum.

Hitt er víst að með tilkomu strengsins frá Noregi til Hollands fimmfaldaðist rafmagnsverð til allmennra neytenda í Noregi, sem þó eiga 90% í orkufyrirtækjunum eins og þú bendir á.

Röksemd Ola Borten um framboð og eftirspurn og lækkun raforkuverðs þess vegna, er einfaldlega barnaleg eins og reynslan sýnir.

Vandamál orkufyrirtækja á Íslandi verða ekki leyst með að fara út í auknar skuldsetningar byggðar á slæmum samningum eins og verið hefur. Heldur þarf að ná betri samningum við álverin sem eru hér núna. Og ef okkar menn geta það ekki þá eru þeir heldur ekki færir um að ná nýjum og betri samningum við einhverja aðra.

Sigurjón Jónsson, 25.9.2014 kl. 11:26

8 Smámynd: Ketill Sigurjónsson

Sæll Sigurjón. Ég vil reyndar geta þess að það stenst varla að segja að sæstrengurinn milli Noregs og Hollands hafi fimmfaldað raforkuverð til almennra neytenda þar. Heildsöluverð á raforku í Noregi hækkaði vissulega mikið fyrstu árin eftir að strengurinn opnaði - en hefur núna lækkað töluvert á ný (verðsveiflurnar skýrast sennilega að mestu leyti af þurrkatímabilum og flöskuhálsum í norska flutningskerfinu). Upplýsingar um heildsöluverðið síðustu árin má t.d. sjá hér:

http://www.ssb.no/en/energi-og-industri/statistikker/elektrisitetaar/aar/2014-03-28?fane=tabell&sort=nummer&tabell=169643

Ketill Sigurjónsson, 25.9.2014 kl. 11:51

9 Smámynd: Ketill Sigurjónsson

Ég kannaði hvernig raforkuverð til neytenda í Noregi hefur þróast (þ.e. verð með öllum kostnaði, þ.m.t. dreifing og skattar). Verðið þar núna er svo til það sama eins og var áður en NorNed opnaði.

Ketill Sigurjónsson, 25.9.2014 kl. 12:24

10 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Sæll Ketill

Ég fékk þessar upplýsingar um verð til almennra notenda í Noregi frá bróður mínum sem býr í Sandefjord í Noregi. Hann hefur búið þar í 20 ár og sagði mér þetta fyrir ca tveimur árum. Vonandi er þetta rétt hjá þér að verðið hafi lækkað.

Reyndar sagði hann mér líka að verðið er mjög mismunandi eftir árstímum og lang hæst á veturna þegar allir eru að kynda með rafmagni.

hafa skal það sem sannara reynist.

Sigurjón Jónsson, 25.9.2014 kl. 14:06

11 Smámynd: Ketill Sigurjónsson

Sigurjón; það er svo sannarlega vel mögulegt að raforkuverðið sem bróðir þinn greiðir hafi hækkað talsvert þarna á ákveðnu tímabili - en þó harla ólíklegt að það hafi fimmfaldast milli t.d. 2007 og 2012. Það er reyndar svo að norsku raforkufyrirtækin bjóða fólki upp á mismunandi samninga - og þeir sem velja breytilegt verð (sem sveiflast í takt við markaðsverð hverju sinni) geta upplifað miklar og snöggar verðbreytingar á rafmagnsreikningunum. En skv. opinberum upplýsingum norskra stjórnvalda var meðalverðið 2012 (sem eru nýjustu tölur á vefsíðunni sem ég vísaði í) sem sagt afar svipað og var skömmu áður en NorNed kapallinn komst í gagnið árið 2008. Og skv. erindi Ola Borten Moe er búist við því að meðalverðið haldist nokkuð stöðugt næstu árin eða jafnvel lækki eitthvað.

Svo er nauðsynlegt að muna að rafmagnsreikningurinn inniheldur líka t.d. flutnings- og dreifigjald, vsk og væntanlega einnig sérstakan umhverfisskatt. Sjálft raforkuverðið er einungis hluti reikningsins.

Fyrir Íslendinga er útflutningur á raforku sérstaklega áhugaverður ef bresk stjórnvöld myndu tryggja lágmarksverð - eins og þau hafa verið að gera gagnvart t.d. nýjum vindorkuverum þar í landi. Þarna er geysilega gott og spennandi tækifæri til að auka verðmætasköpun á Íslandi verulega. Og það er einmitt það sem þarf hér í þjóðfélaginu - að auka raunverulega verðmætasköpun. Þ.e. að við getum ráðist í fjárfestingar sem skila afar góðri arðsemi til hagsbóta fyrir landsmenn alla.

Ketill Sigurjónsson, 25.9.2014 kl. 14:27

12 identicon

Þá er það  spurningin Ketill...''''????

Af hverju eigum við Íslendingar að flytja út

raforku til einhverra aðila sem hagnast á því erlendis í staðinn fyrir það

byggja hér upp á okkar landi..???? Sé engvan hagnað í því eða hvað þá

skynsemi..!! Ef rafmagnið okkar er svona eftirsóknarvert, af hverju þá

að nýta sér það ekki og byggja upp fyrirtæki sem vilja raforkuna hér heima

og nýta til öflunar á raunveruleikri verðmætasköpun sem ætti sér stað á

Íslandi, en ekki erlendis..???

Það myndi skapa atvinnu fyrir hundruð manns og tala nú ekki um

skatttekjur ríkisins.

Því miður ert þú með svipaða aðferða fræði og

með fiskinn okkar. Hann skal seldur út óunnin og þeir sem kaupa

hann þar, njóta ávinningsin í því að gera úr honum betra hráfefni

og tvöfalda hagnaðinn.

Við hefðum hæglega getað gert þetta hér heima, en vegna

áróðurs margra  og hversu allt sé svo slæmt og ómögulegt á

Íslandi, þá fær svona taktík hljómgrunn.

Hinsvegar er það svo Ketill, að flestir Íslendingar eru búnir

að fá nóg af því, að endallaust sé troðið niður í kokið á þeim,

að allt gott sem við eigum, sé betra  ef við seljum það erlendis.

Sama verður með rafmagnið. Endar alltaf á því sama...

Hver og hverjir hagnast á því...???

Ekki almenningur.

M.b.v.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 27.9.2014 kl. 00:10

13 Smámynd: Ketill Sigurjónsson

Sigurður; ég er í grundvallaratrðum ósammála þeirri fullyrðingu sem fram kemur hjá þér í upphafi („Af hverju eigum við Íslendingar að flytja út raforku til einhverra aðila sem hagnast á því erlendis í staðinn fyrir það byggja hér upp á okkar landi“). Það erum við (eða öllu heldur orkufyrirtæki sem fyrst og fremst eru í eigu ríkis og sveitarfélaga á Íslandi) sem ætlum að hagnast á raforkusölunni. Hagnaðurinn mun sem sagt renna hingað, en ekki til útlanda. Og sá hagnaður myndi skapa okkur tækifæri til að bæta hér stöðu bæði almennings og fyrirtækja (t.d. með skattalækkunum). Orkuútflutningur og uppbygging hér heima eru því ekki andstæðir pólar, heldur helst þetta tvennt einmitt í hendur.

Ef við værum Norðmenn gætirðu eins spurt „Af hverju eigum við Norðmenn að flytja út olíu og jarðgas til einhverra aðila sem hagnast á því erlendis í staðinn fyrir það byggja hér upp á okkar landi“. En þannig er það bara ekki; það eru Norðmenn sjálfir sem hirða mestallan hagnaðinn af olíu- og gasvinnslunni. Þeir gætu notað alla þessa orku til að knýja raforkuver heima í Noregi. En þá yrði hagnaðurinn miklu minni og Norðmenn ættu ekki sinn risastóra Olíusjóð (Statens Pensjonsfond Utland, SPU).

Sama er uppi á teningnum með norska vatnsaflið - nema hvað þar hafa Norðmenn ekki safnað í sjóð heldur notað hinn mikla hagnað jafnóðum til að byggja skóla, sjúkrahús o.s.frv. Enda er vatnsaflið endurnýjanleg auðlind (öfugt við olíuna og gasið) og því er almenn sátt um það í Noregi að nýta hagnaðinn þar jafnóðum til góðra verka. En sá hagnaður yrði ekki til ef Norðmenn hefðu haldið fyrri einangrunarstefnu sinni og haldið áfram að nota vatnsaflsauðlindina fyrst og fremst til að selja afar ódýrt rafmagn, einkum til til stóriðju (þeir breyttu stefnu sinni í grundvallaratriðum um og upp úr 1990).

Þetta gengur sem sagt út á það að þjóð hámarki arð af orkuvinnslu sinni með þeim hætti sem er þjóðhagslega hagkvæmt. Það gera Norðmenn. Og nú gefst okkur einnig tækifæri til að fara svipaða leið. Þennan möguleika eigum við að kanna til fulls og þar er nærtækast að hefja viðræður við Breta.

Ketill Sigurjónsson, 27.9.2014 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband