Olíuleit og olíuvinnsla verður ekki stöðvuð

Í nýútkominni skýrslu Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (Intergovernmental Panel on Climate Change; IPCC) kemur fram að við stöndum frammi fyrir alvarlegum og óafturkræfum neikvæðum áhrifum á loftslag nema gripið verði til umfangsmikilla aðgerða. Sérstaklega sé mikilvægt að gripið verði til skilvirkra aðgerða til að draga úr útblæstri kolefnis vegna notkunar á jarðefnaeldsneyti.

ipcc-coal-scherer-plant_juliette-georgia-usa.jpgSkýrslan gæti haft mikla þýðingu því henni er ætlað að verða grundvöllur að nýjum alþjóðasamningi um varnir gegn neikvæðum loftslagsbreytingum. Áætlað er að slíkur samningur verði afgreiddur á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna strax á komandi ári (2015). Fyrir okkur Íslendinga er sérstaklega áhugavert að einn af þýðingarmestu einstaklingunum í þessari vinnu Sameinuðu þjóðanna er Íslendingurinn Halldór Þorgeirsson. Svo má nefna að þó svo áhrif loftslagsbreytinganna geti orðið afar neikvæð víða um heim, virðist sem Ísland sé það land heimsins sem síst muni finna fyrir neikvæðum breytingum og muni jafnvel njóta jákvæðra áhrifa. Það er þó kannski hætt að efnahagsleg áhrif fyrir Ísland yrðu heldur döpur ef stærstur hluti heimsins lendir í stórfelldum vandræðum vegna loftslagsbreytinganna.

halldor-thorgeirsson_climate-change-meeting-1.jpgAð sögn IPCC er magn kolefnis og annarra gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu nú í nýju hámarki. Og hefur ekki verið hærra í a.m.k. 800 þúsund ár! Og tímabilið 1983-2014 var líklega heitasta þrjátíu ára tímabil á jörðinni s.l. 800 ár og jafnvel s.l. 1.400 ár.

IPCC setur fram ákveðin viðmið eða markmið sem ná þarf til að takmarka hlýnunina nægilega til að forðast varanlegar og alvarlegar loftslagsbreytingar. Ella muni mörg svæði jarðarinnar verða illa úti. Um þetta má t.d. vísa til samantektar á bls. 29-30 í skýrslunni og einnig má sjá yfirlit yfir hætturnar hér á vefsetri Carbon Brief.

Í skýrslunni segir að hlutfall orkugjafa sem losa lítið sem ekkert kolefni í raforkuframleiðslu heimsins þurfi fyrir árið 2050 að fara úr núverandi 30% og í 80%. Þessi aukning myndi að miklu leiti koma frá endurnýjanlegum orkugjöfum (t.d. stóraukin nýting vind- og sólarorku) og frá kjarnorku (hlutfall kjarnorkunnar í raforkuframleiðslunni hefur reyndar lækkað verulega undanfarin ár; fór hæst í um 17% fyrir um tveimur áratugum en er núna einungis um 10%). Auk þess er gert ráð fyrir að þróuð verði tækni til að binda kolefni frá orkuverum sem nýta jarðefnaeldsneyti (einkum kol og jarðgas). IPCC segir að til lengri tíma litið verði að finna leiðir til að binda allt eða svo til allt það kolefni sem stafar frá bruna jarðefnaeldsneytis í raforkuframleiðslu. Og að það þurfi að gerast fyrir næstu aldamót (2100). Í skýrslunni er þetta orðað með eftirfarandi hætti (leturbreyting er Orkubloggarans):

Decarbonization of the energy supply sector (i.e. reducing the carbon intensity) requires upscaling of low- and zero-carbon electricity generation technologies (high confidence). In the majority of low concentration stabilization scenarios (about 450 to about 500 ppm CO2eq, at least as likely as not to limit warming to 2°C above pre-industrial levels), the share of low carbon electricity supply (comprising renewable energy (RE), nuclear and CCS, including BECCS) increases from the current share of approximately 30% to more than 80% by 2050 and 90% by 2100, and fossil fuel power generation without CCS is phased out almost entirely by 2100.

ipcc-lifetime-future-climate-change.pngHafa ber í huga að IPCC er ekki að segja að hætta þurfi notkun jarðefnaeldsneytis alfarið - eins og auðvelt er að misskilja af fréttum, t.d. bæði á visir.is og mbl.is (sambærilegan misskilning má líka sjá í sumum erlendum fjölmiðlum). Það er kannski eins gott að niðurstaða IPCC gengur ekki svo langt; að hætta notkun jarðefnaeldsneytis í samgöngum væri jú sennilega gjörsamlega ómögulegt miðað við þá tækniþekkingu sem við höfum. Það er ennþá langt handan sjónadeildahrings vísindanna að bensín, díselolía og aðrar olíuafurðir verði óþarfar fyrir bílaflota heimsins og sama gildir að sjálfsögðu um flugsamgöngur og flutningaskip. Það er svo önnur saga hvort mikið verði eftir af olíu í heiminum árið 2100. Það mun tíminn leiða í ljós.

Eins og áður sagði þá er IPCC ekki að leggja til að við hættum að nota jarðefnaeldsneyti í samgöngum. En að sjálfsögðu er í skýrslunni hvatt til margvíslegra aðgerða til að takmarka brunann og kolefnislosunina þar. Enda er t.d. orkusparandi tækni í samgöngum mikilvægur þáttur í að takmarka kolefnislosun okkar. Um þetta segir t.d. eftirfarandi í skýrslunni:

In the transport sector, technical and behavioural mitigation measures for all modes, plus new infrastructure and urban redevelopment investments, could reduce final energy demand significantly below baseline levels [...]. While opportunities for switching to low-carbon fuels exist, the rate of decarbonization in the transport sector might be constrained by challenges associated with energy storage and the relatively low energy density of low-carbon transport fuels (medium confidence).

ipcc-lifetime-future-climate-change-3.pngÞó svo það verði snúið að þróa tækni sem draga mun verulega úr kolefnislosun frá samgöngutækjum, eru aftur á móti margar leiðir til að minnka kolefnislosun í raforkuframleiðslu. Þar snýst árangurinn mjög um kostnaðinn. Og nú reynir á hvort ríki heimsins grípi til ráðstafana eins og t.d. að snarhækka skatta á raforku sem framleidd er með tilheyrandi kolefnislosun. Gangi tillögur eða ráðgjöf IPCC eftir verður brátt stórauknu framlagi veitt til orkuverkefna sem skila meiri endurnýjanlegri orku.

Fyrir orkuiðnað heimsins verður spennandi að sjá hver verða viðbrögð ríkja við hinni nýju skýrslu IPCC. Og höfum líka í huga að verði markmið IPCC að alþjóðlegum viðmiðum eru sterk rök til þess að láta vera að selja okkar verðmætu endurnýjanlegu orku til stóriðju á nálægt kostnaðarverði. Fyrir okkur Íslendinga eykur þessi þróun á alþjóðavettvangi líkur á að arðsemi af nýtingu orkulinda okkar geti hækkað verulega. Við virðumst svo sannarlega vera lukkunnar pamfílar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband