Kolagræn gagnaver Apple

Er kolagrænan lit að finna í litrófi orkunnar? Svo mætti halda þegar skoðaðar eru fréttatilkynningar af gríðarlegri fjárfestingu Apple í gagnaverum í Danmörku.

Apple-Data-Centre-Viborg-DenmarkDanir eru eðlilega himinlifandi yfir fréttum af því að Apple hafi ákveðið að byggja upp geysistórt gagnaver við smábæinn Foulum (rétt hjá Viborg) á Jótlandi. Um leið var tilkynnt um byggingu annars stórs gagnavers við Athenry á vestanverðu Írlandi.

Þetta er stór ákvörðun - ekki bara fyrir Dani og Íra - heldur líka fyrir Apple. Fjárfestingin hljóðar upp á samtals 1,7 milljarða EUR (sem jafngildir um 255 milljörðum ISK).

Staðarákvörðunin viðist byggja mjög á því að umhverfisáhrif gagnaveranna verði sem minnst. Þannig á gagnaverið í Danmörku eingöngu að nýta raforku frá dönskum vindorkuverum og norskum vatnsaflsvirkjunum og þar að auki umhverfisvæna varmaveitu. Í fréttatilkynningu Apple um þessa fjárfestingu er vitnað í forstjórann, Tim Cook, og orðrétt segir í tilkynningunni: Like all Apple data centres, the new facilities will run entirely on clean, renewable energy sources from day one.

tim-cook-apple-ceoEkki er hægt að komast hjá því að maður lyfti brúnum við að sjá slíka fullyrðingu. Í fréttum af ákvörðun Apple má lesa að þarna við Foulum sé spennustöð sem tryggi það að öll raforkan sem gagnaverið muni nota sé græn orka - því spennistöðin fái eingöngu raforku frá vindorkuverum og norskum vatnsaflsvirkjunum. Það er engu að síður vandséð að gagnaverið muni með þessu tengjast lokuðu kerfi sem tryggi að þar veri eingöngu nýtt græn orka. 

Mest af raforkuframleiðslu Dana kemur frá kolaorkuverum. Vissulega er vindorkan þar hlutfallslega mikil. Hún er auðvitað ansið sveiflukennd, en skv. tölum frá Evrópusambandinu (ESB) nemur vindorka um fjórðungi af raforkunotkun í Danmörku. Og endurnýjanlegur hluti raforkunnar þar er alls sagður nálægt 40%. Skiptir þá mestu að auk vindorkunnar nýta dönsk orkuver mikið af lífmassa til raforkuframleiðslu.

Á Írlandi er hlutfall endurnýjanlegrar orku ennþá lægra en í Danmörku eða nálægt 20%. Sagt er að írska gagnaver Apple eigi að nýta vindorku. Það er reyndar hálfgerður blekkingarleikur, því framleiðsla vindaflstöðva er jú ansið breytileg og slík raforkuframleiðslu byggir alltaf á varafli. Sem í tilviki Írlands og Danmerkur byggist mjög á kola- og gasorkuverum.

Það er engu að síður svo að Danir framleiða mjög hátt hlutfall af raforku sinni með endurnýjanlegum hætti og Írar talsvert hátt hlutfall. Þarna hefur bæði Dönum og Írum bersýnilega tekist afar vel að kynna sig sem umhverfisvænt orku- og rekstrarumhverfi. Og sannarlega ansið súrt að Ísland skuli ekki hafa náð betur að fanga athygli Apple.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hlutfall vindorku í raforkunotkun Danmerkur er reyndar nokkru stærra en fjórðungur í dag. Vindorka sá Danmörku fyrir tæpum 33% af raforkunotkuninni árið 2013 og 39% árið 2014 (http://ing.dk/artikel/tordnende-succes-39-procent-af-stroemmen-kom-fra-vindmoeller-i-2014-173290). En það er engu að síður mjög hæpin fullyrðing hjá Apple að gagnaverið þar muni aðeins nota endurnýjanlega orku, líkt og þú bendir á.

Daði Þ. Sveinbjörnsson (IP-tala skráð) 24.2.2015 kl. 10:29

2 identicon

Viðskipti milli landa.

Nú veit ég ekki hvað er hægt.  Útflutningur yfir landamæri.  Er það eingöngu heildarviðskipti eða eru þetta margir samningir milli einstakra fyrirtækja á markaði.  Gaman að fá svör við þessum spurningum.

Fyrirtæki 1. er vindorkueigandi í Danmörku og á ekkert annað.  Apple semur við þetta fyrirtæki um að kaupa alla orkuna allt árið.

Fyrirtæki 2. er vatnaorkufyrirtæki í Noregi.  Apple semur um að þetta fyrirtæki kaupir umframorku af Apple þegar vindorkugarðurinn framleiðir of mikið og kaupa orku af þessu fyrirtæki þegar hana vantar.

Flutningur á raforku er annað mál.  Þá koma til fyrirtæki eins og Statnett sem á og rekur flutnisvirki raforku og þ.m.t. sæstrengi milli landa o.frv.

Sölvi R Sólbergsson

Sölvi R Sólbergsson (IP-tala skráð) 24.2.2015 kl. 11:07

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sú "græna" orka sem Appel telur sig fá í Danmörku og á Írlandi er sjálfsagt til. En til að skaffa þá orku verða þessi ríki að bæta í framleiðslugetu olíu og gasorkuveranna, til að skaffa öðrum landsbúm rafmagn.

Svo geta menn spáð í því hvernig "hreinu" orkunni verður svo haldið aðskildri fá þeirri "óhreinu".

Þetta er orðaleikur hjá Appel. Auðvitað mun a.m.k 80% orkunnar sem þeir nota á Írlandi vera "óhrein", kannski eithvað minna hlutfall í Danmörku.

Gunnar Heiðarsson, 24.2.2015 kl. 11:09

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Íslendingar ákváðu fyrir 20 árum að bruðla sem allra mest með orku landsins með því að setja álver í algeran forgang. Á tímabili voru sex risaálver í sigtinu. Alveg var talað fyrir daufum eyrum þegar gagnaver voru nefnd í ársbyrjun 2007. 

Menn vildu þau ekki þá og um það gildir að þegar þú vilt ekki eitthvað, þegar þú getur fengið það, færðu það ekki þegar þú vilt. 

Ómar Ragnarsson, 24.2.2015 kl. 12:15

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er nú eðlilegt og fyrirséð að þeir framsóknarmenn myndu hrekja slíka starfsemi frá landinu.  Þetta er ,,eitthvað annað!".

Framsóknarmenn vilja ekki sjá slíkt.  Vilja bara áliðnað og banka sem þeir geta sett lóðbeint á hausinn með fjármálaafglöpum og síðan afskrifað skuldirnar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.2.2015 kl. 13:51

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, þetta er blekkingaleikur. Eyðist það sem af er tekið og raforkan þarna er einungis hrein í beinu hlutfalli við magn hennar á markaði.

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.2.2015 kl. 17:06

7 identicon

Hvernig getur Apple tryggt að orkan sem þeir kaupa fyrir gagnaverið sé endurnýjanleg?

Ég held að það sé ágætt að skoða hvernig Google fór að í Finnlandi: http://www.datacenterknowledge.com/archives/2013/06/04/googles-powering-finnish-data-center-with-swedish-wind-farm/ . Þeir gerðu 10 ára samning við vindorkufyrirtæki um að kaupa alla orkuna frá nýjum vindorkugarði í Norður-Svíþjóð. Svona vindorkufyrirtæki einbeita sér að því að skipuleggja vindorkugarða, afla til þeirra allra leyfa sem þarf og byggja þá þegar fjármagn fæst. Með tíu ára samning um orkusölu í hendinni er hægt að setja spaðann í jörðina og byrja að byggja. Í norðurhluta Svíþjóðar er mikið af vatnsorkuverum sem geta séð um að jafna út sveiflur vindorkunnar. 

Ég býst við að Apple geri eitthvað svipað í Danmörku. Þar er það Norsk vatnsorka sem á að jafna sveiflurnar að þvi er virðist og er það ekkert sem kemur á óvart. Nýbúið er að taka í notkun sæstreng frá Kristiansand í Noregi til Jótlands og er hann sá 3. eða fjórði í röðinni. Samanlagt er flutningsgetan hjá þessum strengjum 1.700 MW og annað eins er hægt að flytja í gegnum Svíþjóð.

Jón Erlingur Jónsson (IP-tala skráð) 24.2.2015 kl. 23:32

8 identicon

Kola- og gasorkuver framleiddu enn rúmlega helming raforkunnar í Danmörku árið 2013, en hlutur endurnýjanlegrar orku fer ört vaxandi, var 46,7% 2013 (http://www.ens.dk/sites/ens.dk/files/info/tal-kort/statistik-noegletal/aarlig-energistatistik/energistatistik2013.pdf).

Apple (ef ákvörðun þeirra á að standast gagnrýni) þarf í raun að tryggja að orkan sem þeir kaupa sé hrein viðbót við hinn endurnýjanlega hluta.

Jon Erlingur Jonsson (IP-tala skráð) 25.2.2015 kl. 00:02

9 Smámynd: Ketill Sigurjónsson

Apple fullyrðir ekki að "the new facilities will run entirely on clean, renewable energy sources from day one", nema slík fullyrðin standist lagalega. En það er vissulega verið að sveigja hlutina, því það er útilokað að tryggt sé að raforkan sem notuð verður í gagnaverunum komi frá vindafli og vatnsafli eingöngu - eins og skilja mætti af fréttatilkynningunum (því dreifikerfið þarna er t.d. tengt kolaorku-, gasorku- og kjarnorkuverum). Mögulega snýst þetta einfaldlega um kaup á s.k. upprunavottorðum (http://www.orkustofnun.is/media/raforka/Stodlud-yfirlysing-Skyringar-29.10.12-Loka.pdf).

Ketill Sigurjónsson, 25.2.2015 kl. 07:50

10 Smámynd: Ketill Sigurjónsson

Danir velta fyrir því nú fyrir sér af hverju í ósköpunum Apple ætli að byggja gagnaverið þar, en ekki á Íslandi, þar sem raforkuverðið sé nánast núll: „DeIC har selv, i nordisk regi, været med til beslutte bygningen af et datacenter på Island. Da beslutningen om centret blev taget i 2011, var det først og fremmest den lave elpris – den var nærmest nul – som var med til at sende centret til Island“ (þarna er sennilega verið að vísa til gagnavers sem nú er í eigu Advania - og eins og við vitum er raforkuverðið hér reyndar ekki alveg núll, en vissulega miklu lægra en býðst í Danmörku). 

»Det er helt uforståeligt, at Apple lægger et datacenter i Danmark«

http://ing.dk/artikel/det-er-helt-uforstaaeligt-apple-laegger-et-datacenter-i-danmark-174323

Ketill Sigurjónsson, 25.2.2015 kl. 10:40

11 identicon

Sæll, sambærilegt var gert að mig minnir í Finnlandi, þar sem google opnaði gagnaver. Þeir settu upp vindmyllur í Svíþjóð og nota svo upprunavottorð.

Enda gengur kerfið - amk. að hluta til - út á þetta; setja upp endurnýjanlega vinnslu þar sem það er hagkvæmast og að sama skapi setja upp notkunina þar sem það er hagkvæmast.

Þjóðverjar eru því miður búnir að planta alltof mikilli sólarorku niður í sínum bakgarði vegna "Energievende", þótt hagkvæmara hefði verið að gera þetta í sólarríka Spáni og efla tengingar. Minnir meira að segja að ég hafi náð í rit um þetta á bloggi þínu. Umrædd sveigja í hér hefði því orðið flestum til gagns, sérstaklega skattgreiðendum í Þýskalandi.

Þrándur (IP-tala skráð) 25.2.2015 kl. 13:22

12 Smámynd: Ketill Sigurjónsson

Norðmenn líka miður sín yfir að hafa ekki fengið Eplaverið. Og segja að enginn sé vinur Noregs; Google hafi valið Finnland, Facebook hafi valið Svíþjóð og meira að segja „norska“ Opera hafi ekki valið Noreg - heldur Ísland.

http://www.digi.no/bedriftsteknologi/2015/02/24/hemmelig-oppdrag-for-apple-i-to-ar

Ketill Sigurjónsson, 25.2.2015 kl. 15:43

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er sennilega verðið á orkunni sem spilar inní þetta.  Það er lægra í Danmörku en Noregi, að því er menn vilja meina.

Ísland hefði auðveldlega geta fengið þetta!  Bara ef framsóknarmenn hefðu fengist til að svara símanum þarna í paranojukasti í bjálkakofa í miðvesturríkjunum.

Það er jú datasenter hér og gott ef ekki rekinn af dönum.

Jú jú, vissulega spilar margt saman við að velja stað fjárhagslega.  Hér er auðvitað lítið sérfræðiekking og í fyrstu þyrfti að flytja menn til landsins.  það kostar.  Ísland er ekki í ESB.  Það kostar líka.

En Ísland gæti leikandi létt veitt með lágri orku.  En nei!  Það má ekkert gera hérna nema gefa risaálmálmbræðslum rafmagn.  Ef menn heyra um ,,eitthvað annað", - þá trompast framsóknarmenn.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 25.2.2015 kl. 17:00

14 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Flutningsgeta Internettengingar við Ísland þarf að stóraukast til að fleiri gagnaver verði möguleiki hér á landi, burtséð frá framboði á orku. Í dag er þröskuldurinn gagnatengingin. Þetta má sjá þegar reynt er að streyma beinum útsendingum frá RÚV erlendis. Streymið höktir og slitnar ítrekað.

Erlingur Alfreð Jónsson, 26.2.2015 kl. 13:03

15 identicon

Sæll Erlingur

það er ekki rétt hjá þér að flutngingsgetan sé ekki næg. Hún er meira en nógu stór til að anna eftirspurn Apple og fleiri stórfyrirtækja.  Ef RÚV streymir ekki vel þá er við einhvern netþjónustuaðila að sakast hér eða Leve 3 sem sjá um content dreifingu.  Hitt er annað að Apple og slíkir aðilar gætu gert kröfur um að hér væru fleiri strengir til að bæta öryggið. Þeor eru 3 í dag.

Örn Orrason (IP-tala skráð) 15.3.2015 kl. 17:10

16 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Sæll Örn. Þetta er hárrétt hjá þér. Eftir að hafa sett inn fyrri athugasemd fann ég síðar upplýsingar á vef FARICE að búið er að uppfæra endabúnað og auka flutningsgetu þess strengs frá því sem var í upphafi.

Erlingur Alfreð Jónsson, 15.3.2015 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband