Umræða um eitt mesta hagsmunamál Íslendinga

Iceland-Grundartangi-Century-NorduralUndanfarið hef ég fjallað talsvert um raforkuverðið til álveranna og annarra stóriðjufyrirtækja hér á landi. Og þau tækifæri sem skapast þegar orkusamningar við stóriðju hér losna. Um þetta skrifaði ég grein á viðskiptavef mbl.is nú í vikunni sem leið, undir fyrirsögninni Tímamót í efnahagssögu Íslands. Í framhaldinu birti Ágúst Hafberg, framkvæmdastóri viðskiptaþróunar og samskipta hjá Norðuráli, grein á vef Kjarnans. Þessari grein Ágústs hef ég svarað. Sjá HÉR.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég verð að viðurkenna að þessi pistill þinn um að sæstrengurinn eigi að fóðrast með rafmagni sem stóriðjan nýtir nú, hefur alveg farið framhjá mér. Þó hef ég lesið flest það sem þú hefur ritað um þetta mál á opinberum vettvangi. Þetta er alveg nýr vinkill frá ykkur strengsmönnum. Reyndar skrifaði ég um þetta mál fyrir nokkru, þar sem ég benti á að stóriðjunni yrði útrýmt úr landinu ef sæstrengur yrði lagður, en það var út frá þeim punkti að orkuverð myndi hækka svo hér á landi að hún yrði ekki samkeppnishæf. Að heyra nú að fyrst eigi að útrýma henni, svo strengurinn geti fóðrast, datt mér bara alls ekki í hug.

Ég spyr þig því Ketill, hvað hafa þið strengsmenn hugsað ykkur að allir þeir sem vinna við stóriðjuna fari þá að gera og öll þau fyrirtæki sem hana þjóna? Vitið þið hversu margir vinna beint að stóriðjunni í landinu? Vitið þið hversu margir vinna óbeint að stóriðjunni í landinu?

Ef það er hugsun ykkar að taka vinnu af tugum þúsunda landsmanna og hækka verulega rafmagn til þeirra um leið, er það enn eitt bullið í þessu öllu.

Landsmenn munu aldrei samþykkja að virkjað verði hér á landi af þeirri stærðargráðu sem þarf fyrir strenginn.

Landsmenn munu aldrei samþykkja stór hækkun á rafmagni til heimila þeirra, enda má líta á lágt raforkuverð til heimila landsins sem arðgreiðslu frá fyrirtækinu sem allir landsmenn eiga, Landsvirkjun.

Landsmenn munu aldrei samþykkja að fórna atvinnu sinni fyrir þennan streng. Þarna er verið að tala um þá atvinnugrein sem hæðstu laun borga í landinu, fyrir utan auðvitað fjármálakerfið. En það er jú lítil veðmætasköpun þar, einungis höndlað með fjármuni landsmanna.

Allir landsmenn eiga að hafa að minnsta kosti barnaskólamenntun og hún dugir til þess að átta sig á að enginn setur allt í sömu körfuna, sérstaklega þegar handfangið á henni er lélegt. Þessu eru þið þá að reyna að koma á.

Þið viljið skipta á stóriðjunni og sæstreng. Rafmagn mun hækka og það mun herða verulega að ferðaþjónustunni. Fiskvinnslan er meir og meir að færa sig yfir í rafnotkun í stað olíu. Þessu mun fórnað.

Eftir stendur hagkerfi sem byggir fyrst og fremst á sölu á orku úr landi, með smá stuðning af haltri ferðaþjónustu og fisksvinnslu sem byggir þá á enn meiri innfluttri orku.

Svo þegar, ekki ef, strengurinn bilar, þá megum við bara útbúa tólgarkerti fyrir okkur, úr innfluttri dýrafitu, þar sem landbúnaðurinn býr í dag við raforkukostnað sem hann varla ræður við og mun alls ekki lifa af þá hækkun sem strengurinn veldur.

Ofan á þetta er svo byggt fyrst og fremst á því að Breska ríkið styrki þetta. Það verður huggulegt að vera upp á Breta kominn um næstu aldir!

Gunnar Heiðarsson, 2.6.2015 kl. 07:41

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er flott myndin sem þú setur við þetta blogg þitt Ketill.

Veistu hversu margir vinna dags daglega á því svæði sem myndin er af?

Veistu hversu mörg fyrirtæki hafa þarna starfstöðvar og höfuðstöðvar?

Veistu hversu mörg önnur fyrirtæki eru með menn á þessu svæði, dags daglega?

Veistu hversu mikil verðmæti fara um höfnina sem er á myndnni?

Veistu hverjar tekjur ríkis og sveitarfélaga eru af þeim fyrirtækjum sem þarna starfa?

Veistu hverjar tekjur ríkis og sveitarfelaga eru af því starfsfólki sem vinnur á svæðinu?

Svona gæti ég spurt þig langt fram eftir degi, bara um þetta eina svæði sem mynd þín er af. Þessar upplýsingar er allar hægt að nálgast. Þar sem þú leggur til að þessu svæði verði aflagt, til að fóðra sæstreng til Bretlands, þá ráðlegg ég þér eindregið að afla þér þessara upplýsinga.

Um þetta snýst málið, atvinnu fyrir fólkið í landinu og tekjur fyrir sveitarfélög og ríkissjóð.

Kynntu þér nú svörin við þeim spurningum sem ég legg fyrir þig og sýndu fram á að sæstrengurinn sé þess virði að fórna þessari atvinnugrein.

Gunnar Heiðarsson, 2.6.2015 kl. 08:39

3 Smámynd: Ketill Sigurjónsson

Takk fyrir innleggið Gunnar. Ég vil benda á að umrædd grein mín fjallar fyrst og fremst um raforkuverð til stóriðju og ekki um sæstrenginn (þó svo samanburður við hann komi eðlilega upp í hugann þegar fjallað er um umfangsmikla raforkusölu). Leyfum lesendum nú að einbeita sér að umfjöllun um stóriðjuverðið. En ég lofa svo að svara sérstaklega þínum athugasemdum  fljótlega. Og þá kannski í sérstakri grein.

Ketill Sigurjónsson, 2.6.2015 kl. 08:43

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Gunnar þú ert sem fyrr með veigamestu póstana,sem sýna fram á að hugmynd "Orkubloggara" eru víðsfjarri allri skynsemi...

Helga Kristjánsdóttir, 2.6.2015 kl. 09:18

5 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Möguleikinn á að selja orku beint til Skota er verkfæri í orkusamningum framtíðar. það verður samt alltaf hagkvæmari og öruggari kostur fyrir íslenska þjóðarbúið að flytja orkuna úr landi með orkufrekum iðnaði í formi unninnar vöru.

Það er til að mynda lítið mál að flyja ál eða kísil á markað í ESB, BNA eða Kína þar sem besta verði er, en orka um streng til Skotlands fer bara til Skotlands og þar með ráða Skotar mestu um verðið. 

Guðmundur Jónsson, 2.6.2015 kl. 11:10

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Ketill.

Þetta svar þitt er frekar snubbótt. Þetta blogg þitt er er einungis vísun í það sem þú hefur skrifað áður, reyndar vísun í grein um verð á raforku til stóriðjunnar. En allar þínar greinar um þetta mál og eins og ég sagði þá les ég þær flestar, eru ritaðar til að mæla orkusölu úr landi bót.

Því ítreka ég það að hvetja þig til að kanna svörin við þeim spurningum sem ég bendi til þín, áður en þú skrifar meira um þetta málefni. Því miður er enn ein greinin á þessum vettvangi komin frá þér og er það miður.

Það er alveg magnað að menn skuli svo blindir sem greinar þína opinbera og erfitt að sjá hver hvötin er að baki. Þegar einhver ritar hverja greinina á fætur annarri, bæði í fjölmiðlum sem á netmiðlum, um mál sem fjalla um að skerða hér atvinnu, hækka orkuverð, kostar stór auknar virkjanaframkvæmdir og útilokað er að þjóðin muni nokurn tímann samþykkja, fer maður að velta fyrir sér hvern mann slík skrif hafa að geyma.

Í guðanna bænum Ketill, kynntu þér áhrif þessa ævintýris á þúsundir fjölskyldna landsins og heilu sveitarfélögin, áður en þú heldur áfram á þessari braut.

Gunnar Heiðarsson, 4.6.2015 kl. 07:49

7 Smámynd: Ketill Sigurjónsson

Gunnar; ég ítreka það að greinin fjallar um raforkusölu til stóriðju og raforkuverðið þar. En vegna þess sem þú segir um „þúsundir fjölskyldna landsins“ þá ættir þú sjálfur kannski að velta því fyrir þér hvaða áhrif gríðarleg arðsemi ríkisfyrirtækisins Landsvirkjunar af raforkusölu um sæstreng, gæti haft á þær næstum því 80 þúsund fjölskyldur sem búa í landinu og raunar á alla þá 329.100 einstaklinga sem hér búa. Hvaða áhrif hefði það á allt þetta fólk ef Landsvirkjun gæti greitt tugi milljarða í arð og þar með margtugfaldað núverandi arðgreiðslur.

Ketill Sigurjónsson, 4.6.2015 kl. 08:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband