Been there...

Þessi fyrirsögn Moggans af fjöri helgarinnar - "Stunginn í hálsinn með brotinni flösku" - vekur upp ljúfar endurminningar. Munurinn var þó sá að úr mér blæddi lítið. Þ.a. ég lét nægja að trítla niður að sjó og skola sárið. Þremur reölum fátækari en var (sem þá jafngiltu einum dollar). Og svo fara í apótek og fá mér sótthreinsandi og plástur. En óneitanlega var manni nokkuð brugðið. 

Þetta gerðist reyndar ekki um nótt. Heldur kl. 11 á fimmtudagsmorgni. Og það var heldur ekki í miðbæ Reykjavíkur. Heldur á öðrum talsvert suðrænni stað. Sem sjá má hér á myndbandinu (birtist eftir nákvæmlega 32 sekúndur). Og þetta er satt að segja einhver fallegasti staður sem ég hef komið til:


mbl.is Stunginn í hálsinn með brotinni flösku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband