Ætti að fara niður... en fer kannski upp

Undanfarið hefur Orkubloggið ýjað að því að snögg verðlækkun á olíu kunni að vera í spilunum. Kannski.

Cartoon_economic_crisisRökin þar að baki eru einkum þau að nú séu svo miklar uppsafnaðar olíubirgðir til staðar að verðið hljóti að gefa eftir.

En nú hafa skyndilega birst blikur á lofti. Í stað þess að lækka hressilega kann olíuverð þvert á móti að æða upp. Bandaríkjastjórn virðist vera að herða á afstöðu sinni gagnvart kjarnorkuáætlun Írana. Íran er ekki aðeins einn mesti olíuframleiðandi heims, heldur liggur landið að Persaflóa og spenna á svæðinu hefur því áhrif á allan olíuiðnaðinn við Flóann. Og þar með heimsmarkaðsverð á olíu.

Það gæti því verið alröng stefna að taka upp á því núna að sjorta olíu. Þvert á móti eru sumir strax farnir að finna blóðþefinn. Samsæriskenningasmiðirnir eru margir orðnir handvissir um að bandarísk stjórnvöld ætli sér að gefa blessuðum olíufyrirtækjunum ljúfa uppsveiflu á Wall Street. Með því að bregðast harðar við ögrunum Íransforseta og draga sverðin úr slíðrum.

Iran-president-finger-2Vaxandi líkur á átökum við Írani munu samstundis þrýsta olíuverði upp á við. Og um leið myndi eftirspurn væntanlega aukast eftir hlutabréfum í vestrænu olíufyrirtækjunum. Þeir sem nú vilja leggja allt að veði með svo ljómandi glöðu geði, ættu kannski að stökkva í olíusundlaugina. Með þá von í brjósti að eftir örfáa mánuði geti þeir baðað sig í stjarnfræðilegum ágóðanum.

Ef, ef, ef... Er þetta ekki barrasta alveg yndisleg óvissuveröld?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þær reynast heimsbyggðinni dýrkeyptar vitlausu ákvarðanirnar í USA.

Þar liggur rót heimskreppunnar - Lehmannsbanki o.fl. - og núna á að fjármagna stríðsrekstur ( hugsanlegan ) þeirra gegn Íran með gerræðshækkunum á olíu.

það er hinsvegar forvitnilegt að fá að sjá útreikninga á bensínverði hérlendis -

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 04:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband