O tempora o mores!

Alveg er það MAGNA'ð hvernig Orkubloggarinn og aðrir Landar hafa verið blekktir upp úr skónum.

Katar_Olafur_SigurdurÍ einfeldni sinni hefur bloggarinn jafnan brugðist vel við þegar útlit hefur verið um aðkomu erlendra fjárfesta að íslensku atvinnulífi. Ekki síst ef umræddir fjárfestar hafa tengst orku.

Fyrst fagnaði  Orkubloggið því að Katarar væru komnir inn í eigendahóp Kaupþings. Í tengslum við þá frétt birtust víða myndir af Katarprinsinum, sem þar var sagður standa að baki. Hvar hann flaug í lax með Ólafi Ólafssyni, oftast kenndur við Samskip.

Þau alræmdu viðskipti í sumar sem leið (2008) virðast eingöngu hafa verið sýndarviðskipti í þeim tilgangi að halda uppi hlutabréfaverði í bankanum. Og þó svo við höfum í heiðri reglur réttarríkisins og segjum að menn séu sakleysur uns sekt þeirra er sönnuð fyrir dómstólum landsins, þá verður a.m.k. líklega einhver bið á því að gaspeningar frá Katar komi til Íslands. Smá bið. Geisp.

GGE_joyfulUm mitt síðasta ár var svo víða brosað út að eyum þegar Ólafur Jóhann Ólafsson og bandarískir fjárfestar gerðust hluthafar í jarðvarmahlutabréfasjóðnum Geysi Green Energy. Að því er fjölmiðlar sögðu. Nú er Ólafur Jóhann aftur á móti sagður vera búinn að selja sinn hlut í GGE og farinn úr stjórn, en þar var hann orðinn stjórnarformaður.

Orkubloggið hafði einmitt lýst sérstakri ánægju  með að Ólafur Jóhann hefði svo góð viðskiptasambönd vestra, að nú væru bjart framundan hjá GGE. Sic!

Nú bíður Orkubloggið spennt eftir örlögum GGE og hvort kaup kanadíska Magma Energy  á hlut í GGE ganga eftir. Eða eru íslenskar viðskiptafréttir kannski bara í takt við viðskiptalífið sjálft? Tómar blekkingar.

Orkubloggið telur vissara að taka lítið mark á bæði íslenskum fjölmiðlum og íslenskum stjórnmálamönnum.  Samt sperrast eyru bloggarans við nýjustu fréttirnar úr íslenska orkugeiranum, sem nú steypast yfir okkur. Það var að birtast skýrsla unnin á vegum fjármálaráðuneytisins, sem ku segja að orkusalan til stóriðjunnar sé í tómu rugli og arðsemin ömurleg. Við þetta bætast fréttir  um að móðurfyrirtæki íslensku álverksmiðjanna stundi bókhaldsaðferðir sem stórskaði þjóðarbúið.

En við erum samt engu nær. Álfyrirtækin segja fréttirnar tóman misskilning og ekki eiga sér nokkra stoð í raunveruleikanum.

Fridrik_LandsvirkjunOg skýrslan um hroðalega arðsemi af orkusölu Íslendinga til stóriðjunnar virðist samin án þess að bera málið undir Landsvirkjun eða leita upplýsinga frá fyrirtækinu (sem reyndar hefði hvort eð er ekki upplýst um verðið af "samkeppnisástæðum"). M.ö.o. virðist sem skýrsluhöfundar viti ekki af neinni nákvæmni á hvaða verði er verið að selja rafmagnið til stóriðjunnar. Er þá ekki svolítið erfitt að meta arðsemina í raun og veru? Eru þá ekki óvissumörkin heldur hressileg til að draga djúpar ályktanir?

Eitt er víst; íslenskur almenningur mun seint fá að vita sannleikann. Bananalýðveldið Ísland blómstrar sem aldrei fyrr. O tempora o mores!


Bloggfærslur 31. júlí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband