Ný ritstjórnarstefna Orkubloggsins

Orkubloggið höf göngu sína fyrir tæpum tveimur árum. Birtist þá jafnan ein stutt færsla á dag og stundum jafnvel fleiri.

kroflugos_954067.gif

Síðsumars 2008 tók bloggið smá hlé, en eftir að það hóf göngu sína að nýju í september 2008 hafa færslurnar almennt verið nokkuð lengri og ítarlegri en áður var. Þær hafa líklega oftast verið ca. þrjár í viku og þó svo þær hafi því verið stopulli en sumarið 2008, þá er þetta kannski of há tíðni. Margar færslurnar eru all langar og þar sem lesendur Orkubloggsins hafa auðvitað nóg annað við tíma sinn að gera en að lesa blogg, er hugsanlega skynsamlegt að færslurnar verði færri.

Það er sem sagt tilefni til að huga að breytingum. Orkubloggarinn hefur m.a. íhugað láta þetta gott heita af bloggi. En af því Orkubloggarinn hefur sjálfur gaman að þessu smástússi, hefur hann ákveðið að halda áfram en þó koma Orkublogginu í fastari skorður.

Héðan í frá er stefnt að því að einungis ein færsla birtist á Orkublogginu í viku hverri. Og  sunnudagar verða hinn formlegi bloggfærsludagur - a.m.k. til að byrja með.

Sama skipan verður tekin upp á vef Orkubloggsins á Facebook. Þar hefur undanfarið verið sett inn ein eldri færsla á degi hverjum, en héðan í frá verður rifjuð upp ein færsla í viku hverri. Að auki kunna þar að birtast áhugaverðar fréttir úr öðrum fjölmiðlum, enda er Facebook þægilegur vettvangur fyrir slíka notkun.

Næsta færsla hér á Orkublogginu verður sem sagt á sunnudaginn eftir slétta viku. Og svo vonandi ný færsla á hverjum sunnudegi. Sem sagt ALWAYS on Sunday!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

þá verðum við bara að taka því.

Ragnhildur Kolka, 24.1.2010 kl. 08:21

2 identicon

Enn og aftur, góðir pistlar hjá þér og ég mun halda áfram að lesa á Sunnudögum.

Ég horfði á myndbandið  Never on Sunday og hafði gaman af sérstaklega þegar hún tók upp myndina og söng síðan þennan ástaróð til KR ingsins.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 24.1.2010 kl. 09:10

3 identicon

Sæll.

Ég er ánægður með að þú ætlir ekki alveg að hætta að blogga. Þetta blogg þitt er eitt hið besta á Íslandi. Mjög fróðlegir pistlar.

Kveðja,

Páll 

Páll F (IP-tala skráð) 24.1.2010 kl. 09:46

4 identicon

Lýst vel á þetta hjá þér.  Var farinn að standa mig að því að sleppa úr færslum, komst einfaldlega ekki yfir allt frá þér.

Björn Hákonarson (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 10:00

5 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þrátt fyrir magnið, hefur aldrei zkort á með gæðin.

Þakka þér...

Steingrímur Helgason, 26.1.2010 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband