Endurnýjanleg orka blómstrar vestra

Nokkuð óvæntur atburður varð vestur í Washington DC nú í desember sem leið.

US-Renewable-Incentives-Bloomberg_Dec-2015Með lágu olíu- og gasverði þótti mörgum sem ekki væri tilefni til mikillar bjartsýni um vaxandi fjárfestingu í endurnýjanlegri orku þarna vestra. En svo gerðast það nokkuð óvænt nú í árslok, að Bandaríkjaþing samþykkti lög sem tryggja endurnýjanlegri orkuframleiðslu mikinn stuðning og niðurgreiðslur. Í tilviki sólar- og vndorku nær þessi stuðningur til næstu fimm ára. Fyrir vikið ruku hlutabréf í slikum fyrirtækjum upp - og endurnýjanlegi orkugerinn brosti breitt út í bæði.

US-Solar-Incentives-Bloomberg_Dec-2015-1Stærstu sigurvegararnir þarna eru vindorkuiðnaðurinn og sólarorkugeirinn. Í hnotskurn þá tryggir þessi stuðningur bandarískra stjórnvalda það, að á næstu árum verði sett upp um 20 þúsund MW í sólarorku og um 15 þúsund MW í vindorku.

Samanlegt mun þessi fjárfesting nema rúmum 70 milljörðum USD. Þessi fjárhæð skiptist nálgt því til helminga milli sólarorku og vindorku. Sjálfur ríkisstuðningurinn nemur þarna samtals um 25 milljörðum USD!

US-Wind-Incentives-Bloomberg_Dec-2015Þessi merku tíðndi sýna það og sanna að meira að segja repúblíkanarnir þarna vestra er fylgjandi uppbyggingu á endurnýjanlegri orkuframleiðslu. Og þetta minnir okkur líka á það hvernig það að selja græna og stýranlega íslenska raforku á botnverði til stóriðju er stefna sem nú tilheyrir foríðinni. Mikilvægt er að árið 2016 marki þau tímamót að Ísland geti í stórauknum mæli nýtt sér þorsta veraldarinnar eftir meiri endurnýjanlegri orku.

Þar er stærsta tækifærið vafalítið raforkusala um sæstreng. Það gæti ráðist strax á þessu ári hvort sú hugmynd er raunhæf og ábatasöm. Það er því mjög athyglisvert orkuár framundan. Gleðilegt nýtt ár!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband