Lánveitingar Landsbankans til Skansi Offshore?

Havila-Shipping-Share-Price_2014-2015Það liggja fyrir opinberar upplýsingar um lán Íslandsbanka til norska Havila Shipping. Sem rekur mörg þjónustuskip fyrir olíuiðnaðinn og hefur á síðustu dögum rambað á barmi gjaldþrots. Enda er ástandið í þessum bransa í Noregi og um allan heim nú með dapurlegasta móti.

Nýjustu fréttir herma að lánadrottnar Havila hafi nú veitt fyrirtækinu möguleika á andrými fram til 2018. Sem er kannski til marks um hversu fáránlegt það væri ef stjórn Fáfnis Offshore, með eitt starfandi skip og annað í smíðum, myndi klúðra fyrirtækinu í þrot núna. 

Annað svona fyrirtæki er færeyska Skansi Offshore. Samkvæmt ábendingum, sem Orkubloggið hefur fengið, þá á Landsbankinn töluverðra hagsmuna að gæta vegna lánveitinga til Skansi.

Skansi-Offshore-logoUm þetta hefur þó reynst torvelt að fá skýrar upplýsingar. Ef einhverjir lesendur Orkubloggsins vita meira um þessar lánveitingar (eða skuldabréfakaup) Landsbankans vegna Skansi, væri forvitnilegt að fá upplýsingar þar um. Sjá má uppl. um síma og netfang Orkubloggsins hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband