Viltu græða pening?

FlorianBioTÍ skólanum í gær fengum við hreint prýðilegan fyrirlesara; Florian nokkurn Schönharting. Hann er sterkefnaður Dani og með mikla reynslu af fjárfestingum í líftækniiðnaði. Sjaldgæft að hitta svo heilsteyptan mann sem sameinar mikla greind, góðan þokka og fyrirtaks fyrirlestur. Mjög sjaldgæft. En mér kemur þó í hug Þórólfur Árnason, fyrrum forstjóri Tals og borgarstjóri til skamms tíma.

Ástæða þess að ég nefni þetta hér er sú að Florian mælti sérstaklega með tveimur fyrirtækjum sem kynnu að vera dúndrandi kauptækifæri nú. Í ljósi ástandsins heima, er rétt að leyfa fleirum að njóta ráðlegginganna. Og fyrirtækin eru:  

Cypress Bioscience (http://finance.yahoo.com/q?s=CYPB) og Keryx Biopharm (http://finance.yahoo.com/q?s=kerx). Hið síðar nefnda reyndar fjárans penny-stocks. 

Þetta framhjáhald frá Orkublogginu er að sjálfsögðu án allrar ábyrgðar - enda á maður ekki að byggja fjárfestingar sínar á því sem haft er eftir "sérfræðingum". En málið er að á eftir orkugeiranum er líftæknin auðvitað næst mest spennandi!

Myndin hér að ofan er af umræddum Florian Schönharting. Fjárfestingastefna hans minnir um sumt á Pálma Haraldsson. Þ.e. hæfileiki til að finna fyrirtæki sem eru komin í vandræði og flestir eru búnir að gefa upp á bátinn, þó svo þar leynist mikil tækifæri. En sem fyrr segir einbeitir Schönharting sér að líftækninni. Ætli hann sé farinn að skoða Decode?


mbl.is Sveifla á hlutabréfum vestanhafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband