Bölmóður spámaður

Tinni_Dularfulla_Stjarnan

Það er helgarstemning á Orkublogginu. Og gaman að fréttinni í Mogganum, um að Bölmóður spámaður hafi mjög rangt fyrir sér um íslenskt efnahagslíf. Ekki "rangt". Heldur "mjög rangt"!

En hverjum á að trúa í sambandi við ástand íslenskra efnahagsmála? Eitt hefur reynslan kennt mér. Aldrei að taka mark á bölsýnisfólki. Þar að auki hef ég meiri trú á honum Frissa frænda mínum, heldur en þessum Robert Wade. Sem er bara ruglukollur.

Já, Friðrik Már veit hvað hann syngur - enda af góðu fólki kominn! Held hann yrði fínn ráðherra í utanþingsstjórn. Sem væri öruggega besti kosturinn í stöðunni í dag.

Wade er bara enn einn misheppnaður bölsýnismaðurinn. En hinn eini sanni Bölmóður er auðvitað geggjaði heimsendaspámaðurinn í Tinnabókinni yndislegu; Dularfulla stjarnan.

Cern_GianniMotti

Það er reyndar alveg magnað hvað Bölmóðar heimsins geta bullað. Nýjasta bullið sem ég man eftir, tengist hraðlinum sem þeir hjá CERN eru að smíða í Sviss. Prýðilega málsmetandi eðlisfræðingar hafa nefnilega látið í ljós þá skoðun að hraðallinn geti hugsanlega verið stórhættulegur og valdið gjöreyðingu jarðarinnar. Fólk er stundum ekki með öllum mjalla.

Þessa skemmtilegu frétt um hraðalinn og "hugsanleg Ragnarök" af hans völdum, má sjá hér á Moggavefnum. Svona bull hlýtur að koma mönnum í gott skap:

http://mbl.is/mm/frettir/taekni/2008/06/29/ekki_haetta_a_ragnarokum/ 


mbl.is Segja prófessor hafa mjög rangt fyrir sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sæll Ketill,

Mig langar til að spyrja þig um þennan hraðal ef þú veist eitthvað um hann. Er það rétt sem ég hef heyrt að það sé svo gífurleg orka í þessu að það eigi eftir að leysa orkuvanda heimsins? Hefur þú heyrt hvort sé verið að gera svipaðar rannsóknir bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi? Ef svo er, þá væri gaman heyra frá þér um það, þ.e ef þú veist eitthvað um þetta mál.

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband