Icesave

Jon_HelgiJón Helgi Egilsson hefur rétt fyrir sér.

Og Orkubloggið sér Icesave-málið með þessum augum: Eftir hrun bankanna kom í ljós að innistæðutryggingakerfi ESB og EES var þess eðlis að það kom ekki að gagni við svo umfangsmikið fjármálahrun. ESB hafði einfaldlega gleymt að gera ráð fyrir að svona svakalegar fjármálahamfarir gætu átt sér stað í einu landi.

Með Icesave-skuldbindingunni eru íslensk stjórnvöld að gera Íslendinga ábyrga fyrir klaufaskapnum hjá ESB. Það er gjörsamlega útí hött.

Það er algerlega fráleitt að íslensk stjórnvöld velti skuldaábyrgð á íslenskan almenning, vegna skulda sem almenningur ber enga ábyrgð á lögum samkvæmt. Ef bresk og hollensk yfirvöld vilja fá þessa peninga aftur verða þau að eiga það við bankann, aðaleigendur hans og stjórnendur.

Cartoon_IcesaveVilji Bretar og starfsmenn ESB aldrei tala við okkur aftur ef við ekki kyngjum afarkostum þeirra, verður bara að hafa það. Við eigum ekki að samþykkja ofbeldi af þessu tagi.


Bloggfærslur 11. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband