Trilljón dollarar í tankinn

US oil imports_1960-2005

Bandaríkin eru sögð samkeppnishæfasta land í heimi. Gott fyrir þá. En er þetta risi á brauðfótum? Risinn hefur a.m.k. æ meira orðið háður innfluttri olíu.

Það er forvitnilegt að skoða nokkrar tölur og setja þær í samhengi. Bandaríkin þurfa á hverju ári að kaupa og flytja inn olíu fyrir um 500 milljarða dollara. Miðað við að verðið sé "einungis" 100 USD fyrir fatið. Spurningin er hversu illa þetta háa verð kemur við Bandaríkin?

GDP_Energy

Þetta er slatti af pening. Og einnig afar mikið m.v. höfðatölu, eitthvert hæsta hlutfall á Vesturlöndum (þó svo olíuinnflutningur til Íslands sé reyndar sambærilegur m.v. höfðatöluregluna góðu).

Innan Bandaríkjanna vex nú mjög þrýstingur um að breyta skattaumhverfinu til að hvetja enn frekar til fjárfestinga í öðrum orkugjöfum innanlands. Til að þurfa ekki að eyða þessum gífurlegu fjármunum í innflutning á olíu. Þar að auki rennur stór hluti upphæðarinnar beint í vasa Arabíulanda, sem eru ekki endilega sá heimshluti sem er vinsamlegastur Bandaríkjunum.

Skoðum t.d. Abu Dhabi. Sem er stærsti olíuframleiðandi Sameinuðu Arabísku furstadæmanna (sem samtals framleiða um 3 milljónir tunna á dag eða svipað og Noregur). Olíusjóður Abu Dhabi er þokkalega öflugur og mun nú jafngilda um 900 milljörðum dollara; nær tvöfalt meira en aurarnir sem Bandaríkin þurfa til kaupa á olíu erlendis á heilu ári. Já - þetta eru góðir dagar fyrir stærstu olíuútflutningsríkin. Hví erum við eigi hluti af Noregi?

US_oil_gdp_70-07

En þetta er allt afstætt. Miðað við þjóðarframleiðslu og verð á bandaríkjadal er olíuverðið núna vissulega hátt í Bandaríkjunum. En kannski ekki neitt til að örvænta yfir.

Og spárnar eru auðvitað margar og mismunandi. Haldi olíuverðið áfram að hækka fer mörgum Bandaríkjamönnum kannski að verða ansið órótt.


mbl.is Bandaríkin samkeppnishæfust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sælir.

Er það ekki rétt munað að fyrir nokkrum árum var rætt um að stærstu ónýttu olíulindir heims væri að finna norðarlega í Bandaríkjum Ameríku og hluti ástæðunnar fyrir því að þeir nýttu ekki lindirnar væri sá að þær væru á vernduðum svæðum og hins vegar að bandaríkjamenn vildu geyma það að hefja nýtingu þeirra þar sem þeir vildu eiga nægar birgðir þegar olíulindir annarra þjóða færi að þrjóta og vera þá ekki upp á arabaríkin komin. Sömuleiðis safna bandaríkjamenn, þrátt fyrir hátt olíuverð, olíu í varabirgðageymslur sínar sem aldrei fyrr undanfarið og var ekki þingið þeirra nýverið að hækka um milljarð $ framlög á fjárlögum til kaupa á olíu í þessar varabirgðir ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 15.5.2008 kl. 11:27

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kærar þakkir Ketill fyrir þennan athyglisverða bloggpóst

Bandaríkin eru ennþá einn af stærstu olíuframleiðendum í heimi. Ekkert land í heiminum nema Saudi hafa pumpað upp og selt eins mikið af eigin olíu eins og Bandaríkjamenn.

Flestir væru ánægðir með stöðu mála væru þeir í sporum bandaríska hagkerfisins. Þeir eru einna ríkasta þjóð allra "venjulegra" þjóða. Árið 1985 náðu Bandaríkjamenn þeim þjóðartekjum á mann sem þegnar í ESB hafa núna - sem þýðir að ESB er 22 árum á eftir Bandaríkjunum í tekjum á mann, og fer þetta bil vaxandi!

ESB mun sennilega aldrei ná Bandaríkjunum í ríkidæmi því rannsóknir og þróun (R&D) í Bandaríkjunum eru 30 árum á undan ESB. Bestu hausarnir fara alltaf til Bandaríkjanna.

Bandaríkjamenn eru iðnir og vinna vel. Þeir hafa hæstu framleiðni á hvern vinnandi mann í heiminum - og eru hér 18 árum framar ESB, og fer forskort BNA vaxandi.

Núverandi hagvöxtur, á ársgrundvelli, í þeirri "fjármála- og húsnæðiskreppu" sem núna ríkir í Bandaríkjunum er samt, og þrátt fyrir allt, ENNÞÁ hærri en í ESB. Bandaríkin eru ennþá stærsti markaður í heimi, sem er alveg ótrúlegt.

Ég hef engar áhyggjur af Bandaríkjamönnum, þeir bjarga sér örugglega alltaf sjálfir.

Athugið einnig að vesturlandabúar hafa aldrei á undanförnum 4 áratugum verið eins fljótir að vinna fyrir einum lítra af bensíni og núna, nema ef væri á einum vissum tímapunkti á áttunda áratugnum og sem ég man ekki hvað hét.

Vissulega hafa Bandaríkjamenn þurft að bera fullan þunga þeirra olíuverðshækkana sem hafa átt sér stað undanfarna mánuði, því olíuverð er jú í dollurum og hafa Evrópubúar notið verð-verndar hækkandi gengi Evru og lækkandi gengi dollara. En núna er þessari þróun snúið við. Dollarinn er farinn að hækka og Eruo er farinn að lækka, og sú þróun er að öllum líkindum komin til að vera, mörg næstu árin. Og "gvöð" hjálpi þá olíuneytenum í ESB.

BNA risi á brauðfótum ??? Nei það eru þeir alveg örugglega ekki.

Bestu kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 15.5.2008 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband