Skelkaðir Danir

Jardskjalfti

Það eina sem hægt er að pára um í kvöld er auðvitað jarðskjálftinn. Alltaf sérkennilegt þegar maður er minntur á ofurstyrk náttúraflanna á Landinu Bláa.

Hér í Danmörku var skjálftinn vart yfirstaðinn heima þegar fréttin var komin í fjölmiðlana hér og danskir kunningjar fóru að hafa samband. Forvitnir að heyra hvort maður ætti enn þak yfir höfuðið heima á Íslandi. Dönum finnst alveg ægilega svakaleg þessi voðalegu náttúruöfl á Íslandi.

En þetta er svo sannarlega ekkert gamanmál. Minnist þeirra jarðskjálfta sem ég hef upplifað á Íslandi. Hvernig maður finnur algeran vanmátt sinn. Mjög sérkennileg og óþægileg tilfinning.  

En Hrafninn var flottur:

 


mbl.is Afar öflugur jarðskjálfti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: HP Foss

Flottur og hreinskilinn Hrafninn.

Maður á að vera hræddur við jarðskjálfta, alger óþarfi að þykjast hetja í slíkum tilfellum, eins og maður varð aðeins var við í gær.

Kveðja - Helgi Páls

HP Foss, 30.5.2008 kl. 10:46

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Er að vinna með danskri konu sem upplifði sinn fyrsta skjálfta í gær

Hólmdís Hjartardóttir, 30.5.2008 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband