Verðbólgumarkmiðið er 2,5%

Bara svona rétt til að minna á þetta smáræði. Verðbólgan á Klakanum góða ku nú vera 13,6%. Verðbólgumarkmið Seðlabankans er sagt vera 2,5 %. Það er nefnilega það.

Geir+Ingibjorg

Annars er hálf óhugnarlegt að fylgjast með umræðu um efnahagsmál á Íslandi þessa dagana. Það er eins og enginn hafi minnstu hugmynd um hvernig bregðast eigi við tvíhöfðanum, sem nú herjar á landið. Gengislækkun, sem myndi líklega leysa úr læðingi nýja "franska byltingu" í Evrópu. Og verðbólgu, sem er gjörsamlega úr takti við öll önnur ríki innan EB og EES.

En maður er nú einu sinni Íslendingur og kippir sér þar af leiðandi ekki upp við svona smáræði. Enda alinn upp á hinum ljúfu verðbólgutímum. Þegar maður "græddi" fullt af pening með því að kaupa sér plötuspilara rétt fyrir gengisfellingu. Þá var nú aldeilis gaman að lifa.

Svona var það, svona er það og svona verður það. And I dont wanna change a thing!  F... off Europe. Ísland er auðvitað laaaangbest. Sama hvað hver segir. Þetta er fullkomið líf!

 

 

Ég á reyndar svona jakka, eins og Friðrik Ómar er í. Nema hvað minn er jafnvel enn flottari - því hann er bleikur. Frá hinum gömlu góðu dögum þegar maður las lögfræði í Bretaveldi í upphafi 10. áratugarins.

Iceland_melting

Held að ég hafi keypt jakkann þann með góðri aðstoð Ásgeirs nokkurs Einarssonar. Sem nú er helsti varðhundur samkeppninnar á Íslandi (aðstoðarforstjóri Samkeppniseftirlitsins). Og svo var farið á dansleik í Camden. Þetta voru skemmtilegir tímar. Verst hvað bresku stelpurnar voru herfilega ófríðar. Ætti kannski að dusta rykið af þeim bleika og máta hann, nú fyrir helgina. Og skreppa á diskó. Meðan "Róm brennur". Eða bráðnar.


mbl.is Verðbólgan mælist nú 13,6%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég held, Ketill, að margir séu búnir að fá alveg nóg, en almenningur hefur ósköp fá vopn á hendi.  Kosningar eru ekki fyrr en eftir tæp 3 ár og lítið stoðar að mótmæla skuldatryggingarálaginu, sem í reynd er að halda þjóðinni í heljargreipum (a.m.k. sem afsökun fyrir lækkandi krónu og aðgerðarleysi Seðlabankans/ríkisstjórnar).  Af hverju hefur ríkisstjórnin ekki haft efnahagsráðgjafa fyrr en nýlega?  Af hverju fara pólitíkusar á eftirlaun í Seðlabankann?  Hvernig datt mönnum í huga að hægt væri að láta krónuna fljóta án stuðnings frá stærri mynt?

Marinó G. Njálsson, 25.7.2008 kl. 20:34

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hann er að reynast landanum ansi dýr þessi koss á efstu myndinni. Á hvaða rósrauða skýi svífur þetta fólk eiginleg, eftir þetta kossaflans á Þingvöllum? Hvarflar að manni að bæði hafi atað varir sínar göróttri ólyfjan sem slæft hefur dómgreind beggja með einhverjum hætti.

Halldór Egill Guðnason, 27.7.2008 kl. 02:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband