"I remember when rock was young"!

Fyrir nokkrum mánuðum var fullyrt við mig að saga Glitnis yrði sinn öll. Og jafnvel Kaupþings líka! Ég var nú eitthvað tortrygginn á það. En óneitanlega verður maður svolítið hugsi yfir fréttum næturinnar, um neyðarfundarhöld stjórnenda.

Geir_David

Annars hlýtur þetta að teljast fín auglýsing fyrir Subaru. Ekki alls staðar sem forsætisráðherra og Seðlabankastjóri rúnta um á Subaru. Ef mér skjátlast ekki um lógóið framan á þessum kolsvarta sjálfrennungi. Finnst samt að þeir hefðu frekar átt að vera á Hummer.

Og af því nú er talað um bankakreppu rifjast upp byrjunin að ævintýrinu. Þegar bankarnir voru seldir. Sem þá hétu Landsbankinn og Búnaðarbankinn. Þá var Davíð forsætisráðherra. Og ýmist talað um "dreifða eignaraðild" eða "kjölfestufjárfesta".

Af einhverjum ástæðum eru þeir Geir og Davíð ekki alveg jafn kátir á svip eins og þeir Finnur og Olafur voru hér í Den. Þegar Finnur viðskiptaráðherra var nýbúinn að selja Ólafi og félögum Búnaðarbankann.

finnurolafur

Sú sala reyndist mikið gæfuspor. A.m.k. endaði þetta allt saman með því að Finnur varð sterkefnaður eftir að hafa eignast hlut Landsbankans i VÍS og keypti síðar Flugleiði. Sem þá var reyndar búið að nefna Icelandair. Og seldi svo aftur og græddi enn meiri pening. Og Elton John glamraði á píanóið í fimmtugsafmæli Ólafs. Örugglega mikið stuð þar.

Já - þetta voru flottir gæjar. Því miður veit ég ekki hvaða tegund af bíl það var, sem þeir Ólafur og Finnur brunuðu burt í. Svona kátir - og líklega með Elton John í spilaranum. Alltaf gaman á rúntinum.

--------------------------------------------------- 

I remember when rock was young 
Me and Suzie had so much fun 

But the years went by and the rock just died 
Suzie went and left us for some foreign guy 
Long nights crying by the record machine 
dreaming of my Chevy and my old blue jeans 
But they'll never kill the thrills we've got 
burning up to the Crocodile Rock 
Learning fast as the weeks went past 
we really thought the Crocodile Rock would last 

 


mbl.is Ráðamenn funduðu fram á nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ketill Sigurjónsson

Ja herna. Færslan var nefnilega skrifuð áður en ég heyrði fréttirnar af yfirtöku ríkisins á Glitni. Íslandsbanka. Útvegsbankanum. Iðnaðarbankanum. Verslunarbankanum. Alþýðubankanum.

Ketill Sigurjónsson, 29.9.2008 kl. 10:10

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

forspár ertu :)

Óskar Þorkelsson, 29.9.2008 kl. 12:27

3 Smámynd: Hagbarður

Skemmtileg samlíking hjá þér. Ég held að þetta sé bara rétt að byrja og í framhaldinu verði völdunum "endurúthlutað". Jú þau lentu víst óvart hjá "götustrákunum" við síðustu einkavæðingu bankanna.

Hagbarður, 29.9.2008 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband