Safe bet hjá Buffet?

Alltaf er blessaður ljúflingurinn Buffet samur við sig. Skellir sér í hefðbundna orkugeirann - gas og kol. Ekkert sólarorkuvesen á honum. Ekki verið að taka mikla áhættu.

ChartPic_000265

Og þó. Hlutabréfaviðskiptum fylgir auðvitað alltaf áhætta. Fyrirtækið NRG Energy hefur t.d. lækkað um 20% á stuttum tíma. Við vitum ekki nákvæmlega hvenær Buffet keypti bréfin í NRG. Þ.a. kannski er strax komið tap á bakið. Það væri nú gott fyrir egó Orkubloggsins að hafa á stuttum tíma bæði slegið út Pickens og Buffet. Keep on dreaming.

Auðvitað alls ekki rétt af Orkublogginu að segja að Buffet sé bara i hefðbundna orkugeiranum. Hann hefur t.d. fjárfest í vindorku. Talsvert. Og Buffet er líklega stærsti hluthafinn í Mid American Energy Holdings. Sem er með 20 þúsund MW framleiðslugetu og m.a. með jarðhita í portfólíóinu sínu. Auðitað er Buffet líka í endurnyjanlegri orku!

Rætur Mid American liggja reyndar mjög í jarðhita. Því upphaf fyrirtækisins má rekja til stofnunar CalEnergy árið 1971. Sem var ráðgjafarfyrirtæki um jarðhitavirkjanir. Í dag er framleiðslugeta CalEnergy í Bandaríkjunum og á Filippseyjum yfir 1.300 MW. Ætli við getum ekki barrrasta næstum því kallað Buffet Íslands-vin? A.m.k. ef Geysir Green býður honum heim í kaffi. Ólafur Jóhann ætti að geta bjallað í þann gamla.

warren buffett_3

En út af þessari frétt Moggans um aðkomu Buffet's að NRG. Það ekki glæný frétt að Buffet horfi til orkufyrirtækja með starfsemi í Texas. Hann stóð t.d. í svoleiðis stússi þar í fyrra. Og þá vakti það talsverða athygli hversu mörg þekkt nöfn tóku upp á því að feta í fótspor verndara Orkubloggsins; Boone Pickens. Og hófu að setja pening í orkufyrirtæki. Ekki síst í Texas og víðar í suðvesturríkjunum. Auk Buffet's má t.d. nefna Bill Gates. Fjárfestingasjóðurinn hans hefur t.d. unnið með orkufyrirtækinu RNM Resources. Sem er með höfuðstöðvar í Nýju-Mexíkó og selur mikið af orku til Texas. Bæði rafmagn og gas.

Og í lokin er rétt að benda á að þó svo Mogginn kalli NRG Energy "orkuheildsala" væri nær að tala einfaldlega um orkufyrirtæki. Þeir hjá NRG eru bæði stórir í orkuframleiðslu og orkudreifingu. Framleiða t.d. meira en 10 þúsund MW bara í Texas. Og samtals um 24 þúsund MW alls. Það er óneitanlega aðeins meira en Landsvirkjun.

Hér spjallar Buffet um orkumálin; olíu, vind og "sticking straws in the ground." Örugglega góður afi þarna á ferð:

 


mbl.is Warren Buffet fjárfestir í orku og samgöngum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband