Vor í Danaveldi

Hér í Danmörku er mikið umrót á fjölmiðlamarkaðnum. Minni dagblaðalestur knýr gömlu blöðin til margs konar breytinga og finna hvað það er sem lesendur hafa mestan áhuga á. Meðal þess sem æ meira sést er umfjöllun um loftslagsmál. Enda er það svo að á næsta ári (2009) fer fram hér í Köben afar stór og mikilvæg ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar: www.cop15.dk/en

VestasWT

Ráðstefnunni er ætlað að samþykkja ný alþjóðlegt markmið um takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda eftir 2012 (þegar Kyoto-tímabilinu lýkur). Þess er vænst að lönd eins og t.d. Kína og Indland verði meðal þeirra sem samþykkja ný bindandi markmið, en fram til þessa hafa það einungis verið hin hefðbundnu þróuðu ríki sem skuldbindingar hafa hvílt á. Danir eru afskaplega spenntir fyrir ráðstefnuninni, enda hafa augu heimsins nú beinst að Köben. Vindtúrbínu-fyrirtækið Vestas hefur notið góðs af athyglinni, en það er í dag þekktasta fyrirtæki Danmerkur á sviði endurnýjanlegrar orku. Einnig má nefna danska fyrirtækið Arcon, sem er framarlega í sólarorkuiðnaðinum.

Nokkuð er síðan dagblaðið Börsen byrjaði með vikulegan kálf um loftslagsmálefni. Og i gær kynnti yfirritstjóri Berlingske Tidende nýjan vef þess prýðilega fjölmiðils um loftslagsmál: www.berlingske.dk/section/klima/

Þetta er hið besta mál. En mér þykir samt stundum heldur mikill heimsenda- eða svartsýnistónn í skrifum þessara ágætu dagblaða um umrædd málefni.


mbl.is Nýr ritstjóri Jyllands-Posten
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband