Ný heimsmynd

Bandaríkin standa frammi fyrir miklum vanda. Bush hefur sjálfur orðað þetta vel: "We are addicted to oil". Í forsetatíð hans hafa olíufyrirtækin notið mikils velvilja. Á meðan hafa fyrirtæki í óhefðbundnari orku þurft að sætta sig við mjög óreglulegan lagaramma, sem hefur spornað gegn fjárfestingum í t.d. sólarorkuverum.

Svæðið allt frá Texas og vestur eftir til Kaliforníu hentar mjög vel fyrir stór sólarorkuver. Því væri lógískt að sólarorkufyrirtæki í Bandaríkjunum byggju við hagstætt skattaumhverfi, til að hvetja til fjárfestinga í greininni. En repúblíkanar hafa staðið gegn því og einblínt á að styrkja olíuiðnaðinn.

Orkubloggið hefur all oft bent á gagnrýni Boone Pickens á bandarísk stjórnvöld. Þessi gamli olíurefur og gallharði repúblíkani hefur verið óþreytandi að benda á nauðsyn þess að Bandaríkin fjárfesti í vind- og sólarorku. Og stórefli kjarnorkuiðnaðinn.

Hirsch

Annar náungi (að vísu ekki jafn skemmtilega litríkur karakter og Pickens) talar á svipuðum nótum. Sá er Bob Hirsch, sem hefur verið álitsgjafi fyrir bandarísk stjórnvöld í orkumálum og stýrði m.a. umtalaðri skýrslu um þessi mál. Skýrslan sú var birt 2005 og kallast Hirsch-report. Það er ekki gæfuleg lesning fyrir Ameríku.

Og Robert Hirsch hefur jafnvel orðið enn svartsýnni á allra síðustu misserum. Nú er hann farinn að spá því að olíutunnan geti farið í 500 USD innan 3-5 ára. Það ótrúlega er að Hirsch verður vart flokkaður meðal hefðbundinna dómsdagsspámanna. Hann er maður með talsvert mikla vigt og þekkingu á málinu. Og setur sjónarmið sín fram með skýrum og einföldum hætti. Hér er eitt af viðtölunum við Hirsch:

 

Ekki er þar með sagt að Orkubloggið sé að öllu leyti sammála Bob Hirsch. En hann er góður "talsmaður" fyrir þá sem telja olíu-futures góða fjárfestingu.

Og hér er annað nýlegt viðtal við Hirsch. Hvar hann bendir m.a. á að það taki einn til tvo áratugi að finna lausnir á vandanum og það verði að bregðast við strax. Takið eftir lokaorðunum hjá Hirsch, þegar fréttakonan sáir fræum efa um að Hirsch hafi rétt fyrir sér:

 

Hér má sjá samantekt eða útdrátt úr skýrslu Hirsch's og félaga, sem unnin var fyrir bandaríska orkumálaráðuneytið:

http://www.acus.org/docs/051007-Hirsch_World_Oil_Production.pdf 

 


mbl.is Obama vill aukaskatt á olíufélög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband