Obama er Íslandsvinur

Eftirfarandi er yfirlit um stefnu forsetaframbjóðendanna í Bandaríkjunum m.t.t. endurnýjanlegrar orku. Við hljótum að halda með Obama:

hillary-clintonbarack-obamajohn-mccain

 

 

 

 

 

 

Hillary Clinton: Markmiðið að árið 2025 verði 25% af rafmagnsframleiðslu í Bandaríkjunum frá endurnýjanlegum auðlindum. Leggur til að komið verði á 50 milljarða dollara sjóði sem á 10 ára tímabili verði nýttur til að fjárfesta í fyrirtækjum sem framleiða endurnýjanlega orku.

Barack Obama: Sams konar markmið og Clinton, en nefnir sérstaklega sólarorku, vindorku og jarðvarma (strax orðinn "Íslandsvinur"?). Vill að a.m.k. 30% af allri rafmagnsnotkun alríkisstofnana komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum árið 2020. Vill stofna 150 milljarða dollara sjóð sem í 10 ár styðji rannsóknir og þróun á endurnýjanlegum orkugjöfum.

John McCain mun ekki hafa sett fram nein ákveðin markmið, en segist styðja endurnýjanlega orkugjafa.

Sjá: 

www.hillaryclinton.com/issues/energy/

www.barackobama.com/issues/energy/ 

www.johnmccain.com/Informing/News/Speeches/13bc1d97-4ca5-49dd-9805-1297872571ed.htm 


mbl.is Clinton dregur í land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband