Barack og bráðnuðu leiðtogarnir

Krónan er að bráðna. Og Langjökull er líka að bráðna. Segja sumir.

hannes_holmsteinn

Það er a.m.k. staðreynd að frá iðnbyltingunni hefur meðalhiti farið vaxandi víða um heim. Er mér sagt af vísu fólki, sem ég treysti fyllilega. Þanni að ég trúi því. Fremur en þeim Hannesi Hólmsteini og Agli Helgasyni, sem eru óþreytandi við að gera grín að græningjum og hæðast að Al Gore. Finnst þeir Hannes og Egill reyndar vera svolítið sérkennileg samsetning á skoðanapari um lofslagsmál. En líklega nær bræðralag þeirra ekki mikið lengra en það.

Sjálfur er ég ekki sannfærður um að hlýnunin stafi fyrst og fremst af bruna jarðefnaeldsneytis. Það er samt óneitanlega nokkuð lógískt. Gæti samt verið út af einhverju allt öðru. En það skiptir kannski ekki öllu máli hver orsökin er. Auðvitað er eina vitið að hverfa frá þeirri orkunýtingu, sem skapar mikla mengun og gerir Vesturlönd háð einræðis-olíuríkjum. Og það er bæði Bandaríkjunum og Evrópu fyrir bestu að finna hagkvæmar aðferðir til að nýta sína eigin orkugjafa. Hvort sem það er sól, vindur, jarðhiti eða annað. 

Nú er mikið talað um það westur í US, að þjóðina hungri í alvöru leiðtoga. Sem geti hjálpað Bandaríkjamönnum að endurheimta sjálfstraust sitt. Gefi þeim eitthvað að trúa á. Endurheimti fullvissuna um að Bandarikin standi fremst.

Obama_Time

Sumir vona að þessi endurreisn bandaríska sjálsöryggisins muni geta náðst ef nýr forseti og þingið nái að snúa bökum saman og gera Bandaríkin að leiðandi riki í endurnýjanlegri orku. Að Bandaríkin, enn á ný, nái að beina heiminum inn á góðar brautir með sinum frumkvöðlakrafti og yfirburðar tækniþekkingu. Og ég held að þeir séu fleiri sem sjá Obama í þessu hlutverki, fremur en McCain.

En hvað með Ísland? Er íslenska þjóðin með sannan leiðtoga? Eða vantar okkur líka einn slíkan? Sem gæti tekið af skarið og t.d. mótað raunhæfa, skynsama og heildstæða orkustefnu. Sem kæmi í staðinn fyrir þetta gamalkunna slökkvistarf og álversbútasaum.

Læt hér fylgja myndband, þar sem nokkrir kostir Obama eru raktir í söng. Kannski þyrfti Geir Haarde að fá eitthvað svona, til að vakna betur:

 


mbl.is Langjökull horfinn eftir öld?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Eitt helsta vandamál með svok. leiðtoga í dag er að ímynd þeirra hefur verið sköpuð af stýrðum ruslveitum og þeir þannig í raun seldir á svipaðan hátt og verslunarvarningur. Að sjálfsögðu er allt fínt og flott í auglýsingum og líka ónýtt og svikið drasl. Það er náttúrlega ekki von á góðu þegar stýrður auglýsingaruslpóstur selur sérpikkaða einhverfa skissófrena (möo sjálfvirkar lygamaskínur) í hrönnum, eins og hefur verið alveg sérstaklega áberandi í BNA, Bretlandi og ýmsum þekktum leppríkjum þeirra. Fólk almennt sér orðið í gegnum allan þennan leikaraskap enda hætt að taka teljandi mark á ruslveitunum.

Baldur Fjölnisson, 7.8.2008 kl. 09:00

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

 "Það er a.m.k. staðreynd að frá iðnbyltingunni hefur meðalhiti farið vaxandi víða um heim. Er mér sagt af vísu fólki, sem ég treysti fyllilega. Þanni að ég trúi því. Fremur en þeim Hannesi Hólmsteini og Agli Helgasyni"..

Þetta eru nú bara rangt hjá þér, hvorugur þeirra afneitar að það hafi hlýnað. Hefurðu ekkert lesið það sem Hannes hefur skrifað um þessa hluti? Stjórnast ´þessi skrif þín af andúð á persónunum?

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.8.2008 kl. 13:02

3 Smámynd: Ketill Sigurjónsson

Ég er reyndar mikill aðdáandi Egils og Silfursins. Var hálf miður mín i vetur að vera i utlöndum og missa af Silfrinu og Kiljunni.

Telst aftur á móti líklega seint aðdáandi Hannesar. En hef engu að síður gaman af að stelast til að lesa bloggið hans. Hann skrifar oft um afskaplega áhugaverða og fróðlega hluti og er lipur penni. Finnst mér. Hef reyndar oftast gaman af fólki, sem er með svolítið extreme skoðanir og ekki bara í einhverri endalausri miðjufroðu.

Held að það hljóti að teljast misskilningur eða útúrsnúningur, að í færslunni hér að ofan, hafi ég sagt að þeir afneiti hlýnun. Það sem ég sagði er að þeir séu báðir "óþreytandi við að gera grín að græningjum og hæðast að Al Gore".

Auðvitað er tvískinnungur í því hjá Gore að hvetja til meiri umhverfisverndar og svo fljúga sjálfur um heiminn í einkaþotu. Eins og sumir segja að hann geri.

En ég held að það sé gott að einhverjir skuli nenna að berjast fyrir bættu umhverfi og minni mengun - hvort sem það er Gore eða aðrir. Og þykir heldur ómerkilegt af þeim Agli oh Hannesi að hæðast að slíku.

Ketill Sigurjónsson, 7.8.2008 kl. 13:42

4 Smámynd: Ketill Sigurjónsson

Leyfi mér að peista hér inn þessa athugasemd, sem birtist á Eyjunni í dag. Og var gerð í tengslum við skrif Egils Helgasonar um gróðurhúsaáhrif. Ég held reyndar að ég falli stundum sjálfur í þessa Galileo-gildru, sem þarna er skemmtilega lýst,:

---------------------

Magnús K. Magnússon

7. ágúst, 2008 kl. 10.51

Vísindaólæsi fréttamanna, blaðamanna, og hinna ýmissu skríbenta er stórt vandamál. Egill fellur svo sannarlega í þennan hóp. Hann virðist aldeilis ófær um að skilja vísindi, vísindalegar framfarir, vísindalega þekkingu og vísindalegar ályktanir. Hann virðist vera á þessu sviði alger skoðanabróðir ultra-postmodernista þar sem öll þekking er afstæð, með því að að vera sniðugur í “orðræðu” getir þú snúið hlutunum á hvolf. Með þvi að vera á móti meirihlutanum þá hljótir þú að vera svolítið gáfaður - og Galileo sannaði það svo sannarlega (eru það ekki réttu rökin í þessari “orðræðulist”)!!

Hann virðist stæra sig af því að leita ALDREI til þeirra sem þekkja til mála á þessu sviði.

Hann leggur sig fram um palladóma.

Hann þykist vera gáfaður eða vel lesinn með því að vitna í aldeilis ómerkileg skrif svipað eins og hann gerir hér að ofan þegar hann vitnar í John Brignell (NumberWatch.co.uk).

Hann stjórnar einum vinsælasta umræðuþætti í sjónvarpi og leggur sig fram um að bjóða til umræðu fólk sem hefur sömu jaðarskoðanir og hann sjálfur en forðast eins og heitan eld að fá til sín vísindamenn á sviði loftlagsmála til að ræða þetta.

Egill væri maður að meiri ef hann myndi í krafti sinnar stöðu sem fjölmiðlamaður koma af stað MÁLEFNALEGRI umræðu um þetta risastóra mál í stað þess að vera eins smákrakki sem snýr út úr og segir bara aðþvíbara.....

Ketill Sigurjónsson, 7.8.2008 kl. 16:18

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mér hefur nú oft virst sem vísindamenn og aðrir þeir sem aðhyllast þá kenningu að hlýnun jarðar sé alfarið gróðurhúsalofttegundum (manninum) að kenna, verði bálreiðir ef kenningin er dregin í efa. Ef spurt er óþægilegra spurninga um staðreyndir sem erfitt er að neita, þá eru menn kallaðir "afneitunarsinnar". Sjálfur þekki ég enga afneitunarsinna, en ég þekki þó nokkra efasemdarmenn´.

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.8.2008 kl. 17:09

6 Smámynd: Baldvin Kristjánsson

Ekki hefur mér fundist vísindamenn, þeir sem ég hef rætt við eða lesið skrif eftir, reiðast einum eða neinum - nema etv þeim sem dragi í efa heilindi þeirra sem vísindamanna.

Hélt að vísindamenn leggðu sig einfaldlega eftir rannsóknum en ekki pólitískum niðurstöuðum.

Játa það auðfúslega að hafa ekki rætt við alla vísindamenn og get því etv ekki sagt "oft" eins og Gunnar Th. heldur fyrst og fremst þá jöklafræðinga og veðurfræðinga sem ég hef kynnst í mínu starfi í gegnum tíðina.

með kveðju frá Grænlandi

Baldvin Kristjánsson, 7.8.2008 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband