Self made man

BthorÞað sem er kúl við árangur Björgólfs Thors er að hann er self made. Fáir sem geta leikið eftir ævintýrið í Skt. Pétursborg og uppganginn hjá Pharmaco og Actavis.

Eina kuskið er salan á Landsbankanum - maður hefur alltaf á tilfinningunni að þeir Samsonmenn hafi fengið bankann á slikk.

En Íslendingurinn í manni samgleðst yfir árangri Bjögga. Ég man þegar ég bjó í London fyrir um 15 árum Þá fannst manni skrítið að sjá alla Arabana sem rúntuðu um Chelsea-hverfið á gullslegnum Kádiljákum og virtust eiga allt sem máli skipti í borginni. Maður fann olíuþefinn langar leiðir. Þetta hefur breyst; nú eru Rússarnir líklega mest áberandi. Og hvaðan kemur auður þeirra? Að sjálfsögðu hvað mest frá rússneska orkuiðnaðinum.

nonni

En talandi um breytingar. Ég man eftir sæluspenningar-hrollinum sem hríslaðist um mann þegar pabbi las fyrir mig ævintýri Nonna á Skipalóni og um bardagann við ísbirnina. Nýlega var ég að lesa sömu bók fyrir snáðann minn. Jú - honum þótti þetta rosa spennandi. En var samt dálítið forviða yfir grimmdinni að drepa ísbirnina.

Smá nútímafirring sem barnið hefur orðið fyrir, býst ég við. 

Reyndar á maður auðvitað ekki að tala um ísbirni. Hvítabirnir er miklu flottara orð!


mbl.is Björgólfur Thor á lista yfir þá ríkustu í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Umhugsunarvert með ísbirnina.  Aldrei vorkenndi ég þeim þegar ég var lítill...en núna...firrtur orðinn...?! kv. B

Baldur Kristjánsson, 27.4.2008 kl. 12:26

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Self made ? Ég minnist heimasíðu verkfræðings að nafni Ingimars sem lýsti því í smáatriðum hvernig hann kom fótunum undir þá feðga í Rússlandi. Þarna voru dagsetningar samninga og viðræðna við valdamenn í austri. Verkfræðingurinn veiktist og hélt því fram að þeir hefðu hrifsað allt af honum. N'u hefur svo sem engin rannsókn farið fram á þessum skrifum Ingimars eða fengin fram sönnun á einn veg eða annan. Síðunni var lokað á sinum tíma og skömmu síðar bárust um það fréttir að verkfræðingurinn hefði keypt flugfélag úti í heimi.

Gaman væri ef einhver hefði upplýsingar um þetta mál fyrir fróðleiksþyrsta bloggara.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 27.4.2008 kl. 12:36

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Er ekki ráð að láta sögu kjötsins frá vöggu til hamborgara fylgja hverjum hleif?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.4.2008 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband