Sólsetur á Vesturlöndum enn á ný?

Orkubloggið hóf göngu sína snemma árs 2008.

Þá voru miklir uppgangstímar í endurnýjanlegri orku. Svo um haustið kom efnahagsskellurinn í Bandaríkjunum; olíuverð snarféll og dró allan græna orkugeirann með sér í svaðið. Svo varð Obama forseti í Bandaríkjunum, bandarísk stjórnvöld hófu að dæla peningum í endurnýjanlega orku og á sama tíma byrjuðu hlutabréfamarkaðir að rétta úr sér.

Solar-stocks-Sept-30-2011

Nú virðist aftur á móti sem allt sé aftur að fara niður á við. Spár um double-dip kreppu gætu gengið eftir. Vantrú á efnahagslífinu er byrjuð að valda verðfalli á olíu og um leið fær endurnýjanlegi orkugeirinn högg. Við þetta bætast svo raðgjaldþrot í bandaríska sólarorkuiðnaðinum - og sólarorkufyrirtæki í Evrópu eiga líka sum í verulegum vandræðum. Kínversk sólarsellufyrirtæki hafa síðustu misserin og árin undirboðið vestrænu fyrirtækin all svakalega og svo virðist sem kínverski sólarselluiðnaðurinn sé hreinlega að gleypa heimsmarkaðinn.

Sem dæmi um nýleg gjaldþrot má nefna hrun Solyndra og Sterling Energy Systems vestra. Meira að segja norska spútnikfyrirtækið REC virðist í vandræðum. Og það er ekki nóg með að þetta þýði skell á verðbréfamörkuðum. Sjálft Hvíta húsið nötrar nú vegna gagnrýni á framkvæmd orkustefnu Obama-stjórnarinnar. Mörg sólarorkufyrirtæki og önnur fyrirtæki í endurnýjanlega orkugeiranum nýttu sér ríflegar skuldatryggingar í boði stjórnvalda. Og náðu þannig að fjármagna verkefni sem annars hefðu orðið ansið þung. Gjaldþorot Solyndra gæti þýtt að um 530 milljóna USD ábyrgð falli á bandaríska ríkið. Ef þetta er bara toppurinn á ísjakanum - eða upphafið að dómínófalli í græna orkugeiranum - er mikil dramatík framundan.

Stirling-Energy-Suncatcher

Það er svolítið sérstakt að ríkisafskipti af orkugeiranum eru óvíða meiri en í vöggu einkaframtaksins; Bandaríkjunum. Og þarna kunna menn að hafa farið full geyst. Sjálfur hefur Orkubloggarinn hér á blogginu ítrekað minnst á þann möguleika að hrunið sem varð í bandarískra orkugeiranum upp úr 1980 geti endurtekið sig. Þá var opinberu fé einmitt líka dælt í sólarorkutækni og margs konar önnur frumkvöðlaverkefni í orkumálum. Sólarsellur voru settar á Hvíta húsið, risastór speglasólarorkuver voru reist með aðstoð hins opinbera útí Mojave-eyðimörkinni og nú skyldu Bandaríkin hrista af sér fíkn sína í innflutta olíu. Þetta fór allt um koll um leið og þrengdi að í efnahagslífinu og olíuverð lækkaði.

SOLAR-1-articleLarge

Það er þetta stef sem virðist vera að endurtaka sig nú þremur áratugum síðar. Enda virðast menn aldrei geta lært af fyrri mistökum. Spurningin er bara hversu fallið verður mikið í þetta sinn? Eitt er þó nokkuð víst. Græni orkugeirinn mun rísa upp á ný - og verða blómlegri sem aldrei fyrr. Þar til bólan springur aftur. Það eru einmitt þessar miklu sveiflur í endurnýjanlega orkugeiranum sem gera hann alveg sérstaklega spennandi og skemmtilegan viðfangs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ketill Sigurjónsson

Hér á Norðurlöndunum má einnig benda á niðursveifluna hjá danska vindrafstöðva-framleiðandanum Vestas. Þar var gengi hlutabréfann á tímabili um 700 DKK. En er nú komið undir 100 DKK. Og markaðsverðmæti félagsins nú lægra en sem nemur eigin fé fyrirtækisins.

http://borsen.dk/nyheder/investor/artikel/1/216484/boersvaerdi_lavere_end_egenkapitalen_i_vestas.html

Stutt er síðan flestir greiningaraðilar flokkuðu Vestas sem sprotafyrirtæki með gríðarmikla vaxtarmöguleika. Nú er aftur á móti orðið áberandi að fyrirtækinu sé lýst sem hverju öðru iðnfyrirtæki, sem hafi afar takmörkuð tækifæri til frekari vaxtar. Þar kemur líka til sú skoðun að vestrænu vindorkufyrirtækin muni verða undir í samkeppni við kínverska vindrafstöðva-framleiðendur. Því muni vöxtur í vindorku skila Vestas og öðrum vestrænum framleiðendum litlu. Ljótt ef satt reynist.

Ketill Sigurjónsson, 3.10.2011 kl. 10:28

2 identicon

Sæll og þakka en á aftur fyrir góða pistla.

Afdrif framleiðslu á sólarrafhlöðum kom mér á óvart. Ég átti von á því að á þessu væri gild skýring. Samkvæmt þessari frétt hér:

Þá er ástæðan skortur á samkeppnishæfni við Kína. Framleiðendur á vesturlöndum geta ekki keppt í verðum við Kína. Þannig það eru stórar líkur á því að það sé ljótt.

En kannski er þá peningurinn í öðrum hlutum virðiskeðjunar. Eitt er að kaupa hlutinn og annað að setja hlutinn upp og reka hann. Það getur ekki talist neikvætt ef verð á umhverfisvænnum framleiðslu einingum lækkar. Þá merkir það að fleiri geti farið í fjárfestingar á slíkum tækjum og búið til grundvöll á nýrri þjónustugrein.

Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 12:29

3 identicon

http://www.euractiv.com/climate-environment/low-cost-imports-china-fuel-boom-solar-panels-news-508087

Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 4.10.2011 kl. 12:29

4 Smámynd: Ketill Sigurjónsson

Enn eitt sjónarhorn: "Five myths about the Solyndra collapse"

http://www.washingtonpost.com/blogs/ezra-klein/post/five-myths-about-the-solyndra-collapse/2011/09/14/gIQAfkyvRK_blog.html

Ketill Sigurjónsson, 5.10.2011 kl. 09:30

5 Smámynd: Ketill Sigurjónsson

The Solyndra Bust

October 11, 2011, 12:26 PM

http://blogs.marketwatch.com/fundmastery/2011/10/11/the-solyndra-bust/

http://online.wsj.com/article/SB10001424052970204524604576610972882349418.html?mod=WSJ_Opinion_LEADTop

Ketill Sigurjónsson, 11.10.2011 kl. 17:05

6 Smámynd: Ketill Sigurjónsson

Norway's Renewable Energy Corporation ASA (REC) is assessing a permanent closedown of 45% of its solar wafer production capacity in Norway due to weak market conditions – 700 jobs could go.

http://www.renewableenergyfocus.com/view/21234/rec-closes-down-norwegian-solar-wafer-production/

Ketill Sigurjónsson, 12.10.2011 kl. 14:40

7 Smámynd: Ketill Sigurjónsson

Meiri pælingar í tilefni af gjaldþroti Solyndra - í NYT:

Oil and Gas Had Help. Why Not Renewables?

By ROBERT B. SEMPLE Jr.

Published: October 15, 2011

http://www.nytimes.com/2011/10/16/opinion/sunday/oil-and-gas-had-help-why-not-renewables.html?_r=2

Ketill Sigurjónsson, 16.10.2011 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband