Fáránlega ódýr ólía

Þetta var hressileg sveifla á olíuverðinu í dag. Minnir mig á það þegar Kristinn Björnsson, sem þá var forstjóri Skeljungs, mælti með "hressilegu karlmannablöðunum" sem þá var hægt að kaupa á Shell-stöðvunum. Það var náttúrulega löngu fyrir hin tómu leiðindi eins og olíusamráðsmál og Gnúp. Those were the days.

Annars veit ég ekki hvað menn ætla lengi að halda þessu rugli áfram um að olíuverðið sé svo óskaplega hátt. Vissulega er það eilítið í hærri kantinum. En eins og áður hefur verið bent á hér á Orkublogginu, er verðið í dag barrasta alls ekki svo voðalega hátt í sögulegu samhengi. Og það er auðvitað tómt bull að stríðsótti tengdur Íran valdi hækkuninni í dag. Menn voru bara eitthvað utan við sig i gær, þegar olíuverðið lækkaði þrátt fyrir minnkandi birgðastöðu Bandaríkjanna. Og vöknuðu svo aftur í dag.

CartoonWindCar

O, nei. Ef Íran lendir í alvöru stríðátökum mun verðið rjúka upp í a.m.k. 190 USD tunnan. Og við höfum auðvitað séð fyrir endann á billegri olíu. A.m.k. í bili. Enda var verðið bara fáránlega lágt hér fyrir ári síðan eða svo. Svo það er eins gott að fara að horfa til nýrra og hagkvæmari orkugjafa. Eins og t.d. vindorku.

Verst að gusturinn er kannski ekki alveg hagkvæmasta orkan fyrir bílaflotann. Menn geta þó alltaf reynt að leita sparnaðarleiða, eins og sjá má á myndinni.

Annars veit ég ekki hvar þetta endar þarna vestur í Bandarikjunum. Dollarinn er orðinn eins og hver önnur drusla, en samt virðist útflutningur Bandaríkjanna ekki vera að aukast eins og ætla mætti með lækkandi dollar. A.m.k. voru tölurnar fyrir apríl skuggalega lágar. Bráðum koma tölur fyrir maí - maður bíður spenntur.

US_Jaws

Staðreyndirnar sem Bandaríkjamenn horfast nú í augu við eru heldur nöturlegar. Blikur eru á hlutabréfamarkaðnum, atvinnuleysi er að aukast og húsnæðisbólan er hreinlega að springa í tætlur. 

Tökum bæinn Stockton sem dæmi. Hann liggur um 120 km austur af San Francisco og þarna búa nærri jafn margir og íslenska þjóðin. Í Stockton eru nú 75% allra heimila sögð til sölu eða að lenda á nauðungasölu. Markaðsverð fasteigna í bænum hefur lækkað um 60% frá því fyrir tveimur árum, þegar verðið fór hvað hæst. Þetta lítur ekki vel út. Eða ætti maður kannski að kaupa?


mbl.is Olíuverð í nýjum hæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Ketill

Hvað varðar ástandið í BNA þá komu einnig óvænt stór stökk í jákvæða átt fyrir ástandið þar:

Construction Spending: (byggingar og mannvikri) féll helmingi minna en von var á

Factory Orders: voru 20 sinnum meira jákvæð en spáð var (pantanir til verksmiðja)

Productivity (framleiði) jókst meira en von var á

Atvinnuleysi jókst meira en menn áttu von á en það er alltaf mjög erfitt að spá um atvinnuleysi því það eru þær tölur sem hreyfist síðast þegar áföll koma í hagkerfinu. Já, þetta setti markaðina í háadrifið í neikvæðni. En atvinnuleysi í BNA er samt sem áður miklu lægra en í ESB eða 5,5% á móti 7,1% (og er þó atvinnuleysi núna í sögulegu lágmarki hér í ESB)

Hvað varðar húsnæðismarkaðinn þá er það alveg rétt að hann er illa staddur í BNA eins og er, en samt þó ekki í öllu landinu heldur er þessu mjög misskipt á milli svæða. En munurinn á þessum markaði í BNA og hér í ESB er sá að það eru miklu fleira láglaunafólk sem á sitt eigið húnsnæði í BNA.

Dýnamík í verðmyndun húsnæðis er miklu stærri í BNA og því lækkar verðið þar mjög hratt þegar kreppir skóinn. En skuldir Bandaríkjamanna í húsnæði, miðað við ráðstöfunartekjur heimila, er samt sem áður aðeins brot af því sem margir þjóðir ESB-íbúar hafa. Hérna í ESB á húsnæðismarkaðurinn eftir að springa. Þá á ég við lönd eins og Bretland, Danmörku, Írland, Spánn og Frakkland. Þetta er ekki byrjað hér af neinni alvöru, en það mun væntanlega byrja eftir sumarfríin í haust

Síðasti mánuður á hlutabréfamörkuðum í BNA var sá besti í langann tíma.

Samkvæmt uppgjöri frá Deutsche Bundesbank hafa pantanir til þýska iðnaðarins fallið samfleytt í fimm mánuði í röð núna. Þetta er í fyrsta skipti sem þetta skeður síðan 1992 - en þá kom ísöld hér í ESB. Núna er það hátt gengi evru sem er að stöðva hjólin hér aftur. Hátt gengi er slæmt fyrir hið undirliggjandi hagkerfi (the real economy)

Economic Calendar and Earnings - US

http://biz.yahoo.com/c/e.html

Bestu kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 7.6.2008 kl. 03:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband