Versti kosturinn valinn

Havila Shipping er norsk skipaútgerð sem einkum þjónustar olíuiðnaðinn. Árið 2014 ákváðu Íslandsbanki og Arion banki að lána verulega fjármuni til Havila. Það eitt og sér að Havila skuli hafa þurft á fjármunum að halda frá íslenskum bönkum segir allt sem segja þarf. Enda útlit fyrir að þetta Noregsævintýri bankanna verði ekki aldeilis ferð til fjár.

Norway-Offshore-Services-Share-Price_2014-2016-1

Það sem er þó kannski athyglisverðast er að af helstu fyrirtækjunum í Noregi í þessari tegund af þjónustu, sem skráð eru í kauphöllinni í Osló, var Havila sennilega allra versti kosturinn. Til að lána fjármuni.

Í nýlegu yfirliti um verðþróun slíkra fyrirtækja í norsku kauphöllinni, kemur nefnilega fram að það er Havila sem hefur hrunið mest í verði. Og er farið að nálgast það að vera verðlaust. Sem er auðvitað til merkis um að fjárfestar hafi afskaplega litla trú á að Havila geti forðast gjaldþrot.

Á tímabilinu júní 2014 til mars 2016 gufaði um 94% af verðmæti Havila upp á hlutabréfamarkaðnum. Flest samanburðarfyrirtækjanna lækkuðu á bilinu 70-90% á þessu tímabili. Ekkert af fyrirtækjunum missti eins hátt hlutfall af verðmæti sínu eins og Havila. Havila var því afleitur kostur að fjármagna.

Norway-Offshore-Risk_2006-2016-2Svo virðist sem íslenskir bankar hafi ekki áttað sig á áhættunni þegar þeir ákváðu að gerast með þessum lánveitingum þátttakendur í norska olíubransanum. En kannski væri nær að segja að íslensku bankana hafi beinlínis þyrst í áhættu. Þessu til stuðnings má benda á, að ekki ber á öðru en að strax árið 2009 hafi áhætta í norska olíuþjónustugeiranum farið vaxandi miðað við aðrar helstu greinar olíuiðnaðarins þar í landi. Sbr. grafið hér til hliðar. Og tölfræðin bendir til þess að áhættan þarna í olíuþjónustugeiranum hafi vaxið mjög hratt árin 2012 og 2013.

Miðað við þetta er vel skiljanlegt af hverju fyrirtæki í olíuþjónustunni áttu a.m.k. sum hver orðið í erfiðleikum með að fjármagna sig í Noregi, þegar kom fram á seinni hluta 2013. M.ö.o. þá var áhættan af svona lánveitingum álitin fara hratt vaxandi á þessum tíma. Og þar með varð dýrara fyrir fyrirtæki í þessum geira olíuiðnaðarins að fjármagna sig. En þá stukku Íslandsbanki og Arion banki til. Og gerðust stoltir lánveitendur  til Havila. Sbr. lýsingin í ársskýrslu Íslandsbanka: Íslandsbanki is proud to be among Havilas preferred financial partners, providing the company both a bilateral facility and participating in a syndicated facility.

Havila-SubseaÞess má svo geta að mögulega voru fjárfestingar á vegum íslandssjóða (Akurs) og Landsbréfa (Horns II) í íslenska olíuþjónustufélaginu Fáfni Offshore, studdar sterkari rökum en áðurnefndar lánveitingar til Havila. Því Fáfnir Offshore var með skip sem var sérsmíðað til íshafssiglinga - og vegna lítils framboðs á þeim markaði var þetta því mögulega áhugaverðara verkefni en að fara inn í hefðbundnu þjónustuskipaútgerðina.

Það er engu að síður augljóst að með aðkomu sinni að Fáfni Offshore tóku hluthafarnir verulega áhættu. Sem er reyndar eðli hlutafjárfjárfestinga. Það sem er kannski undarlegast er að á hluthafafundi í Fáfni Offshore í febrúar sem leið, stóð meirihluti hluthafanna að ákvörðunum sem sennilega munu reynast óskynsamlegar. Fyrir flesta hluthafana. Ef ekki alla. En spyrjum að leikslokum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Ketill

Í mínum huga eru ástæður lánveitingarinnar augljósar. Það væri jafnvel hægt að kalla gjörninginn “íslensku aðferðina”

Þú einfaldlega kaupir eða mútar forstjóranum og náhirð hans og málið er í höfn. Hér tíðkast nefnilega ekki að menn séu dregnir til ábyrgðar – eins og allstaðar blasir við.

Jónatan Karlsson, 7.3.2016 kl. 21:38

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Ertu að segja að bankastjórnendur séu svo viti fjarri að þeir stórnist frekar af áhættu kennd (þyrsti í áhættu),en skynsemi?það er afar sjaldgæft að þeir gefi skýringar hér,en einhvað gæti réttlætt þessa gjörð,eða er þetta lán tapað fé,að þínu mati?

Helga Kristjánsdóttir, 8.3.2016 kl. 03:10

3 Smámynd: Ketill Sigurjónsson

Lán íslensku bankanna til Havila bera þess skýr merki að þar var tekin mikil áhætta af hálfu bankanna. Af hverju bankarnir töldu þá áhættu réttlætanlega veit ég ekki. Megnið af þessum fé er tapað - kannski allt. Endanleg niðurstaða ræðst af því hvort Havila tekst að sleppa við gjaldþrot og hversu háar lánaafskriftirnar þá verða.

Ketill Sigurjónsson, 8.3.2016 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband