Icesave

Jon_HelgiJón Helgi Egilsson hefur rétt fyrir sér.

Og Orkubloggið sér Icesave-málið með þessum augum: Eftir hrun bankanna kom í ljós að innistæðutryggingakerfi ESB og EES var þess eðlis að það kom ekki að gagni við svo umfangsmikið fjármálahrun. ESB hafði einfaldlega gleymt að gera ráð fyrir að svona svakalegar fjármálahamfarir gætu átt sér stað í einu landi.

Með Icesave-skuldbindingunni eru íslensk stjórnvöld að gera Íslendinga ábyrga fyrir klaufaskapnum hjá ESB. Það er gjörsamlega útí hött.

Það er algerlega fráleitt að íslensk stjórnvöld velti skuldaábyrgð á íslenskan almenning, vegna skulda sem almenningur ber enga ábyrgð á lögum samkvæmt. Ef bresk og hollensk yfirvöld vilja fá þessa peninga aftur verða þau að eiga það við bankann, aðaleigendur hans og stjórnendur.

Cartoon_IcesaveVilji Bretar og starfsmenn ESB aldrei tala við okkur aftur ef við ekki kyngjum afarkostum þeirra, verður bara að hafa það. Við eigum ekki að samþykkja ofbeldi af þessu tagi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Dittó.

Steingrímur Helgason, 11.6.2009 kl. 22:22

2 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Get ekki verið meira sammála þér við eigum ekki að borga neitt en mér finnst helvíti hart ef heilög Jóhanna ætlar samt að láta okkur borga svo að það eyðileggi ekki þeirra stefnu og styggi ESB.Burt með Jóhönnu og co strax.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 12.6.2009 kl. 01:41

3 identicon

Algjörlega sammála ! Jón Helgi fer fram með skýrum rökum og skýrir að lögum en ekki tilfinningu og pólitík. Auðvita eigum við að taka slaginn og láta á þetta reyna. Það er einngi óþolandi að hafa ekki faglega hvað ef greiningu áður ákvörðun er tekin um eftirá staðfestingu þjóðarábyrgðar á þessum einkaviðskiptum.

Síðasti punkturinn er lykilatriði - hversvegan eigum við að vera borga fyrir svona félagskap. Það kann ekki góðri lukku að stýra að samþykkja svona kúgun. 

GUÐJÓN HALLDÓRSSON (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 09:21

4 Smámynd: Ketill Sigurjónsson

Ég hef í meira en 15 ár verið fylgjandi því að Ísland taki þátt í ESB.

En nú hlýtur maður að spyrja sig: Ef ESB stendur þétt að baki Bretum og Hollendingum um að beita Íslendinga slíkum afarkostum og þrýstingi sem ekki byggir á lögum, er þá ekki um leið nokkuð augljóst að við munum áfram þurfa að sæta þaðan yfirgangi?

Við erum vel menntuð þjóð með traustar undirstöður og miklar náttúruauðlindir. Hugum vel að öðrum valkostum, en þeim einum að komast í klúbb þjóða sem virðast aðallega áhugasamar um að hneppa okkur í skuldafjötra.

Vonandi sér ESB sig um hönd um leið og Alþingi hefur fleygt út þessari Icesave-ónefnu. En það kemur bara í ljós. Aðalatriðið nú er að Alþingi hafni þessum ömurlega samningi.

Ketill Sigurjónsson, 12.6.2009 kl. 09:38

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Með neyðarlögunum ákvað Alþingi að ríkissjóður ábyrgðist innistæður íslenskra banka. Reyndar var um að ræða ákvörðun um að það ætti bara við um íslensk útibú bankanna en það kom strax í ljós að slík mismunun á viðskiptavinum íslenskra banka eftir því í hvaða landi útibúið var stenst engar alþjóðlegar skuldbyngingar okkar. Þar er ekki gerður neinn greinarmunur á því að ákvaða að ábyrjast skuldbyndingar í útibúum Rykjavík en ekki London og því að ákvaða að ábyrgjast skudlbyingingar á Selfossi en ekki í Reykjavík.

Höfum líka í huga að með því að láta þrotabú bankanna greiða í topp allar innistæður á Íslandi verður minna eftir til að greiða innistæður í útibúum erlendis. Slíkt getur ekki flokkast undir neitt annað en þjófnað úr þrotabúi. Það er því lágmarkskrafa ekki bara lagalega heldur líka siðferðilega að íslenska ríkið taki á sig kostnaðinn við að greiða út íslenskar innistæður umfram það, sem hefði komið upp í þær ef íslenskir innistæðueigendur hefðu setið við sama borð og erlendir innistæðueigendur.

Við skulum heldur ekki gleyma því að Icesave skuldbindingarnar eru 1.200 milljarðar eða voru það þegar skrifað var undir á því gengi, sem þá var. Bretar og Hollendingar samþykktu að taka á sig 540 milljarða ef við tækjum á okkur 660 milljarða en við áttum að fá allar eignirnar á móti. Ef við höfnum þessum samningi þá fellur hann niður í heild og þar með samþykki Breta og Hollendinga á að taka á sig 540 milljarða.

Ef við gerum ekki samkomulag vegna Icesave reikninganna er hætt við að það verði fleiri en Bretar, Hollendingar og ESB, sem ekki vilji tala við okkur hvað fjármál varðar. Sennilega verður það öll heimsbyggðin að meira eða minna leyti, sem gerir það. Væntanlega verða eignir Íslendinga erlendis frystar að meira eða minna leyti um allan heim.

Önnur afleiðing verður sú að lánstraust ríkisins og ríkisfyrirtækja fer niður í núll. Þá mun Landsvirkjun ekki hafa neinn möguleika til að endurfjármagna lán sín og þar með mun Landsvirkjun lenda í verulegum vanskilum á lánum sínum. Þau lán eru með ábyrgð ríkisins, Reykjavíkur og Akureyrar. Þar með munu þeir aðilar líka lenda í alvarlelgum vanskilum.

Önnur alfleiðing verður sú að EES samningmum verður sagt upp hvað okkur varðar, sem mun hafa alvarlegar afleiðingar fyrir útflutningsatvinnuvegi okkar auk þess að valda íslendingum búsettum á EES svæðinu verulegum vandræðum. Margir námsmenn þar munu þurfa að hætta námi og bætast í hóp atvinnulausra hér á landi.

Verum ekki að setja okkur í stöðu fórnarlambsins í þessu máli. Það erum við, sem erum skúrkarnir. Stórir hópar almennra borgara, sveitafélaga og góðgerðafélaga hafa tapað stórfé vegna þess að við létum bankana okkar í hendur skúrka og tókum um það meðvitaða pólistíska ákvörðun að hafa eftirlitið með þeim lítið. Það var í samræmi við nýfrjálshyggju Sjálfsæðisflokksins. Það er fólkið, sem hefur tapað sparnaði sínum vegna þess, sem eru fyrst og frems fórnarlömbin í þessu máli og að sjálfsögðu líka íslenskir skattgreiðendur.

Sigurður M Grétarsson, 12.6.2009 kl. 17:57

6 Smámynd: Sigurjón Jónsson

Ketill

Ég hef verið andvígur því að ganga í EU í 15 ár og er það enn. Það er augljóst að ef regluverkið í EU er svo brenglað að það geti sett litla þjóð á hausinn vegna afglapa 30 manna, þá höfum við ekkert þangað að sækja.

Sigurður

Við erum ekki skúrkarnir. amk ekki ég og ekki flestir Íslendingar. Ef þú telur þig einn af þeim þá er það líklega rétt.

Það EU sem er skúrkurinn og regluverkið sem það hefur komið á. Allir sem lögðu peninga inn á bankareikninga í Bretlandi og öðrum löndum og fengu hærri vexti en buðust annars staðar voru yfir sig ánægðir. Svo þegar kom að því að bankarnir gátu ekki bogrgað, þá koma þessir kónar og segja við viljum okkar peninga ásamt háu vöxtunum og íslenskur almúgi skal borga.

Mér er spurn , hverjir eru skúrkarnir?

Sigurjón Jónsson, 14.6.2009 kl. 18:59

7 identicon

Alveg sammála Sigurði Grétars. Við Íslendingar eða réttara sagt Landsbankamenn erum skúrkarnir. Mþa. tryggja innistæður í íslenskum bönkum með neyðarlögum þá tryggðum við innistæður í öllum útibúm, hvar sem þau eru. En Landsbanki kaus að vera með sína Icesave reikninga í útibúum en ekki stofna dótturfélög, því þannig varð fjármagnsflæðið frá Icesave löndunum mun meira. Og margir Íslendingar græddu á því, t.d. starfsmenn og eigendur Landsbankans.  Og íslenskt eftirlitskerfi leyfði þetta og ábyrgðist skv. viðtali ensks fréttamanns við Davíð Oddsson seðlabankastjóra í febrúar 2008.

Hví skyldu ekki þessar þjóðir gera þá kröfu að lágmarksskuldbindingar skulu standa? Þessi lönd þurfa líka að greiða fyrir óreiðuna sem Icesave stofnsetti.

Og hugleiðið eitt, nafngiftin.  Með henni er nánast vísað í að þetta sé tryggt eða amk. samþykkt af íslenska ríkinu.  Hvers vegna fékk Landsbankinn að nota þetta nafn, þó ekki væri nema það !

Gísli (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband