Framtíðin runnin upp?

PolarBearÞá vitum við það. Gróðurhúsaáhrifin eru komin fram á Íslandi. Með nokkuð öðrum hætti en spáð var. Héðan í frá verðum við líklega að venjast því að a.m.k. helmingurinn í 17. júní hátíðargöngunum verði... ekki skátar heldur hvítabirnir! Brilljant.

Af þessu tilefni vill Orkubloggið benda á aðra skemmtilega sögu. Þar sem framtíðin er kannski að bresta á í formi sem enginn átti von á. Í hnotskurn felst það í því að bráðum þurfum við ekki lengur að hafa áhyggjur af einhverju olíusulli frá Arabíu. Vegna þess að við höfum... pöddur!

Það ótrúlega er að ég er ekki að grínast. Og þetta er ekki vísindaskáldskapur. Menn eru í fúlustu alvöru að fjárfesta í tækni þar sem erfðabreytt skordýr éta rusl og gefa frá sér olíu! Og fjárfestirinn er ekki minni maður en Vinod Khosla, stofnandi Sun Microsystems og maðurinn á bak við fjármagnið í Ausra. Sem kunnugt er, þá er Ausra einn af aðalleikendunum í þróun CSP-tækninnar (concentrated solar power). Al Gore er líka fjárfestir í Ausra.

khosla5

Framtíðin er sem sagt þessi: CSP mun sjá heiminum fyrir rafmagni. Pödduolían mun leyfa okkur að nota áfram tækni sem byggir á olíubrennslu. Og það sem er enn betra; pöddukvikindin taka meira kolefni úr andrúmsloftinu en þau láta frá sér. Þannig að þau eru ekki bara lifandi olíuverksmiðja, heldur líka kolefnisætur sem minnka þannig gróðurhúsaáhrif. Málið er leyst!

Padda

Fyrsta pödduolíuverksmiðjan á að opna strax 2011. Ég er bjartsýnn að eðlisfari. Og tek sjaldnast trú á "heimsendaspám". En þetta er næstum of gott til að vera satt!

Hér má lesa meira um CSP:   http://askja.blog.is/blog/askja/entry/566905/

Og líka hér:  http://askja.blog.is/blog/askja/entry/537664/

Og um bug crude er t.d. ágæt umfjöllun í The Times fyrr í þessari viku:  http://www.timesonline.co.uk/tol/news/environment/article4133668.ece

Skemmtilegt! 


mbl.is Reynt að ná birninum lifandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ketill Sigurjónsson

Takk fyrir þetta innlegg!

Fyrir þá sem vilja fræðast meira um þessi athylisverðu visindi, hygg ég að þessi tvö fyrirtæki séu hvað fremst í bransanum:

LS9:

www.ls9.com/technology/

Amyris:

www.amyrisbiotech.com/projects_biofuels.html

Ketill Sigurjónsson, 16.6.2008 kl. 20:48

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég veit aldrei hvort þér er alvara eða hvort þú ert að grínast!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 17.6.2008 kl. 21:56

3 Smámynd: Ketill Sigurjónsson

Mér er alltaf alvara. Í alvöru!

En kannski stundum smá... kaldhæðni.

Ketill Sigurjónsson, 17.6.2008 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband