Kraftur gegn kreppu

Ossur_kreppa

"Skapandi hugsun á öllum sviðum er besta ráðið til að vinna bug á þeirri efnahagskreppu og mikla atvinnuleysið sem nú steðjar að þjóðinni. Ríkisstjórnin brást við í þeim anda, þegar hún samþykkti frá mér ellefu tillögur um aðgerðir gegn atvinnuleysi sl. föstudag. Samtals fela þær í sér 4000 ársverk. ... Þessu til viðbótar kynnti ég ýmis orkutengd verkefni, sem eru í formlegum farvegi, og gætu á næstu misserum skapað 2000 ársverk til viðbótar. Í núverandi atvinnuleysi munar um 6000 ný ársverk."

Þannig skrifaði Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra og utanríkisráðherra, á bloggið sitt aðfararnótt föstudagsins í vikunni sem er að líða. Fyrirsögn færslu hans var "Kraftur gegn kreppu!"

Gott hjá honum. En Orkubloggið er samt nokkuð undrandi. Fyrir um þremur vikum sendi Orkubloggarinn iðnaðar- og utanríkisráðherranum nefnilega erindi þess efnis hvort ekki væri tilefni til að kanna möguleika á því, að aðalstöðvar IRENA verði staðsettar á Íslandi? Viðbrögð ráðherrans hafa einfaldlega verið engin. Í erindi Orkubloggsins til ráðherrans sagði:

irena_Conference_2009

"Gert er ráð fyrir að 120 manns muni starfa í aðalstöðvum IRENA. Hinum nýstofnuðu alþjóðasamtökum um endurnýjanlega orku. Væri etv. upplagt að Ísland leitaði eftir því að hér verði aðalskrifstofa IRENA staðsett? Varla er hægt að hugsa sér meira viðeigandi alþjóðastofnun á ÍslandiIRENA á að verða eins konar IEA hinnar endurnýjanlegu orku (IEA er ensk skammstöfun Alþjóða orkustofnunarinnar í París, sem fjallar fyrst og fremst um olíu og annað jarðefnaeldsneyti). Nú leita þeir hjá IRENA að stað fyrir aðalstöðvar samtakanna. Hvað með Reykjavík? Sem ráðherra iðnaðar- og utanríkismála ert þú í lykilstöðu að koma slíkri vinnu af stað."

Er þetta ekki barrrasta nokkuð einfalt og skýrt? En ráðherrann sá ekki ástæðu til að svara þessu. Óneitanlega varð Orkubloggarinn nokkuð vonsvikinn yfir því. Nú kann vissulega vel að vera að þessi uppástunga bloggsins sé lítt raunhæfur möguleiki. Engu að síður er vert að minnast þess, að þarna eru 120 störf í húfi. Og sá möguleiki að Ísland verði órjúfanlega tengt endurnýjanlegri orku í alþjóðlegu samhengi - með augljósum tækifærum fyrir útflutning á íslenskri orkuþekkingu 

cenx

Vel má vera að Okubloggið sé hér á villigötum. Kannski er tilgangslaust fyrir Ísland að vera að sperra sig í alþjóðasamstarfi um endurnýjanlega orku. Kannski eru olían og álið bara málið. 

Eini gallinn er sá að Century Aluminum virðist stefna beinustu leið á höfuðið. Gengi hlutabréfa þess var í um 80 USD á Nasdaq fyrir tæpu ári síðan. En er nú innan við 2 dollarar; rétt slefaði yfir einn og hálfan dal við lokun markaða í gærkvöldi! Hlýtur að rjúka upp aftur um leið og Helguvíkurfrumvarpið hans Össurar fer í gegn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Össur er alls ekki methafi í orðaflóði. Segjum að Össur og Ólafur Ragnar tali báðir í einu og afraksturinn sé 20l. af undanrennu sem er ca. 0,2 rúmmetrar.

 Þessari undanrennu er síðan fleytt. Flautirnar af 20l. af undanrennu geta hæglega orðið að tveim þrem rúmmetrum en það er það rúmmál sem Illuga Gunnarssyni tekst að koma frá sér í einu viðtali.

Ef maður síðan stígur inn í þessar flautir tekur maður eftir að þær líta eins út í allar áttir, eins og alheimurinn, og áttar sig á því að maður er rammvilltur og veit ekki hvað snýr upp og hvað niður.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 15.3.2009 kl. 22:48

2 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Leiðrétting.

Þetta eiga að vera 0.02 rúmmetrar af undanrennu en ekki 0,2. En þeim mundi ekki muna um að snara fram 200l.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 16.3.2009 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband