Orkumál Evrópu

Orkubloggið vekur athygli lesenda sinni á ráðstefnu sem Arion banki, Orkustofnun og UK Trade & Investment halda n.k. fimmtudag 31. maí. Ráðstefnan ber yfirskritina Orkumál Evrópu - tækifæri fyrir íslensk orkufyrirtæki?

Charles Hendry-UK-Energy-Climate-Minister

Charles Hendry, orkumálaráðherra Bretlands, er einn fyrirlesaranna. Meðal annarra sem flytja erindi eru Odd Håkon Hoelsæter, fyrrum forstjóri norska Statnett, Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, Guðmundur Ingi Ásmundsson, aðstoðarforstjóri Landsnets og Guðni Jóhannesson, forstjóri OS.

Þarna tala einnig tveir breskir orkusérfræðingar; þeir Robert Lane frá lögfræði- og ráðgjafafyrirtækinu CMS Cameron McKenna og Iain Smedley frá Barclays Capital.

Oddný Harðardóttir, fjármálaráðherra og starfandi iðnnaðarráðherra, setur ráðstefnuna. Fundarstjóri verður Stefán Pétursson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Arin banka.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna og dagskrá má sjá hér á vef Arion banka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband