Puntland - land tækifæranna?

Sómalía er eitt þeirra Afríkulanda sem lengi hefur verið í fréttum vegna stríðsátaka og stjórnleysis. En ef menn eru haldnir nógu mikilli ævintýraþrá og þekkja til þessa heimshluta, væri kannski rétt fyrir þá sömu að nálgast tækifærin þarna á þessu anarkíska austurhorni Afríku.

IMAN

Sómalía hefur í mínum huga lengi staðið fyrir eitthvað afskaplega fallegt og framandi. Kannski aðallega vegna þess að ég hef lengi haldið upp á David Bowie og þótti hann gera vel þegar hann krækti sér í ofurmódelið Iman. Og hef einnig hrifist af ljósmyndum Peter's Beard, sem er frægur fyrir Afríkumyndir sínar. Hann uppgötvaði einmitt Iman, sem þá var reyndar ung háskólastúlka í Nairobi í Kenýa. En hún er sem sagt Sómólsk. Rétt eins og Waris Dirie, sem skrifaði Eyðimerkurblómið og var með fyrirlestur á Íslandi fyrir nokkru síðan.

Puntland er nafn á héraði í Sómaliu, sem talið er luma á verulegum olíuauðlindum. Þó svo vart sé hægt að tala um raunveruleg virk stjórnvöld í Sómalíu, þá er einstökum héruðum stjórnað af festu; oftast af þeim ættflokki sem má sín mikils á hverjum stað.

puntland

Vitað er um gaslindir i Sómalíu, en ennþá er óvissa um hversu mikla olíu þar sé að finna. Puntland er nú það svæði sem helst er litið til og er verið að gæla við að þar megi jafnvel vinna nokkra milljarða tunna úr jörðu. Bandarísk olíufyrirtæki hafa haft áhuga á að reyna fyrir sér þar, en ástandið hefur fælt þau frá enn sem komið er.

Í dag eru það tvö fyrirtæki frá Kanada og Ástralíu sem hyggjast freista gæfunnar í Puntlandi (Range Resources Ltd. og African Oil Corporation). Hlutabréf Africa Oil eru skráð á TSX Venture Exchange i Toronto og Range Resources er skráð á ástralska verðbréfamarkaðnum í Sydney (ASX).

Puntland_Oil

Tilraunaboranir eru byrjaðar og ef vel tekst til hafa þessi fyrirtæki að öllum líkindum lent í sannkölluðum sjóðandi gullpotti. Ef menn vilja "öðruvísi" vinnu á spennandi stað má hafa samband við umrædd fyrirtæki gegnum heimasíðurnar þeirra:

www.rangeresources.com.au

www.africaoilcorp.com 

PS: Tekið skal fram að það er ekki bandaríska fyrirtækið Range Resources, sem er skráð á NYSE, sem kemur að olíuborununum í Puntlandi. Heldur ástralskt fyrirtæki með sama nafni. En þessum fyrirtækjum er stundum ruglað saman.

 


mbl.is Sprengjuregn í Sómalíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flottar og fróðlegar færslur og innihaldríkar!!

Takk

kveðja

Lalli

Ólafur (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 14:34

2 Smámynd: Sigurður Árnason

Flott færsla:)

Þótt maður telji sig vera ævintýramann, þá er Sómalía land sem ég held að ég muni aldrei þora til, það land er rússnesk rúlletta fyrir mér. 

Sigurður Árnason, 10.6.2008 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband