ACES

Nú eru líklega einungis fáeinar klukkustundir eða jafnvel mínútur í að Fulltrúadeild Bandaríkjaþings greiði atkvæði um óvenju mikilvægt lagafrumvarp á sviði orkumála.

CapitolBuildingArialViewUmrætt lagafrumvarp kallast American Clean Energy & Security Act (ACES; HR 2454). Það var afgreitt úr nefnd fyrir nokkrum vikum með frekar naumum meirihluta, þar sem flokkslínur riðluðust talsvert. Ekki er útséð með hvort frumvarpið verði samþykkt af Fulltrúadeildinni - það fjallar um mörg afar umdeild atriði og þykir mörgum það ýmist ganga of lengt eða of skammt í að breyta orkustefnu Bandaríkjanna. En verði frumvarpið samþykkt af Fulltrúadeildinni á það eftir að fara fyrir Öldungadeildina og svo til undirritunar Obama forseta, til að verða að lögum.

Um það leyti sem frumvarpið berst Obama gæti innihald þess verið orðið nokkuð útþynnt miðað við núverandi stöðu. Þ.a. kannski er best að hafa fæst orð um innihald þess, fyrr en endanlegt útlit og örlög liggja fyrir. En Orkubloggið stenst þó ekki mátið að benda á, að nái þetta frumvarp alla leið og verði að lögum, mun það væntanlega marka talsverð tímamót í orkumálum þar vestra. Svo ekki sé fastar að orð kveðið.

Waxman_PelosiMeðal þess sem finna má í frumvarpinu eru skýr og nokkuð metnaðarfull markmið um að draga úr kolefnislosun og komið verður á viðskiptakerfi með losunarheimildir. Þarna er líka að finna lágmarkskvóta á hlutfall endurnýjanlega orku og þess vegna hefur þetta frumvarp mikla þýðingu fyrir t.d. vindorku- og sólarorkuiðnaðinn. Verði það samþykkt gæti íslensk jarðhitaþekking einnig notið góðs af með því að selja þjónustu sína þar vestra.

Loks má nefna að frumvarpið er hugsað sem fyrsta skrefið á átt að því að gjörbreyta orkunotkun í Bandaríkjunum. Líklegt er að olíuiðnaðurinn verði brátt að sjá á bak flestum opinberum styrkjum sér til handa, sem er mikil breyting frá stefnu Bush-stjórnarinnar.

Energy_tomorrowVindurinn í Bandaríkjunum er m.ö.o. að snúast og mun hugsanlega héðan í frá blása af fullum krafti í segl endurnýjanlegrar orku. Spennandi.


Bloggfærslur 26. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband