Álverskórinn syngur enn

Í vikunni sem leið bárust þær fréttir að Landsvirkjun og HS Orka hafi samið um raforkusölu til kísilverksmiðju, sem rísa á við Helguvík. Því miður er fólk samt ennþá að gæla við að álver Norðuráls muni taka þar til starfa - þó svo allir viti að það merkir að orka frá hundruðum MW verði þá seld álverinu á spottprís og með svo til engri arðsemi fyrir orkufyrirtækin.

kisilver-undirritun.jpgÞeir sem eru heitastir fyrir álveri í Helguvík hafa lítinn áhuga á arðsemi af raforkusölunni. Rétt eins og sumir þingmenn vilja að ríkisstjórnin taki ráðin af Landsvirkjun, sem "leiki lausum hala", horfa sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum eingöngu á störfin og umsvifin í kringum sjálfa framkvæmdabóluna. En til allrar hamingju eru orkufyrirtækin hér smám að færast frá því að vera byggðastefnutæki stjórnvalda, yfir í það að leggja áherslu á að auka arðsemi í raforkuvinnslunni. Þar hefur Landsvirkjun haft frumkvæði - og hefur nú sýnt að þar á bæ er svo sannarlega verið að fylgja eftir nýrri stefnu fyrirtækisins.

Vert er að geta þess að Orkubloggarinn er enginn andstæðingur álvera - þó svo hann álíti komið nóg af þeim á Íslandi. Og til eru þeir sem vilja ganga mun lengra í að draga úr raforkusölu til álvera á Íslandi. Í þessu sambandi má rifja upp athyglisvert viðtal sem Egll Helgason átti við Gísla Hjálmtýsson í Silfri Egils fyrir um ári síðan. Viðtalið má sjá í tveimur hlutum á YouTube (fyrirsagnirnar þar eru reyndar útí hött):

 

Og hér er seinni hluti viðtalsins við Gísla: 

 

 


Bloggfærslur 21. febrúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband