Forsetar láta sig dreyma

Í dag birtist fyrsta færsla gjörbreytts Orkubloggs! Í stað þess að birtast reglulega á sunnudögum verður Orkubloggið héðan í frá með óreglulegar færslur - sem þó munu væntanlega almennt birtast á mánudögum. Önnur breyting er sú að færslurnar verða mun styttri en verið hefur og meira í líkingu við það sem var í upphafi Orkubloggsins árið 2008. En að færslu dagsins:

------------------------------ 

Obama forseti var nýverið að árétta metnaðarfull markmið sín í orkumálum. Þess efnis að stórauka nýtingu á endurnýjanlegum orkuauðlindum OG stórminnka þörf Bandaríkjanna fyrir innflutta olíu. Það skemmtilegasta er auðvitað að þessi ofurgræna orkustefna felst einkum í tveimur grundvallaratriðum. Annars vegar að byggja fjölda nýrra kjarnorkuvera. Kjarnorkuver losa jú engar gróðurhúsalofttegundir og eru þess vegna allt í einu orðin alveg skærgræn! Hins vegar ætla Bandaríkjamenn að þróa hrein kolaorkuver; Clean Coal. Sem felst í því að taka útblásturinn frá kolaorkuverunum og dæla honum niður í jörðina.

jon-stewart_oil-independence.pngÞað á sem sagt að grafa skítinn í jörðu. Og væntanlega setja kjarnorkuúrganginn í einhverja fjallahella. Dúndrandi grænt! Sannleikurinn er sá að Bandaríkin sjá enga von um að geta snúið frá olíuknúnum hagvexti. Þrátt fyrir mikinn uppgang í bæði vind- og sólarorku blasir ekkert annað við en að jarðefnaeldsneyti verði áfram grundvöllurinn að efnahagskerfi Bandaríkjanna. 

Þar á bæ hafa forsetarnir í áratugi tuggið sömu klisjuna um að gera landið orkusjálfstætt. Og umhverfisvænna. Það magnaða er að líklega var það hrappurinn Nixon sem tók mörg grænustu skrefin. Eins og háðfuglinn Jon Stewart bendir á í þessu bráðskemmtilega myndbandi. Hvet alla til að horfa á og njóta!

 ------

PS: Linkurinn á Jon Stewart virðist hættur að virka. En nú er myndbandið komið á YouTube (að vísu speglað!:

 

 


Bloggfærslur 7. febrúar 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband