Ferðasaga frá Bakú

Azerbaijan er einhver mesti olíuspútnik nútímans.

azerbaijan_oil_production_and_consumption_2010.gif

Þannig gengur tíminn í hringi. Fyrir heilli öld síðan voru svæðin kringum höfuðborgina Bakú í Azerbaijan einmitt vettvangur mikil olíuævintýris. Þar urðu sænsku Nóbelbræðurnir og nokkrir innlendir olíubarónar auðugustu menn veraldar og Bakú var þá ein mesta glæsiborg veraldarinnar.

Og núna þegar olíufyrirtækin eru komin með borpalla langt útá Kaspíahafið er þarna hafið nýtt og ekki síður æsilegt olíuævintýri. Tugmilljarðar USD streyma nú til Azerbaijan í formi fjárfestinga í olíuvinnslu. Þar að auki er gríðarlegt magn af gasi þarna að finna, sem í framtíðinni kann að streyma um langar gasleiðslur alla leið vestur til Evrópusambandsríkjanna.

azerbaijan_baku_oil_pollution.jpg

Engan ætti því að undra, að það var sannkölluð draumaferð fyrir Orkubloggarann að sækja Azerbaijan heim, en það var fyrir nánast sléttu ári síðan (apríl 2010). Ekki var síst "skemmtilegt" að líta þar augu einhver menguðustu svæði jarðar, þar sem jarðvegurinn er gegnsósa af olíudrullu eftir hundrað ára vinnslu.

Einhverjir lesendur Orkubloggsins hafa kannski gaman af að lesa ferðapistil um þessa heimsókn til Azerbaijan - jafnvel þó svo þar sé ekki mikið fjallað um orkumálin. Þá sögu má sjá hér á endurminningabloggi Orkubloggarans.

 


Bloggfærslur 4. apríl 2011

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband