Áramótakveðja

north-sea-gas-flaringÞað að við Íslendingar puðrum upp nokkrum flugeldum um áramót þykir sumum illa farið með peninginn. Myndin sýnir logana frá brennandi jarðgasi á borpöllum í Norðursjó. Verðmæti alls þess jarðgass sem brennt er svona útí loftið á ári hverju í heiminum er talið jafngilda markaðsverðmæti sem nemur nokkrum tugum milljarða USD. Eða allt að 60 milljörðum USD (um 7.000 milljörðum ISK) ef miðað er við markaðsverð á gasi í Asíu. Svo koma gróðurhúsaáhrifin af þessum gasbruna með í kaupbæti. Það gengur svona. Orkubloggið óskar lesendum sínum farsæls komandi árs og þakkar samveruna á árinu sem er að liða.


Bloggfærslur 31. desember 2013

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband