Sæstrengurinn fær athygli KPMG Global Infrastructure

KPMG-Global-Infrastructure-100-2014-coverSæstrengur milli Íslands og Bretlands er eitt af hundrað eftirtektarverðustu verkefnum í heiminum á sviði uppbyggingar innviða. Að mati KPMG Global Infrastructure.

Þetta kemur fram í nýútkomnu riti KPMG, sem nefnist Infrastructure 100: World Markets Report. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem innviðaverkefni á Íslandi er að finna á þessum lista KPMG, sem gefinn er út á nokkurra ára fresti. Sæstrengsverkefninu er lýst með eftirfarandi hætti:

IceLink, a subsea electricity cable, is an ambitious attempt to connect the power grids of Iceland and the UK. Iceland produces all of its electrical power by the means of renewable energy, such as hydro, geothermal and wind, and has potential well beyond local consumption. Total investment in the cable and related production and grid infrastructure in Iceland has been assessed in the range of US$5 billion. When completed, this clean-tech venture would be the world’s longest subsea power cable, delivering as much as five terawatt-hours a year of renewable electricity to the UK at a cost lower than offshore wind in UK territories. UK-based ventures have shown interest in funding the interconnector but Icelandic power companies will build the power-generating facilities and onshore infrastructure in Iceland.

KPMG-Global-Infrastructure-100-2014-enregy-and-resources-list-smallÁ þessum verkefnalista KPMG eru tilgreind alls 27 verkefni á sviði orku og náttúruauðlinda og er umræddur sæstrengur (IceLink) eitt þeirra. Eitt af hinum verkefnunum er gaslögn í Alaska (Alaska LNG Project), sem einmitt hefur verið fjallað um hér á Orkublogginu. 

Verkefnunum er einnig skipað í ákveðna hagflokka. Og er sæstrengsverkefninu skipað í flokk með smærri innviðaverkefnum á þróuðum mörkuðum sem opnir eru fyrir fjárfestingu einkaaðila (smaller established markets open to private finance in infrastructure). Það væri einmitt sennilega heppilegast og eðlilegast að sjálfur sæstrengurinn yrði kostaður og rekinn af einkafyrirtækjum, eins og t.d. stórum erlendum lífeyrissjóðum eða fjárfestingasjóðum. Þannig er t.d. með annan mjög langan rafmagnskapal af þessu tagi (BassLink) - og gaslagnir Norðmanna í Norðursjó eru að stóru leyti í eigu kanadískra lífeyrissjóða.

Í þennan hagflokk hefur KPMG sett alls 25 verkefni og er IceLink sem sagt eitt þeirra. Meðal annarra verkefna er uppbygging hraðlestakerfis milli Finnlands, Eistlands, Lettlands og Litháen (Rail Baltica), stækkun á neðanjarðarlestarkerfi Stokkhólms (Stockholm Metro Expansion), uppbygging hraðlestarkerfis á milli þriggja stærstu borga Norðurlandanna (Scandinavian 8 Million City) og gagnaver Facebook í Luleå í Svíþjóð (Facebook Rapid Deployment Data Center). Öll verkefnin í þessum flokki eiga það sameiginlegt að vera álitin af viðráðanlegri stærð og auki samkeppnishæfni samfélaganna. Og listi KPMG er enn ein vísbendingin um að sæstrengur milli Íslands og Bretlands yrði einhver áhugaverðasta framkvæmdin af þessu tagi í heiminum.


Bloggfærslur 19. nóvember 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband