Bresk vindorka dýrari en raforka um sæstreng

BNEF-WorldwideBloomberg New Energy Finance (BNEF) var að gefa út nýtt mat á kostnaði við raforkuframleiðslu. Þar kemur fram mat BNEF á því hvað kostar að framleiða nýja megavattstund af raforku.

Niðurstöðurnar eru þær að kostnaður í bæði vind- og sólarorku hefur verið að lækka. En kostnaður við raforkuframleiðslu með kolvetnisbruna hefur hækkað. Sú hækkun stafar m.a. af því að eftir því sem vindorka verður ódýrari og nýting hennar algengari, minnkar hagkvæmni gas- og kolaorkuvera. Því tíminn lengist sem slík orkuver eru ekki á fullum afköstum. Þetta má orða þannig, að lækkandi kostnaður vindorku (og sólarorku) veldur því að nýting kola- og gasorkuvera minnkar og þar með verður slík hefðbundin raforkuframleiðsla óarðbærari en ella.

BNEF-Electricity-Cost-Levelized_Capacity-Factor_Oct-2015Fyrir Ísland er kannski áhugaverðast það mat BNEF að raforka framleidd með vindrafstöðvum í sjó, þ.e. utan við ströndina, er álitin kosta að meðaltali um 174 USD/MWst. Þetta er ámóta orkuverð eins og bresk stjórnvöld sömdu nýverið um vegna byggingar nýrra vindorkuvera þar.

Til samanburðar má hafa í huga að raforka framleidd á Íslandi og flutt um sæstreng til Bretlands gæti verið seld á um 120-180 USD/MWst (þegar flutningskostnaður er með talinn, sbr. skýrsla McKinsey). Og að raforkuverðið sem íslensku raforkusalinn fengi gæti þá verið á bilinu 80-140 USD/MWst. Þessar verðhugmyndir rúmast bersýnilega innan þess svigrúms sem umræddur vindorkukostnaður í Bretlandi veitir. Þess vegna virðist óneitanlega sem sæstrengur geti boðið upp á mjög arðsöm raforkuviðskipti fyrir Ísland.


Bloggfærslur 12. október 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband