Sæstrengir lykilatriði fyrir Breta

Í sumar sem leið (2015) var varað við mögulegum raforkuskorti á Bretlandi á komandi vetri. Þann 15. október s.l. kom svo út ný skýrsla hjá breska landsnetinu sem staðfestir þessa áhættu.

UK-Power-ShortageÞar segir að nú sé staðan þarna verri en verið hefur í áratug. Þ.e. að lítið sem ekkert megi út af bera til að raforkuskortur kunni að koma upp innan Bretlands á komandi vetri.

Þetta merkir ekki að ljósin á Bretlandi muni slokkna. National Grid (NG) telur sig hafa fulla stjórn á ástandinu. Það sem myndi gerast er að NG myndi grípa inn í og beinlínis greiða stórum orkunotendum fyrir að minnka raforkunotkun sína - ef orkuskortur kemur upp. Ástandið þarna raskar sem sagt starfsöryggi fyrirtækja og það er ástand sem bresk stjórnvöld álíta óviðunandi. Þess vegna er nú lögð afar rík áhersla á að efla uppbyggingu nýrra raforkuvera. Og þó einkum og sér í lagi að ráðist verði í lagningu nýrra sæstrengja, sem veiti aðgang að orku erlendis frá.

FT-UK faces worst energy supply crunch in a decadeÞarna er sem sagt lögð hvað mest áhersla á auknar millilandatengingar. Þess vegna hafa bresk stjórnvöld t.a.m. samið við Norðmenn um rafmagnskapal milli landanna. Og þess vegna eru bresk stjórnvöld áhugasöm um kapal milli Bretlands og Íslands. Fyrir Noreg og Ísland eru slíkir kaplar ekki áhætta heldur tækifæri. Tækifæri til að nýta verðmun og umframorku til að auka arðsemi af raforkuvinnslu viðkomandi landa. Þetta er ekkert flókið.


Bloggfærslur 18. október 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband