Myley Cyrus og olíuverð í 30 USD

Nú eru nokkrir tölfræðingar búnir að komast að þeirri niðurstöðu að eðlilegt sé að olíuverð fari brátt niður í 30 USD/tunnu. Vegna þess að sögulega séð hafi verðbólga í Bandaríkjunum (þ.e. neysluvísitalan þar) og olíuverð almennt haldist í hendur.

FT-Commodity price inflation nears its end_Sept-2015Þetta er skýrt í þessari grein á vef Financial Times. Svo geta menn velt fyrir sér hvort það sé líklegra að olían lækki eða verðbólgan hækki. Eða hvort þessi fylgni sé hrein tilviljun. Eða hvort hækkandi vinnslukostnaður vegna nýrra olíulinda komi til með að brengla umrædda fylgni. Eða að menn setji fram einhverja allt aðra áhugaverða samanburðartölur.

Í því sambandi er kannski vert að minna á eina ljúfa kenningu. Sem sett var fram þegar olíuframleiðsla í Bandaríkjunum fór minnkandi. Nefnilega þá að ástæða minnkandi olíuframleiðslu þar vestra væri einfaldlega sú að gott rokk væri orðið sjaldgæfara en áður var.

Rock-and-US-Oil-ProductionÞar var sýnt fram á með óyggjandi hætti (!) að augljós fylgni er milli góðra rokklaga og olíuframleiðslu. Og þess vegna hlýtur aukin olíuframleiðsla í Bandaríkjunum síðustu árin að vera til marks um stórbætt rokk þar í landi. Þó svo Orkubloggarinn eigi bágt með að skilja það - eða er Miley Cyrus kannski góður rokkari?

Til hamingju með afmælið John Lennon. Og góða helgi!


Bloggfærslur 9. október 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband