Ofgnótt

Það er offramboð af olíu. Það er offramboð af áli. Það er offramboð af kopar. Og það er offramboð af stáli. Og fleiru. En þetta má líka orða þannig að það sé skortur a eftirspurn. Eða að eftirspurnin hafi vaxið hægar en framboðið. Þannig álítur Englandsbanki að stærstan hluta verðlækkunar á olíu undanfarna sex mánuði megi rekja til lítillar eftirspurnar fremur en offramboðs.

Profit-Margins-Decline-2015Það er sem sagt misræmi milli framboðs og eftirspurnar á mörgum hrávörum og það veldur lágu verði. Meginsástæða þessa nokkuð svo óvænta misræmis er sennilega sú að það hefur hægt meira á efnahagsvexti Kína en almennt var gert ráð fyrir.

Já - hrávöruverð er almenn lágt nú um stundir. En sjónir manna beinast þó ekki síður að því að þróun hagnaðarhlutfalls (profit margin) fyrirtækja í bandarísku S&P500 vísitölunni sé nú með þeim hætti að það bendi til efnahagskreppu þar vestra. Sem þá myndi vafalítið hafa neikvæð áhrif á efnahagslíf um veröld víða. 

Profit-Margins-Decline-Energy-2015Aðrir segja að ekki sé unnt að draga slíkar ályktanir af þessari þróun nú. Því umrædd lækkun hagnaðarhlutfalls eigi fyrst og fremst við um fyrirtæki í orkugeiranum. Samskonar þróun hafi orðið árið 1985 án þess að leiða til samdráttar sem flokkast sem kreppa. Það sé því mögulegt og jafnvel líklegt að efnahagsástandið í Bandaríkjunum sé í góðu lagi. 

Hvað sem þessu líður þá er þetta a.m.k. ömurlegur tími fyrir marga hluthafa í orkufyrirtækjum. Þess vegna verður spennandi að sjá hvað kemur út úr loftslagsráðstefnunni í París, sem hefst nú um mánaðarmótin næstu. Ef þar verða samþykkt metnaðarfull og raunhæf markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda ætti það að hressa við hlutabréfaverð og hækka verðmæti fyrirtækja í endurnýjanlegri orku. Þá er bara stóra spurningin: Ætti ríkið að selja Landsvirkjun? Svari hver fyrir sig.


Bloggfærslur 19. nóvember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband