Sæstrengur milli Noregs og Bretlands

Rafstrengur verður lagður milli Noregs og Bretlands. Þetta var tilkynnt fyrr á árinu. Og nú í morgun var tilkynnt að búið er að semja um framleiðslu á strengnum, spennistöðvunum og lagningu kapalsins. 

SNSN-Link-UK-Norway-HVDC-Cableæstrengurinn milli Noregs og Bretlands slær núgildandi lengdarmet. Sem er í höndum NorNed milli Noregs og Hollands. Þetta nýja lengdarmet verður 730 km. Þar með er lengdarmetið slegið um rúmlega 25%. Ennþá lengri sæstrengir af þessu tagi eru þó bæði tæknilega og fjárhaglega mögulegir. Þess vegna styttist augljóslega í að svona sæstrengur verði lagður milli Íslands og Evrópu.

Sæstrengurinn milli Noregs og Bretlands kallast NSN-Link. Flutningsgetan verður sem nemur 1.400 MW. Með kaplinum geta Norðmenn nýtt sér hið mikla stýranlega vatnsafl í Noregi til að auka ennþá meira hagkvæmni og arðsemi af nýtingu náttúruauðlinda sinna. Og nýtt sér verðmun og verðsveiflur á breskum raforkumarkaði til að hámarka hagnað sinn.

NSN-Link-UK-Norway-HVDC-Cable-More-EfficiencyÞetta er samskonar tækifæri eins og kapall milli Íslands og Bretlands myndi skapa okkur Íslendingum. Og gefa okkur færi á að brjótast út úr því ástandi að orkan hér er strönduð og skilar okkur þess vegna núna algerri lágmarks arðsemi. Fram til þessa hefur íslensk raforka fyrst og fremst skapað erlendum álfyrirtækjum arð. Það mun vonandi breytast sem fyrst og þjóðin í stórauknum mæli fá að njóta arðsins af nýtingu íslensku orkuauðlindanna.


Bloggfærslur 14. júlí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband