Bakú

Í tilefni af því að Júróvsjón-keppnin hefst í Bakú í Azerbaijan í kvöld, ætlar Orkubloggarinn að leyfa sér að rifja hér upp tvær færslur sem tengjast Bakú. 

Baku-oul-donkeys-smallBakú er bæði skemmtileg og falleg borg. Þó svo sum úthverfin séu nokkuð sérstök - eins og ljósmyndin hér til hliðar gefur til kynna. En myndina tók bloggarinn út um glugga á leigubíl, á leiðinni út á flugvöll vorið 2010 (vel að merkja bað ég leigubílstjórann sérstaklega um að aka ekki stystu leið útá völl, heldur fara gegnum olíuúthverfin). Já - það væri aldeilis magnað ef þetta liti svona út t.d. uppi í Elliðaárdal eða í Grafarvoginum.

Þarna við Bakú hefur allt verið löðrandi í olíu í meira en hundrað ár. Í því sambandi má minna á eldri færslu á Orkublogginu um upphaf azerska olíuævintýrisins.

Einnig er freistandi að vísa hér á stutta ferðasögu, frá því Orkubloggarinn sótti Bakú heim eldgosavorið 2010. Er það sem gerst hafi í gær! Og ég sakna Bakú og langar afar mikið að koma aftur á þessar slóðir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband