Startup Energy Reykjavík

startup-energy-reykjavik-logo

Orkubloggið vill vekja athygli á Startup Energy Reykjavík, sbr. nánar eftirfarandi upplýsingar. Opið er fyrir umsóknir til 11. nóvember n.k. Sótt er um þátttöku í verkefninu hér.

Í hnotskurn

Viðskiptahraðallinn Startup Energy Reykjavík hefur göngu sína í annað sinn nú í vetur. Markmið Startup Energy Reykjavík er að styðja við sjö sprotafyrirtæki í orku- eða orkutengdum greinum og hjálpa þeim að komast eins langt og mögulegt er með sýnar viðskiptahugmyndir á tíu vikum.

Hvað er viðskiptahraðall?

Viðskiptahraðall (e. business accelerator) er nýtt hugtak á Íslandi og aðeins eru tveir hraðlar starfandi. Fyrsti hraðallinn fór af stað sumarið 2012 en Startup Energy Reykjavík bættist í hópinn vorið 2014. Hlutverk viðskiptahraðla er að hraða ferlinu sem fyrirtæki fara í gegnum frá því að hugmynd fæðist og viðskipti taka að blómstra.

Fyrirtækin sjö sem fá inngöngu í hraðalinn fá 5 milljónir hvert gegn 10% eignarhlut sem Arion banki, Landsvirkjun, Nýsköpunarmiðstöð og GEORG eignast í sameiningu. Auk þess fá fyrirtækin sameiginlega vinnuaðstöðu og aðstoð fjölda „mentora“ úr atvinnulífinu, háskólasamfélaginu og orkugeiranum. Hraðlinum lýkur með sérstökum fjárfestadegi 26. mars 2015 þar sem forsvarsmenn fyrirtækjanna kynna hugmyndir sínar fyrir fjárfestum í höfuðstöðvum Arion banka.

Tímalína

11. nóvember 2014 : Umsóknarfrestur rennur út.

14. janúar 2015: Hraðallinn fer af stað.

26. mars 2015: Lokadagur hraðalsins, fjárfestaviðburður í Arion banka.

Hverskonar verkefni?

Tekið er á móti umsóknum vegna verkefna í orku- eða orkutengdum iðnaði. Þau geta m.a. verið á sviði hugbúnaðar, véla og búnaðar, sérfræðiþjónustu, matvælaiðnaðar, landbúnaðar, samgangna, viðhaldsþjónustu, efnaiðnaðar eða virkjana svo dæmi séu tekin.

Verkefnin sem tóku þátt í fyrstu umferð Startup Energy Reykjavík vorið 2014 voru fjölbreytt og spennandi. Þau voru:

  • BigEddy framkvæmir hárnákvæmar vindaspár sem ætlað er að auðvelda val á staðsetningu vindmylla til raforkuframleiðslu.
  • BMJ Energy gerir bændum og öðrum landeigendum kleift að virkja örsmáa læki og lækjarsprænur en fyrirtækið nýtir sérstakan stýribúnað við að stjórna vatnsflæði virkjunarinnar.
  • DTE býður rauntímagreiningu á kerskálum álvera. Í dag eru sýni tekin úr kerskálum handvirkt og þau bæði mæld og greind en ferlið tekur um 24 tíma. DTE þróar og hannar búnað sem mun geta mælt stöðu kerskála í rauntíma og þannig stytta ferlið til muna, spara gífurlegar fjárhæðir og gefa raunsannari upplýsingar en áður.
  • GeoDrone aðstoðar við jarðhitarannsóknir m.a. með notkun svokallaðra "dróna" eða flygilda.
  • Gerosion mun veita ráðgjöf, efnisprófanir og sérhæfða rannsóknar- og þróunaraðstoð fyrir aðila í jarðhita- og olíuiðnaðinum. Lausnir teymisins geta lengt endingartíma borhola og auðveldað boranir á meira dýpi en áður hefur tíðkast.
  • Landsvarmi er félag sem fjármagnar, setur upp og rekur varmadælur til upphitunar á húsnæði.
  • Sodium Chlorate Plant stefnir að því að setja upp Sodium Chlorate verksmiðju á Íslandi sem auka mun orkunýtingu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband