Sæstrengir lykilatriði fyrir Breta

Í sumar sem leið (2015) var varað við mögulegum raforkuskorti á Bretlandi á komandi vetri. Þann 15. október s.l. kom svo út ný skýrsla hjá breska landsnetinu sem staðfestir þessa áhættu.

UK-Power-ShortageÞar segir að nú sé staðan þarna verri en verið hefur í áratug. Þ.e. að lítið sem ekkert megi út af bera til að raforkuskortur kunni að koma upp innan Bretlands á komandi vetri.

Þetta merkir ekki að ljósin á Bretlandi muni slokkna. National Grid (NG) telur sig hafa fulla stjórn á ástandinu. Það sem myndi gerast er að NG myndi grípa inn í og beinlínis greiða stórum orkunotendum fyrir að minnka raforkunotkun sína - ef orkuskortur kemur upp. Ástandið þarna raskar sem sagt starfsöryggi fyrirtækja og það er ástand sem bresk stjórnvöld álíta óviðunandi. Þess vegna er nú lögð afar rík áhersla á að efla uppbyggingu nýrra raforkuvera. Og þó einkum og sér í lagi að ráðist verði í lagningu nýrra sæstrengja, sem veiti aðgang að orku erlendis frá.

FT-UK faces worst energy supply crunch in a decadeÞarna er sem sagt lögð hvað mest áhersla á auknar millilandatengingar. Þess vegna hafa bresk stjórnvöld t.a.m. samið við Norðmenn um rafmagnskapal milli landanna. Og þess vegna eru bresk stjórnvöld áhugasöm um kapal milli Bretlands og Íslands. Fyrir Noreg og Ísland eru slíkir kaplar ekki áhætta heldur tækifæri. Tækifæri til að nýta verðmun og umframorku til að auka arðsemi af raforkuvinnslu viðkomandi landa. Þetta er ekkert flókið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér var í sumar sem leið (2015) varað við mögulegum raforkuskorti á Íslandi á komandi vetri. Og Bretar horfa til Noregs með að fá ódýra raforku; "According to the government, the link will help the UK benefit from Norway's cheaper electricity prices. It estimates that the interconnector will deliver consumer benefits of up to £3.5bn through to 2040." þeir fara ekki að greiða okkur margfalt það verð sem þeir ætla að greiða Norðmönnum eins og fyrri póstar þínir gefa í skyn. "..will deliver consumer benefits.." þýðir að verðið verður það lágt að neitendur munu sjá verðlækkun.

Ufsi (IP-tala skráð) 18.10.2015 kl. 22:37

2 Smámynd: Ketill Sigurjónsson

Það væri viðeigandi að „Ufsi“ kæmi fram undir sínu rétta nafni.

Ufsa skal bent á að hér á Íslandi var ekki um að ræða raforkuskort í þeim skilningi að ekki sé unnt að uppfylla samninga. Um var að ræða tilkynningu vegna skerðanlegrar orku, sem er í fullu samræmi við raforkusamningana. Í Bretlandi er aftur á móti uppi raunverulega hætta á raforkuskorti, þ.e. að ekki verði unnt fyrir bresk raforkufyrirtæki að efna raforkusamninga nema kaupa stórnotendur til að nota minna af raforku.

Það er athyglisvert ef Ufsi telur sig vita hvaða verð bresk stjórnvöld eru tilbúin að greiða fyrir raforku frá Íslandi. Ufsa skal bent á að bresk stjórnvöld eru meðvituð um að strengur til Íslands er töluvert mikið dýrari frmkvæmd en strengur til Noregs. Og þess vegna m.a. eru forsendur um orkuverðið frá Íslandi aðrar en frá Noregi. Aðalatriðið er þó það að meðan bresk og íslensk stjórnvöld ræða ekki verkefnið formlega, er ómögulegt að vita fyrir víst hvaða raforkuverð þarna er í boði. Þess vegna eru viðæður bæði mikilvægar og nauðsynlegar.

Loks skal nefnt að jafnvel mjög hátt raforkuverð í slíkum samningi gæti hentað Bretum og falið í sér ábata fyrir breska neytendur. T.a.m. ef íslensk raforka yrði ódýrari en raforka frá nýjum breskum vindorkuverum utan við ströndina þar. Slíkt er fyllilega raunhæfur möguleiki.

Ketill Sigurjónsson, 19.10.2015 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband