Langflottustu löggurnar

MiamiVice

Af því það er sunnudagur og maður er hálf slæptur eftir flugið hingað til Köben í kvöld, verður blogg dagsins einföld hugleiðing tengd lögreglunni. Og í reynd vaðið út um víðan völl.

Fyrst verð ég þó að lýsa vonbrigðum yfir því að vél Iceland Express frá Keflavík seinkaði. Enn einu sinni. Í fimmta sinn á stuttum tíma sem ég lendi í því hjá þessu annars prýðilega fyrirtæki. Verst var að ekki var tilkynnt um seinkunina fyrr en korteri fyrir áætlaða brottför. Hægt að gera betur en það í þjónustu við kúnnan.

En talandi um löggur. Auðvitað náði sjónvarpsefni um löggur ákveðnum hápunkti með þeim snillingum Sonny Crockett og Ricardo Tubbs, hér um árið. Já - engir unglingar munu upplifa jafn flotta tíma og the eighties! En kannski er ég samt sá eini sem fæ sæluhroll við þessa tóna:

 

En þó svo Don Johnson væri auðvitað goðið, hélt ég samt hvað mest upp á lögreglustjórann. Sem leikinn var af Edvard nokkrum Olmos. Sbr. myndin hér efst. Hann var svalur. Brosti aldrei. Þetta var auðvitað ekkert annað en hið fullkomna sjónvarpsefni. Þó ekki væri nema tónlistin... og axlapúðarnir. Þvílík snilld og dramatík (hér þarf að hækka í botn):

 

Af Orkublogginu er það annars að segja að ég bíð nú spenntur eftir að fara á tvær ráðstefnur um sólarorku; fyrst í Þýskalandi í næstu viku og svo á Spáni síðar í mánuðinum. Það verður örugglega mjög athyglisvert. Hjó reyndar eftir því í einhverju blaðanna sem ég las í flugvélinni, að Landsbankinn ætlar að hætta að einblína á jarðvarma sem orkufjárfestingu og er líka að skoða vindinn. Kannski tímabært að íslenskir bankamenn átti sig á því að jarðvarminn er hreint peanuts miðað við vind- og sólarorku. 


mbl.is Erill hjá lögreglunni í Borgarnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband