Viva Espana. Viva Bandido.

Smá kæruleysi hjá Orkublogginu á svona fallegum sunnudegi. Í tilefni af leiknum í kvöld finnst mér rétt að hita upp með systkinunum söngglöðu, sem hafa heillað Spánverja og Evrópubúa í aldarfjórðung. Það eru auðvitað strákarnir í Los Chunguitos og systur þeirra í Azucar Moreno.

Fyrst koma strákarnir með "Me quedo contigo". Þetta er frá þeim góðu, gömlu dögum þegar fólk var snyrtilegt. Og átti á hættu að flækja sig í leiðslunni frá míkrófóninum. Hér eru tilfinningarnar allsráðandi:

 

Þessi spænska sígaunafjölskylda er heimsfræg á Spáni og viðar fyrir tónlistarhæfileika sína. Systur strákanna í Los Chunguitos, þokkagyðjurnar tvær í Azucar Moreno ("Brúnn sykur"), eru soldið poppaðri en bræðurnir. Íslendingar muna kannski eftir stelpunum í Júróvision 1990. Hvar þær sungu "Bandido" og hljóðkerfið fór allt í handaskol. Hér eru þær í spænska sjónvarpinu, með sama lag:

 

Annars á víst að kalla sígauna Roma-fólkið eða eitthvað svoleiðis. En ég er stundum slæmur með að vera mjög un-politically-correct.


mbl.is Ballack ekki með Þjóðverjum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband