Breskir fjölmiðlar gera mikið úr orkuskorti

Sífellt meira sést fjallað um það álit breska raforkudreififyrirtækisins (UK National Grid) að raforkuskortur vofi yfir Bretum.

Uk-Power-Shortage-2015Þann 15. okt s.l. mátti t.d. lesa frétt um þetta í Financial Times (FT) undir fyrirsögninni David Cameron calls high-level talks on energy crunch. Fréttin hófst á eftirfarandi:

Downing Street has called a top-level meeting next week to discuss the UK’s growing energy supply crunch, the Financial Times has learnt, as new figures lay bare how close the gap is between supply and demand.

UK-Power-Grid-3Þann 3. nóvember skrifar FT fleiri fréttir um þetta mál: National Grid warns of ‘tight’ winter as new chief named og UK turns to diesel to meet power supply crunch. Og þann 4. nóvember skrifar FT: National Grid hits power crisis point. Þar sagði m.a.:

The scale of Britain’s energy supply crunch was laid bare on Wednesday as an unexpected outage of power plants sent wholesale electricity prices soaring and prompted the grid operator to call for the first time ever for industry to reduce power.

Guardian-National-Grid-Power-shortageÞetta eru einungis órfá dæmi um þær fjölmörgu fréttir sem birst hafa í breskum miðlum síðustu daga og vikur um þessa alvarlegu stöðu á breska orkumarkaðnum. Og svona má halda áfram. Nefna má frétt Guardian frá 5. nóvember, National Grid spends more than £2.5m to prevent power shortages, og frétt Guardian frá 6. nóvember; National Grid makes urgent call for companies to reduce electricity usage. Og þannig má lengi telja.

sigmundur_david_gunnlaugsson_cameronMeð þetta í huga kemur varla nokkrum á óvart áhugi Breta á að verja miklum fjárhæðum í byggingu nýs stórs kjarnorkuvers og fjölda vindorkuvera. Enn einn mikilvægur þáttur í orkustefnu Bretlands felst svo í því að auka sæstrengstengingar við nágrannalöndin. Og eins og lesendum Orkubloggsins er sjálfsagt kunnugt um er þar m.a. horft til sæstrengs milli Bretlands og Íslands.

Þar má gera ráð fyrir að samið yrði um raforkuverð sem myndi skila Íslandi nettóverði á bilinu 80-140 USD/MWst. Það hlyti að teljast þokkalegt verð - þegar t.d. haft er í huga að nú eru álverin á Grundartanga (Norðurál/ Century Aluminum) og Reyðarfirði (Fjarðaál/ Alcoa) að greiða orkuverð á bilinu 10-15 USD/MWst. Fyrir um helminginn af allri raforkuframleiðslu Landsvirkjunar.

Með hliðsjón af þessum verðum ætti ekki að koma neinum á óvart að talsmenn og fótgönguliðar álveranna keppast nú um að tala sæstrengsverkefnið niður. En sá áróður er máttvana. Því að sjálfsögðu mun íslenskur almenningur og íslenskir stjórnmálamenn láta þetta mál ráðast af þjóðarhag en ekki þröngum sérhagsmunum.


Bloggfærslur 9. nóvember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband