Havyard í vanda

Það er norska skipasmíðastöðin Havyard sem byggði þjónustuskipið Polarsyssel fyrir Fáfni Offshore. Havyard er vel að merkja, rétt eins og skipafélagið Havila, mikilvægur hluti af viðskiptaveldi Norðmannsins Per Sævik og fjölskyldu hans. Sem nú riðar jafnvel til falls.

Havyard-Share-Price_2014-2016Auk Polarsyssel er Havyard nú að smíða annað skip fyrir Fáfni, sem kallast Fáfnir Viking. Vandamálið er bara að Havyard er í miklum vandræðum þessa dagana. Og ekki útséð með hvort félagið lifir niðursveifluna í bransanum af. 

Havyard er skráð í kauphöllinni í Osló og þar hefur verðmæti félagsins hrunið um ca. 80% á stuttum tíma. Ástæða þessa mikla verðfalls á Havyard er fyrst og fremst hratt lækkandi olíuverð. Skipasmíðastöðin treystir mjög á verkefni sem fellast í byggingu þjónustuskipa fyrir olíuiðnaðinn. En nú vill enginn slík skip. Enda mikið offramboð á þeim markaði.

Havyard-African-InspirationSeint á liðnu ári (2015) tilkynnti Havyard að samið hefði verið um seinkun á Fáfni Viking. Í stað mars n.k. (2016) verður skipið, að sögn Havyard, afhent í júní 2017. Ástæða seinkunarinnar er að kaupandi skipsins, Fáfnir Offshore, hefur ekki tekist að landa samningi um þjónustu skipsins.

Skömmu áður hafði Havyard samið um ámóta seinkun við nígerískan kaupanda að öðru svona þjónustuskipi. Þar var samið um að kaupandinn taki við skipinu um mitt ár 2018 í stað 2017. Þetta nígeríska fyrirtæki, sem nefnist Marine Platforms, hafði þá nýverið tekið við öðru svona skipi frá Havyard. Þar var um að ræða þjónustuskipið African Inspiration.

Per-Saevik_Havila-Havyard-1Ekki er augljóst hvernig samningum er háttað vegna umræddra seinkana. Eins og áður sagði, þá er vitað að Havyard er í verulegum vandræðum. Og hefur yfirstjórn fyrirtækisins verið að grípa til umfangsmikilla sparnaðaraðgerða og uppsagna. Það er líka vitað að seinkanirnar eru að valda Havyard umtalsverðu tjóni. Í næstu viku mun Orkubloggið fjalla nánar um það hvernig þessi staða snýr að íslenska fyrirtækinu Fáfni Offshore (vegna Fáfnis Viking). Þar hafa mjög athyglisverðir hlutir verið að gerast. Sem snerta bæði Fáfni sjálft og Havyard.


Bloggfærslur 15. janúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband