HS Orka, GGE, Magma Energy, Ķsland og orkustefna ESB

Hlutabréf ķ HS Orku voru nżveriš aš skipta um eigendur. Ž.e.a.s. aš žvķ gefnu aš allir skilmįlar kaupsamningsins gangi upp.

gge-logo_993356.jpgSeljandinn er Geysir Green Energy (GGE), sem hefur nś sķšast veriš eigandi aš rśmlega 55% hlut ķ HS Orku. Eigendur GGE eru skv. vef fyrirtękisins einkum žrķr stórir hluthafar; Atorka meš 41% hlut, sjóšur į vegum Ķslandsbanka sem kallast Glacier Renewable Energy Fund meš 40% hlut, og loks verkfręšifyrirtękiš Mannvit meš 7% hlut. Hver į žau 12% sem eftir standa hefur Orkubloggarinn ekki vitneskju um, en kannski žaš séu starfsmenn GGE. En af žessum žremur stóru hluthöfum mį lķklega segja aš Mannvit sé eini "raunverulegi beini eigandinn"; Ķslandsbanki er ķ höndum einhverra lķtt žekktra kröfuhafa og Atorka mun vera ķ įlķka stöšu.

Hverjir eru kröfuhafar GGE er óljóst, en žar standa ķslensku bankarnir vęntanlega fremstir. Og žaš viršist augljóst aš bęši Ķslandsbanki og kröfuhafar Atorku vilja losna viš eigur GGE og greiša śr žeirri ęvintżralegu skuldflękju sem žar var bśin til, mešan fyrirtękiš var eitt af draumadjįsnum FL Group žeirra Hannesar Smįrasonar og Jóns Įsgeirs.

Reyndar er žaš svo aš skv. nżlegri kynningu GGE viršist fyrirtękiš vera ķ mesta blóma. Žaš žykir Orkubloggaranum svolķtiš bratt. Įrsreikningur GGE vegna 2009 hefur aš vķsu enn ekki veriš birtur, ž.a. aš žaš liggja afskaplega litlar upplżsingar fyrir um stöšu GGE. Fyrirtękisins sem til skamms tķma var ašaleigandi žrišja stęrsta orkuframleišanda į Ķslandi. Eftir fyrstu einkavęšingu ķslensks orkufyrirtękis, sem įtti sér staš įriš 2007 eins og flestum ętti aš vera kunnugt.  Ķ reynd viršist GGE hafa veriš lķtiš annaš en enn eitt innleggiš ķ fjįrmįlabóluna sem blįsin var upp į Ķslandi. Sennilega mį žjóšin žakka forsjóninni fyrir aš loksins sé kominn alvöru bissness-mašur aš jaršvarmarekstrinum į Sušurnesjum.

magma_energy_homepage_993357.jpgJį - žį erum viš komin aš kanadķska jaršvarmafjįrfestinum Magma Energy. Sem er kaupandinn aš hlut GGE ķ HS Orku og veršur žar meš eigandi aš 98,53% hlut ķ HS Orku. Formlega er žaš reyndar sęnskur armur Magma, sem kaupir bréfin. Sumir vilja endilega nefna žetta sęnska fyrirtęki skśffufyrirtęki - vęntanlega ķ hįšungarskyni eša til aš gera kaupin tortryggileg - en žessi leiš er ķ reynd naušsynleg til aš fyrirtęki utan EES geti keypt ķslenskt orkufyrirtęki. Af hverju Magma vildi fremur stofna milliliš ķ Svķžjóš fremur en ķ einhverju öšru landi innan EES eša ESB er svo önnur saga. Stašreyndin er engu aš sķšur sś aš enginn annar en Magma Energy treysti sér til aš kaupa hlut GGE ķ HS Orku. Hvorki önnur orkufyrirtęki śtķ heimi, ķslensku lķfeyrissjóširnir né ašrir höfšu įhuga. Žaš er reyndar sérstakt umhugsunarefni af hverju ķ ósköpunum langtķmafjįrfestar eins og lķfeyrissjóširnir, höfšu ekki įhuga. En žaš er önnur saga og veršur ekki velt vöngum yfir žvķ hér aš žessu sinni. 

svartsengi_geo_nyt_993401.jpgAf einhverjum įstęšum er talsveršur fjöldi fólks į Ķslandi afskaplega mikiš į móti žessum eigendaskiptum. Žar sem einn einkaašili er aš selja öšrum einkaašila hlut i HS Orku. Og tala um aš žaš "verši aš stöšva žetta". Žeir hinir sömu vilja žį vęntanlega frekar aš einhverjir ótilgreindir kröfuhafar nįi yfirrįšum yfir HS Orku, fremur en fyrirtęki sem sérhęfir sig ķ jaršvarmafjįrfestingum og žarf t.a.m. aš lśta öllu reglum kanadķsku kauphallarinnar i Toronto um upplżsingaskyldu og annaš. En žar er Magma Energy skrįš.

Jamm - žetta veldur miklu uppnįmi hjį sumum ķslenskum stjórnmįlamönnum. Žeir hinir sömu ęttu kannski aš minnast žess aš Ķsland er ašili aš innri markaši ESB & EES. Žar af leišandi er fįtt sem gęti komiš ķ veg fyrir aš ašilar utan Ķslands - en innan ESB eša EES - kaupi upp ekki ašeins ķslensk orkufyrirtęki heldur lķka land žar sem orku er aš finna. Žessi stašreynd hefur legiš fyrir ķ fjölda įra og žess vegna er upphlaupiš nśna svolķtiš hlęgilegt.

Žar aš auki ęttu ķslenskir stjórnmįlamenn aš minnast žess er žaš opinber stefna af hįlfu ESB aš öll gömlu rķkisorkufyrirtękin verši skrįš į hlutabréfamarkaš og einkavędd. Žetta er einfaldlega žįttur ķ einni mikilvęgustu stoš ESB; aš innan sambandsins verši einn sameiginlegur innri orkumarkašur sem njóti mikils višskiptafrelsis

Undanfarin įr hefur mikil vinna veriš lögš ķ žaš hjį stofnunum ESB og stjórnvöldum ašildarrķkjanna aš koma į žessum sameiginlega orkumarkaši. Og žetta er vel į veg komiš. Einn žįttur ķ orkustefnu ESB gengur śt į skrįningu og sölu į orkufyrirtękjum innan ESB, sem įšur voru ķ rķkiseigu.  Af fljótlegri yfirreiš fęr Orkubloggarinn ekki betur séš en aš einungis fimm af 24 stęrstu orkufyrirtękjum ķ Evrópu séu enn ķ rķkiseigu. Žaš er sem sagt svo aš nśna eiga einkaašilar hlut ķ nęstum öllum stęrstu orkufyrirtękjunum innan ESB. Og žó svo sum žeirra séu enn aš talsveršu leyti ķ eigu rķkisins, eru žarna į mešal orkufyrirtęki sem eru komin ķ 100% eigu einkaašila.

dong-logo.pngOg af žvķ Orkubloggarinn er nś staddur ķ henni Kóngsins Köben mį nefna aš flest bendir til žess aš danska rķkisorkufyrirtękiš Dong Energi verši tuttugasta stórorkufyrirtękiš ķ Evrópu sem rķkiš selur meirihlutann stóran hluta ķ. Ekki bara af žvķ slķk sala sé eitthvert metnašarmįl Venstre, sem hér rįša rķkjum ķ Folketinget. Heldur einfaldlega vegna žess aš žetta er hluti af frelsisvęšingu orkugeirans, sem er grundvallaratriši ķ stefnu ESB.

Į Ķslandi situr rķkisstjórn sem hefur tekiš žį grķšarlega stóru įkvöršun aš sękja um ašild Ķslands aš ESB. Orkubloggarinn hefur vel aš merkja įvallt veriš Evrópusinnašur - žó svo sś skošun bloggarans hafi hikstaš nokkuš hressilega vegna framkomu Breta, Hollendinga og ESB ķ Icesave-mįlinu. Orkubloggarinn er sem sagt fremur jįkvęšur ķ garš ESB - en skilur samt lķka vel žį sem sjį hęttur ķ slķkri ašild. Og ž.į m. žį sem telja žaš grundvallaratriši aš orkufyrirtękin į Ķslandi verši ķ eigu "žjóšarinnar"; ž.e.a.s. rķkisins. En hvaš sem lķšur skošunum bloggarans į ESB-ašild, žį er nokkuš augljóst aš ašild Ķslands aš ESB og skilyršislaus eign ķslenska rķkisins į orkufyrirtękjunum mun varla geta fariš saman. Žaš vęri a.m.k. algerlega į skjön viš yfirlżsta orkustefnu sambandsins.

eu-berlaymont.jpgEinkennilegast er žó ępandi stefnuleysi rķkisstjórnarinnar ķ mįlinu. Skipan orkumįla hlżtur aš vera eitthvert allra žżšingarmesta atrišiš hjį sérhverri rķkisstjórn. Hvernig getur žaš gengiš upp, aš ķslenska rķkisstjórnin sendi inn umsókn ķ ESB - į sama tķma og annar rķkisstjórnarflokkurinn viršist algerlega andsnśinn žvķ aš śtlendingar eša jafnvel einkaašilar yfirleitt geti įtt ķ ķslensku orkufyrirtękjunum? Er lķklegt aš ESB taki umsókn frį slķkri rķkisstjórn alvarlega? Menn hljóta satt aš segja aš veltast um af hlįtri į skrifstofum ESB - og veitir sennilega ekki af smįkįtķnu žar ķ hinni hrśtleišinlegu Brussel.

Žetta upphlaup śt af Magma er ķ besta falli kjįnalegt - en sżnir žvķ mišur aš landiš okkar er ķ reynd stjórnlaust. Kannski er ekki skrķtiš aš stór hluti žjóšarinnar lżsi frati į fjórflokkafśskiš į Ķslandi og halli sér aš grķnistum.

 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig séršu framhaldiš fyrir žér?

Ef viš gefum okkur aš Magma Energy vilji fį śt śr žessu hįmarkshagnaš og hann skjótan, žį viršist mér aš žeir eigi sterka leiki ķ stöšunni. 1) Žeir semja ekki strax viš Noršurįl, nema žį til skamms tķma. 2) Žeir sękja um öll hugsanleg rannsóknar- og virkjanaleyfi, og žegar žeir sjį hvaš žeir fį og hvaš ekki, žį 3) bjóša žeir fyrirtękiš til sölu.

Hverjir gętu žį haft getu og įhuga į aš kaupa HS Orku?

Noršurįl/Century Aluminium/Glencore?

Rusal - sem hefši žį kannski eignast Noršurįl, sbr. įgęta fęrslu žķna um gullmylluna Glencore - ?

Alcoa, sem vęri žį meš Noršurįl ķ vasanum og gęti hugsanlega fengiš žaš fyrir lķtiš?

Ross Beaty mį vera staurblindur sjįi hann ekki fyrir sér mikiš fjör og hįar fślgur!

Žvķ segi ég žaš: er ekki eitthvert misręmi į milli įnęgju Orkubloggarans (sem mér finnst oft skarpur og vel upplżstur) meš kaup ME į HS Orku og hans raunsęja mati į risunum Glencore og Rusal?

Meš tilliti til žess aš OR į ekki langt eftir ķ opinberri eigu, og aš žvķ mun koma, hvort sem gengiš veršur ķ ESB eša ekki, aš Landsvirkjun verši einkavędd, žį er ég ekki alveg viss um aš žetta sé óskastaša fyrir litla Ķsland meš allt į hęlunum.

Magnśs (IP-tala skrįš) 24.5.2010 kl. 06:12

2 Smįmynd: Ómar Bjarki Kristjįnsson

Hvar eru heimildir um aš Danir ętli aš selja meirihlutann ķ Dong ?  Td. segir wiki žetta,aš beinlķnis sé bannaš aš selja meirihluta nema meš samž. allra flokka: 

The majority (73%) of DONG Energy is owned by the Danish Government. The rest of the shares are owned by former Elsam (16%) and Energi E2 11%) shareholders.   According to a political agreement, the Danish

Government shall maintain a majority  in the company until 2025. Reduction of the ownership below 50% requires political  agreement of Danish parties. An IPO and listing at the Copenhagen Stock Exchange was expected in the spring of 2008, but was suspended due to the situation of the  international financial markets. An IPO is still the plan, but the timeline is currently unknown (wiki)

Og žarna sko, aš viš erum ekkert aš tala um neitt smį fyrirtęki žarna.  Meš starfsemi ķ mörgum löndum.

Hinsvegar viršst žaš nokkuš boršleggjandi aš žegar bśiš er aš einkavęša - žį er ekki hęgt aš koma ķ veg fyrir aš ślendingar kaupi ef litiš er til EES.

Žaš sem kemur etv. pķnulķtiš į óvart er, aš ašilar utan EES geti nżtt sér svęšiš svo aušveldlega į žann óbeina hįtt sem kemur ķ ljós ķ Magma tilfellinu.  Kemur pķnulķtiš į óvart.

Ómar Bjarki Kristjįnsson, 24.5.2010 kl. 14:02

3 Smįmynd: Ketill Sigurjónsson

Žaš er stefnt aš einkavęšingu Dong. En Danir eru ekki blįbjįnar eins og ķslenskir stjórnmįlamenn, sem vilja alltaf einkavęša allt klabbiš sem hrašast. Danir ętla aš fara rólega ķ hlutina og einungis selja minnihlutann ķ Dong til aš byrja meš.

Žaš var 2004 aš Folketinget įkvaš aš skrį skuli Dong į hlutabréfamarkaš. Stašiš hefur til aš selja ca. 30% ķ fyrirtękinu, en žessu hefur ķtrekaš veriš frestaš vegna fjįrmįlakrķsunnar. Venstre hafa stefnt aš žvķ aš rķkiš haldi meirihlutanum ķ Dong a.m.k. nęsta įratuginn. Stefnan er ennžį aš skrį Dong og selja verulegan hluta žess.

Ketill Sigurjónsson, 24.5.2010 kl. 16:38

4 Smįmynd: Ketill Sigurjónsson

Ómar Bjarki; žarna varš smį missögn hjį Orkubloggaranum.

Žar sem segir ķ fęrslunni "flest bendir til žess aš danska rķkisorkufyrirtękiš Dong Energi verši tuttugasta stórorkufyrirtękiš ķ Evrópu sem rķkiš selur meirihlutann ķ"

įtti aš standa

"flest bendir til žess aš danska rķkisorkufyrirtękiš Dong Energi verši tuttugasta stórorkufyrirtękiš ķ Evrópu sem rķkiš selur stóran hluta ķ"! Danska rķkisstjórnin hefur ekki ķ hyggju aš selja meirihlutann ķ Dong til aš byrja meš. Sbr. fyrri athugasemd.

Ketill Sigurjónsson, 24.5.2010 kl. 17:22

5 identicon

Žetta upphlaup G hlutans ķ VG er žeim mun kjįnalegra aš žaš er ekki gert fyrr en žau eru örugg um aš blekiš hafi žornaš į samningi GGE og MAGMA.  Svona til aš vera viss um aš skora stig hjį G arminum įn žess aš nokkuš verši gert sem kemur ķ veg fyrir samninginn.

Björn Hįkonarson (IP-tala skrįš) 25.5.2010 kl. 11:28

6 Smįmynd: Ketill Sigurjónsson

Las ķ Višskiptablašinu ķ dag aš Noršurįl hafi bošiš ķ HS Orku. En žetta er óstašfest frétt og viršist óljóst hvort hśn sé rétt.

http://www.vb.is/frett/1/59943/nordural-baud-i-hs-orku

Ketill Sigurjónsson, 25.5.2010 kl. 21:23

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband